Fréttir

Geir Örn lést á Stuðlum

Geir Örn Jacobsen lést í eldsvoðanum á meðferðarheimilinu Stuðlum aðfaranótt laugardags í síðustu viku. Hann var sautján ára. Tveimur dögum áður en hann lést spurði hann í viðtali á Stöð 2 hvers vegna ætti ekki að bjarga börnunum á Stuðlum.

Innlent

Loka Fjölskyldulandi í næstu viku

Innileikvellinum Fjölskyldulandi verður lokað í næstu viku. Innan við tvö ár eru frá því að leikvöllurinn var opnaður í Dugguvogi. Fjölskylduland er fyrir fjölskyldur með börn á leikskólaaldri og í fyrsta bekk í grunnskóla. Haldin hafa verið námskeið þar fyrir börn auk þess sem leikvöllurinn var opinn fólki gegn gjaldi.

Innlent

Musk sagður í reglu­legum sam­skiptum við Pútín

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál.

Erlent

Skoða hvort lög hafi verið brotin við rann­sókn lög­reglu

Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög.

Innlent

Leggur til að Men­endez bræðrunum verði sleppt á reynslu­lausn

Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 

Erlent

Arna Lára leiðir lista Sam­fylkingar í Norð­vestur

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti. 

Innlent

Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið

Karlmaður á fertugsaldri sem var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti móður á sögu um ofbeldi í garð foreldra sinna. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að stinga föður sinn í bakið árið 2006 en var sýknaður vegna ósakhæfis.

Innlent

Sam­þykktu listann í Kraganum: Jón skipar fimmta sætið

Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón sóttist upprunalega eftir 2. sæti, því sama og hann skipaði í síðustu kosningum, en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður flokksins hafði betur í kosningu. 

Innlent

Hanna Katrín, Pawel og Grímur efst á lista Við­reisnar í Reykja­vík norður

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, mun leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. Í öðru sæti er Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og varaborgarfulltrúi. Þriðja sætið skipar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, og í fjórða sæti er Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur.

Innlent

Guð­brandur leiðir Við­reisn í Suðurkjördæmi

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar.

Innlent

Hákon og Oddur Þorri skipaðir héraðs­dómarar

Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða.

Innlent

Sonur hinnar látnu í gæslu­varð­hald

Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt.

Innlent