Fastir pennar

Boðberar mannréttinda

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur.

Fastir pennar

Læknasmók

Pawel Bartozsek skrifar

Menn segja stundum að frelsið glatist sjaldnast allt í einu heldur hægt og í smáum skrefum. Það er ekki alltaf satt. Stundum eru skrefin stór, hröð og endatakmarkið ljóst. Tillögur nokkurra þingmanna um því sem næst allsherjarbann á sölu, neyslu og umræðu um tóbak hafa fengið verðskuldaða athygli almennings. Þingmönnunum er það raunar til hróss að sýna okkur endastöðina í þessum leiðangri sínum. Hún liggur fyrir.

Fastir pennar

Færeyingar setja sér stjórnarskrá

Þorvaldur Gylfason skrifar

Frændur okkar í Færeyjum búast nú til að setja sér nýja stjórnarskrá. Það hefðu þeir kannski helzt átt að gera strax eftir hrunið þar 1989-93, miklu dýpra hrun en varð hér heima 2008. Hrun Færeyja varð til þess, að landsframleiðslan skrapp saman um þriðjung líkt og gerðist í Sovétríkjunum sálugu um svipað leyti. Fimmti hver Færeyingur flúði land, en helmingur hinna brottfluttu skilaði sér heim aftur nokkru síðar. Hér heima hefur

Fastir pennar

Ef unga fólkið fer

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Niðurstöður evrópsku könnunarinnar Eurobarometer on Youth, sem Fréttablaðið hefur sagt frá undanfarið, eru fyrir margar sakir merkilegar. Rannsóknin felur í sér bæði jákvæð og neikvæð tíðindi fyrir Íslendinga sem taka ber mark á.

Fastir pennar

Fimmtíu árangursrík ár

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Hálfrar aldar afmæli mannréttindasamtakanna Amnesty International var fagnað um helgina. Upphaf þessara merku samtaka má rekja til greinar eftir breska lögfræðinginn Peter Benenson í breska blaðinu Observer undir nafninu Gleymdu fangarnir. Þar hvatti hann fólk til að taka þátt í herferð með það að markmiði að leysa úr haldi samviskufanga, hugtak sem mun reyndar ekki hafa verið notað fyrr en í þessari grein og nær yfir fólk sem situr í fangelsum vegna uppruna eða skoðana. Herferðin sem Benenson hvatti til árið 1961 átti að standa í eitt ár en stendur enn.

Fastir pennar

Mannhelgisgæslan

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Auðlindir samfélagsins er ýmsar: fiskurinn sem sumir telja sig eiga óveiddan; orkan sem við lærum vonandi einhvern tímann að hagnýta okkur á sjálfbæran og arðbæran og frábæran hátt; tign fjallanna svo óumræðileg; öll þekkingin; listin sem gefur okkur ný augu þegar hún tekst og getur verið svo spaugileg og skemmtileg þegar hún tekst ekki; hjálpsemin og náungakærleikurinn; hugvitið, verksvitið, mannvitið – og – síðast en ekki síst – rétturinn til að láta skoðanir sínar í ljós, hversu andstæðar sem þær kunna að vera þeim sem með völdin fara hverju sinni.

Fastir pennar

Mesta ógnin við börn á Íslandi

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Sagt er að staða barna sé góður mælikvarði á gæði og þroska samfélags, og má til sanns vegar færa. Meðal annars þess vegna ber að fagna því þegar teknar eru saman og birtar upplýsingar sem gefa mynd af stöðu barna.

Fastir pennar

Varnir gegn gerræði

Þorvaldur Gylfason skrifar

Árin fram að hruni einkenndust af auknu gerræði af hálfu helztu handhafa framkvæmdarvaldsins. Gerræðið komst í hámæli, þegar þeir vinirnir leiddu Ísland út í stríð í Írak án þess að spyrja kóng eða prest; þeir voru kóngurinn og presturinn.

Fastir pennar

Hvað er íslenzki sjávarklasinn?

Ólafur Stephensen skrifar

Kortlagning íslenzka sjávarklasans, sem kynnt var í fyrradag, er þarft verkefni og líklegt til að bæði breyta og skerpa sýn okkar á sjávartengda atvinnustarfsemi á Íslandi. Yfirlýst markmið verkefnisins, sem Háskóli Íslands og ýmis fyrirtæki standa að, er að „kortleggja alla starfsemi í sjávarklasanum, efla vitund, áhuga og samstarf og móta stefnu um sjávarklasann á Íslandi“.

Fastir pennar

Askan og öryggið

Ólafur Stephensen skrifar

Gosið í Grímsvötnum er nú í rénun og vonandi að það hafi úr þessu lítil áhrif á flugumferð í Evrópu. Truflun á flugumferð í gær var mun minni en þegar gaus í Eyjafjallajökli í fyrra

Fastir pennar

Leikur að Viagra

Sigga Dögg skrifar

Ég er með smá öfugsnúið vandamál. Ég og kærastan mín erum frekar dugleg í rúminu og prófum eitthvað nýtt reglulega. Þannig hefur það verið alveg frá því að við kynntumst og við lærum eitthvað nýtt um hvort annað reglulega.

Fastir pennar

Vondar fréttir, samstillt viðbrögð

Eldgosið í Grímsvötnum minnir okkur enn og aftur á að við búum í landi þar sem náttúruöflin eru óútreiknanleg og geta hvenær sem er gripið harkalega inn í okkar daglega líf. Náttúran sýnir mátt sinn og megin og manneskjurnar verða um leið ósköp smáar frammi fyrir þeim ógnarkrafti sem í henni býr.

Fastir pennar

Vinátta

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Eitt af því dýrmætasta í lífinu er traust og varanleg vinátta.

Fastir pennar

Unnið fyrir opnum tjöldum

Ólafur Stephensen skrifar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, svo og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, hafa gert alvarlegar athugasemdir við frummatsskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnúka í Bláfjöllum.

Fastir pennar

Draumurinn um „eitthvað annað“

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fjármálaráðherra skrifaði grein í vikunni sem var málefnaleg tilraun til að sýna fram á að Ísland væri að rísa á ný. Síðast þegar ráðherrann reyndi þetta með yfirlýsingu á Alþingi um nýtt hagvaxtarskeið barði Hagstofan hann niður strax daginn eftir meðhttp://edit.visir.is/apps/pbcsedit.dll/red# tölum um samdrátt í stað hagvaxtar.

Fastir pennar

Hverjir eru bestir?

Amerískur spéfugl sneri eitt sinn út úr þekktu máltæki og sagði að þótt hægt væri að leiða mann að háskóla væri ekki hægt að láta hann hugsa.

Fastir pennar

Fara markmiðin saman?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði í gær frá nýrri mælingu svissneska viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni ríkja. Ísland sígur um eitt sæti á listanum, niður í það 31. en var árið 2006 í fjórða sætinu. Flest lönd sem við viljum bera okkur saman við eru miklu ofar á listanum.

Fastir pennar

Allir eru jafnir fyrir lögum

Þorvaldur Gylfason skrifar

Stjórnlagaráð leggur í hverri viku fram tillögur að texta nýrrar stjórnarskrár. Textinn birtist í áfangaskjali á vefsetri ráðsins (stjornlagarad.is). Þar getur hver sem er kynnt sér textann og gert tillögur um breytingar á honum. Hugsunin á bak við þetta fyrirkomulag er að þjóðin sjálf setur sér nýja stjórnarskrá, þótt stjórnlagaráðið hafi verið kosið og síðan skipað til að sitja við lyklaborðin. Það er hugur í ráðinu, ríkur samhugur. Þess má vænta, að lokagerð textans muni, þegar allir hnútar hafa verið hnýttir, geyma ýmis nýmæli og horfa til framfara svo sem þjóðfundurinn í október 2010 kallaði eftir og stjórnlagaráðinu ber samkvæmt lögum að taka mið af. Hrunið land þarf hreint borð.

Fastir pennar

Áfram frjáls för

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Frjáls för fólks á milli ríkja Evrópu er einn mikilvægasti ávinningur Evrópusamstarfsins. Hægt er að ferðast frá Bjargtöngum í vestri til Narvi í Eistlandi í austri án þess að standa í biðröð eftir vegabréfaskoðun. Svíinn, sem afgreiðir í búð í Kaupmannahöfn og talar við íslenzka viðskiptavini með skánskum hreim, sá ekki einu sinni landamæravörð við skiltið „Danmark" við Eyrarsundsbrúna þegar hann ók í vinnuna. Víða um Evrópu eru landamærin ekki annað en strik á korti.

Fastir pennar

Leitin að egginu!

Sigga Dögg kynlífsfræðingur skrifar

Umræða um kynlífstækjanotkun hefur einskorðast við konur og kannski má það rekja til spennings okkar yfir heimakynningum á titrandi gersemum. Eða því hversu ábyrgðarfullar við erum í að tryggja okkar eigin fullnægingu. Hvað sem því líður sýnir nýleg rannsókn að meirihluti samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna eigi einnig myndarlegan dótakassa. Tækin einskorðast því ekki við konur þó að umræðan eigi það til að gera það.

Fastir pennar

Grautað í pottum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Efni frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni liggur nú loksins fyrir, þótt enn hafi frumvarpið ekki verið lagt formlega fram á Alþingi. Óhætt er að fullyrða að frumvarpið staðfesti þær áhyggjur sem margir höfðu fyrirfram af því að þar væri hreint glapræði á ferðinni.

Fastir pennar

Tími breytinga

Ólafur Stephensen skrifar

Tölur, sem voru kynntar á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs á föstudag, sýna að þrátt fyrir að sett hafi verið lög um jafnari hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja fjölgar konum í stjórnum mjög hægt. Hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna í 300 stærstu fyrirtækjum landsins er um 19 prósent, en hlutur annars kynsins má ekki vera lakari en 40% samkvæmt löggjöfinni.

Fastir pennar

Hætta að karpa...

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ég fór að skoða Hörpu. Falleg er hún að utan og glerhjúpurinn á eftir að verða ævintýralegur í síkvikri reykvískri birtunni. Við erum núna fullvissuð um að stuðlabergsformin fyrir utan séu alls alls alls ekki stuðlaberg heldur bara stærðfræði – gullinsniðsstúdía – bara tölur, ekkert annað – og þar að auki sé stuðlabergið ekkert séríslenskt og auk þess ekkert sérstakt…

Fastir pennar