„Þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. október 2024 21:14 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er í þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann segir kominn tíma á breytingu á stjórn landsins. „Ég hef áhuga á pólitík, og ákvað að láta slag standa og bjóða fram krafta mína,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Grímur segir Viðreisn vera frjálslyndan flokk sem falli vel að hans skoðunum varðandi það hvernig eigi að sækja fram, en líka að skapa festu í efnahagsmálum. „Ég held að við séum á þeim stað, þjóðin og Ísland, að við þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins, og að Viðreisn sé sá flokkur sem þarf að vera í oddaaðstöðu þegar að kemur að ríkisstjórnarsamstarfi og skipun ríkisstjórnar, með sín stefnumál og frjálslyndi.“ Með öryggismál í huga en líka hag heimilanna Grímur Grímsson hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Þar áður var hann í þrjú ár tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol. En þar á undan hafði hann áður verið yfir miðlægu rannsóknardeildinni. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. „Ég hef áhuga og vill leggja mitt af mörkum varðandi öryggismálin almennt, þar með talin auðvitað löggæslumálin,“ segir hann en tekur fram að áhugi hans sé víðar. „Áhugi minn er líka á efnahagsmálum og hag heimilina. Að fólki líði vel og hafi til hnífs og skeiðar.“ Hefur trú á þriðja sætinu Líkt og áður segir mun Grímur vera á þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann lítur svo á að um baráttusæti sé að ræða. „Ég finn fyrir miklum meðbyr með flokknum, og ég held að það geti alveg orðið til þess að við fáum þrjá menn kjörna.“ Grímur verður í fríi frá og með næstkomandi mánudegi og fram yfir kosningar. „Ég kem bara inn á morgun og klára bara það sem ég get klárað.“ Á meðan mun staðgengill hans Ævar Pálmi mun að mestu leyti stíga inn í hlutverk Gríms. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Ég hef áhuga á pólitík, og ákvað að láta slag standa og bjóða fram krafta mína,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Grímur segir Viðreisn vera frjálslyndan flokk sem falli vel að hans skoðunum varðandi það hvernig eigi að sækja fram, en líka að skapa festu í efnahagsmálum. „Ég held að við séum á þeim stað, þjóðin og Ísland, að við þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins, og að Viðreisn sé sá flokkur sem þarf að vera í oddaaðstöðu þegar að kemur að ríkisstjórnarsamstarfi og skipun ríkisstjórnar, með sín stefnumál og frjálslyndi.“ Með öryggismál í huga en líka hag heimilanna Grímur Grímsson hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Þar áður var hann í þrjú ár tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol. En þar á undan hafði hann áður verið yfir miðlægu rannsóknardeildinni. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. „Ég hef áhuga og vill leggja mitt af mörkum varðandi öryggismálin almennt, þar með talin auðvitað löggæslumálin,“ segir hann en tekur fram að áhugi hans sé víðar. „Áhugi minn er líka á efnahagsmálum og hag heimilina. Að fólki líði vel og hafi til hnífs og skeiðar.“ Hefur trú á þriðja sætinu Líkt og áður segir mun Grímur vera á þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann lítur svo á að um baráttusæti sé að ræða. „Ég finn fyrir miklum meðbyr með flokknum, og ég held að það geti alveg orðið til þess að við fáum þrjá menn kjörna.“ Grímur verður í fríi frá og með næstkomandi mánudegi og fram yfir kosningar. „Ég kem bara inn á morgun og klára bara það sem ég get klárað.“ Á meðan mun staðgengill hans Ævar Pálmi mun að mestu leyti stíga inn í hlutverk Gríms.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira