Jól

Jólabollar sem ylja og gleðja

Allir ættu að geta fundið fallegan jólabolla sem gleður og kætir í skammdeginu, hvort sem þeir eru litlir eða stórir, krúttlegir eða fágaðir.

Jólin

Fuglar með hátíðarbrag

Á veitingahúsinu Gullfossi á Hótel Radisson 1919 starfa kokkar sem kunna ýmislegt fyrir sér þegar kemur að því að matreiða hátíðarfugla. Þeir félagar Jón Þór Gunnarsson og Torfi Arason gáfu okkur uppskriftir að sígildri pekingönd og gómsætum kalkúni.

Jól

Heimalagaður jólaís

Uppskriftin dugar fyrir sex til átta manns. Það er líka gott að bræða 3 Mars-stykki út í 1 dl. rjóma og búa til heita súkkulaðisósu á ísinn.

Jól

Logi: Þakklátur að geta haldið jólin

„Blanda af snjó, jólatónlist, góðri lykt, skemmtilegu fólki, góðum mat og góðri stemningu kemur mér í gírinn," svarar Logi Geirsson handboltakappi spurður hvað kemur honum í jólagír. „Þessi hátíð er svo sannarlega fallegasta hátíð ársins. Bestu gjarfirnar í kringum tréð eru sameining og tengsl fjölskyldunnar. En eins og einhver snillingurinn sagði ; „At Christmas, all roads lead home."

Jólin

Jólavínarbrauð

Eygerður Sunna Arnardóttir sendi okkur uppskrift að jólavínarbrauði með glassúr.

Jól

Söngbók jólasveinanna

„Það má segja að bæði atvinnu- og frístundatónlistarmenn hafa alltaf verið í vandræðum með að útvega laglínur og hljómagang jólasöngva," svarar Gylfi Garðarsson þegar við forvitnumst um um tilurð bókanna Jólasöngvar-Nótur og Jólasöngvar-Textar og heldur áfram: „Það voru sömu vandræðin fyrir hver einustu jól."

Jólin

Lax í jólaskapi

Eirný Sigurðardóttir, ostadrottningin í Búrinu, er þekktust fyrir sérþekkingu sína á dýrindis ostum af öllum gerðum og þjóðerni. Hún býður hér upp á framandi en jólavæna uppskrift að laxi í sparifötunum, sem heitir líka Coulibiac á erlendum tungum.

Jólin

Skreytt á skemmtilegan máta

Þegar að skreytingum kemur er oft gaman að leika sér með það sem til er á heimilinu, enda þarf maður ekki að vera á grunnskólaaldri til að njóta þess að munda skæri og lím. Finnið gömlu gjafaborðana og leikið ykkur að því að klippa, hengja upp og líma. Á litlum heimilum getur komið vel út að finna agnarlítið jólatré og setja það síðan upp á borð í blómapott. Á jólatréð er svo til að mynda hægt að setja hvít afmæliskerti, límónur og litlar, skreyttar piparkökur. Barnaherbergi getur verið fallegt að skreyta á einfaldan máta, enda nóg af litríku dóti þar fyrir. Hvað með að setja eitthvað úr piparkökubakstrinum á herðatré og hengja það upp. Jólakúlur í einum hnapp Það getur komið vel út að hengja kúlur saman í tveimur til þremur litatónum, til dæmis rauðu, grænu og gylltu, í einn hnapp á gardínustöng úti í glugga. Veljið stað þar sem birtan er hvað fallegust. - jma. Dugnaðardagatalið má prenta út hér.

Jól

Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum

Illkvittnir þjófar sem stálu sautján tonnum af svínakjöti og beikoni úr áströlsku vöruhúsi í morgun ákváðu að stríða eigendum skinkunnar með því að skilja eftir jólakveðju.

Jól

Piparkökuhús

Það eru ekki jól hjá mörgum án þess að piparkökuhús sé bakað.

Jól

Jólatré Gaultiers

Jean-Paul Gaultier er margt annað til lista lagt en fatahönnun. Hann hefur til dæmis hannað jólatré árlega hin síðari ár. Flest hefur hann hannað til styrktar góðu málefni og hafa þá trén verið boðin hæstbjóðanda. Trén eru afar ólík og hugmyndaauðgina van

Jólin

Ekki jól án jólakökunnar

Ástralinn Deborah Leah Bergsson var á ferðalagi um heiminn þegar hún réði sig í fisk á Patreksfirði til að ná sér í meiri farareyri. Þá kom ástin og hér er Deborah enn. Hún segir engin jól án enskrar jólaköku.

Jólin

Magni: Gömul jólalög kveikja í mér

„Jólakortin eru upphafið af undirbúningnum á okkar heimili," segir Guðmundur M. Ásgeirsson, betur þekktur sem Magni í Á móti sól, spurður út í jólaundirbúninginn.

Jól

Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir

Björgvin Halldórsson og félagar sungu svo sannarlega inn jólin með glæsilegum jólatónleikum í Laugardalshöllinni um helgina. Eins og Björgvins er von og vísa var umgjörðin stórglæsileg. Fram komu Borgardætur, Diddú, Egill Ólafsson, Helgi Björnsson, Krummi, Laddi, Páll Óskar, Raggi Bjarna, Savanna tríóið, Sigríður & Högni úr Hjaltalín og Þú og ég. Meðfylgjandi má skoða augnablíkin, sem Hallgrímur Guðmundsson, fangaði á tónleikunum.

Jól

Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja

„Ég klæði mig í ullina og fer í rómantískan göngutúr um miðbæinn," segir Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona, sem eignaðist sitt fyrsta barn, dreng, 14. júlí síðastliðinn, aðspurð út í undirbúning jólanna. „Aðalhefðin hefur þó verið prófatörn, tónlistargjörningar og handavinna. Ég er meira skapandi á þessum árstíma en venjulega. Ég mála, sauma út og prjóna jólagjafir og ég er nú þegar byrjuð á jólagjöfunum fyrir þessi jól," segir hún. „Smákökubakstur með mömmu og systur minni er að festa sig í sessi, og svo hefðbundnir endurfundir innan stórfjölskyldunnar sem tvístrast út um allt yfir árið." Hvað kemur þér í jólaskap? „Hreindýraundirföt mannsins míns," svarar Védís brosandi áður en kvatt [email protected]

Jól

Kata Júl: Mandarínur og Last Christmas með Wham

„Við mæðgin bíðum alltaf spennt eftir því að skreyta þann fyrsta í aðventu," svarar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra aðspurð út í jólaundirbúninginn hjá henni. „Þá gerum við allt mjög hátíðlegt hjá okkur með mikið af rauðum seríum og fyllum heimilið af rauðum ilmkertum." „Við reynum síðan að eyða góðum tíma saman þar sem kveikt er á einhverjum tugum kerta í einu, drukkið jólaöl, borðaðar piparkökur, hlustað á gömul og ný íslensk jólalög eða horft á góða mynd."

Jól

Búlgarskt morgunbrauð

Syndsamlega gott búlgarskt morgunbrauð frá Guðrúnu Helgu í Sofiu. Uppálagt á annan í jólum með bolla af sterku kaffi.

Jól

Alltaf fíkjuábætir á jólunum

Hjá mörgum er mesta tilhlökkunarefni jólanna að njóta veislufanga, enda beinlínis tilskipaður tími til að sleppa sér í lífsins lystisemdum. Á Hótel Holti ríkir skilningur á sætri þörf jólanna og þar eru galdraðar fram ómótstæðilegar unaðskrásir sem sóma sér vel að lokinni máltíð

Jól