Askan og öryggið Ólafur Stephensen skrifar 25. maí 2011 06:00 Gosið í Grímsvötnum er nú í rénun og vonandi að það hafi úr þessu lítil áhrif á flugumferð í Evrópu. Truflun á flugumferð í gær var mun minni en þegar gaus í Eyjafjallajökli í fyrra; aðeins um 500 flugferðum af um 30.000 á svæði evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol var aflýst. Í fyrra var tugum þúsunda flugferða aflýst og áhrifin á rekstur einstakra flugfélaga og raunar heilu hagkerfin voru umtalsverð. Þær deilur, sem fram hafa farið bæði hér heima og í nágrannaríkjunum um réttmæti þess að loka loftrými vegna ösku frá eldfjallinu eru athyglisverðar. Í Fréttablaðinu í gær gagnrýndi Jónas Elíasson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að flugbannið á Íslandi væri alltof víðtækt og sagði um of byggt á spám öskumiðstöðvarinnar VAAC í Bretlandi, í stað þess að gera raunverulegar mælingar hér á landi. Fleiri, bæði vísinda- og leikmenn, hafa tekið undir þessa gagnrýni. Á móti bendir Isavia, sem rekur flugvellina, á að spá VAAC byggi að hluta til á gögnum, sem safnað sé hér á landi og hættulegt sé að treysta um of á staðbundnar mælingar. Á Bretlandseyjum var deilt hart á ákvarðanir flugmálayfirvalda um að loka flugvöllum. Sérstaklega var gagnrýnin frá lággjaldaflugfélaginu Ryanair harkaleg, en félagið sendi vél án farþega í loftið til að kanna hvort aska hefði einhver áhrif á hana. Svo reyndist ekki vera, en deilt er um hvort hún hafi í raun flogið um þau svæði, þar sem talið var að askan væri þéttust. Fyrir liggur að flugmálayfirvöld og flugfélög í Evrópu hafa lært mikið af Eyjafjallajökulsgosinu í fyrra, hvað varðar skilyrði fyrir því að loka loftrými fyrir umferð, raunveruleg áhrif ösku á hreyfla og skrokk flugvéla og síðast en ekki sízt hvernig leyst er úr vanda farþega. Þó er margt órannsakað og ýmsar þær aðgerðir, sem ákveðið var að grípa til í framhaldi af gosinu í Eyjafjallajökli, voru ekki komnar til framkvæmda og reynir því ekki á þær að þessu sinni. Þó er óhætt að fullyrða að lokanir nú hafa ekki verið eins víðtækar og þær hefðu verið ef reynslan af gosinu í fyrra hefði ekki komið til. Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, hafa þrýst á að Evrópusambandið hraði áformum sínum um samræmda flugumferðarstjórn í Evrópu til að koma í veg fyrir misvísandi ákvarðanir um opnun og lokun loftrýmis og flugleiða, sem juku enn á ringulreiðina í gosinu í fyrra. Aukið alþjóðlegt samstarf er klárlega nauðsynlegt til að hægt sé að bregðast við eldgosum með sem skilvirkustum hætti. Gagnrýnina á of hörð viðbrögð flugmálayfirvalda, bæði hér og erlendis, ber að taka alvarlega. Tvö stór eldgos með stuttu millibili sýna að full þörf er á nákvæmari mælingum, sem auðvelda yfirvöldum að ákveða viðbrögðin. Sömuleiðis er þörf á víðtækari rannsóknum á áhrifum öskunnar á flugvélar. Hins vegar er full ástæða til að fara varlega. Reiðir strandaglópar kunna að taka í hjarta sínu undir gagnrýni forstjóra Ryanair, þegar hann formælir flugmálayfirvöldum – en hvaða yfirvöld vildu bera ábyrgð á að hafa heimilað flug, sem endaði með stórslysi? Mannslífin eiga að sjálfsögðu að njóta vafans, eins og er hin almenna regla í flugöryggismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun
Gosið í Grímsvötnum er nú í rénun og vonandi að það hafi úr þessu lítil áhrif á flugumferð í Evrópu. Truflun á flugumferð í gær var mun minni en þegar gaus í Eyjafjallajökli í fyrra; aðeins um 500 flugferðum af um 30.000 á svæði evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol var aflýst. Í fyrra var tugum þúsunda flugferða aflýst og áhrifin á rekstur einstakra flugfélaga og raunar heilu hagkerfin voru umtalsverð. Þær deilur, sem fram hafa farið bæði hér heima og í nágrannaríkjunum um réttmæti þess að loka loftrými vegna ösku frá eldfjallinu eru athyglisverðar. Í Fréttablaðinu í gær gagnrýndi Jónas Elíasson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að flugbannið á Íslandi væri alltof víðtækt og sagði um of byggt á spám öskumiðstöðvarinnar VAAC í Bretlandi, í stað þess að gera raunverulegar mælingar hér á landi. Fleiri, bæði vísinda- og leikmenn, hafa tekið undir þessa gagnrýni. Á móti bendir Isavia, sem rekur flugvellina, á að spá VAAC byggi að hluta til á gögnum, sem safnað sé hér á landi og hættulegt sé að treysta um of á staðbundnar mælingar. Á Bretlandseyjum var deilt hart á ákvarðanir flugmálayfirvalda um að loka flugvöllum. Sérstaklega var gagnrýnin frá lággjaldaflugfélaginu Ryanair harkaleg, en félagið sendi vél án farþega í loftið til að kanna hvort aska hefði einhver áhrif á hana. Svo reyndist ekki vera, en deilt er um hvort hún hafi í raun flogið um þau svæði, þar sem talið var að askan væri þéttust. Fyrir liggur að flugmálayfirvöld og flugfélög í Evrópu hafa lært mikið af Eyjafjallajökulsgosinu í fyrra, hvað varðar skilyrði fyrir því að loka loftrými fyrir umferð, raunveruleg áhrif ösku á hreyfla og skrokk flugvéla og síðast en ekki sízt hvernig leyst er úr vanda farþega. Þó er margt órannsakað og ýmsar þær aðgerðir, sem ákveðið var að grípa til í framhaldi af gosinu í Eyjafjallajökli, voru ekki komnar til framkvæmda og reynir því ekki á þær að þessu sinni. Þó er óhætt að fullyrða að lokanir nú hafa ekki verið eins víðtækar og þær hefðu verið ef reynslan af gosinu í fyrra hefði ekki komið til. Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, hafa þrýst á að Evrópusambandið hraði áformum sínum um samræmda flugumferðarstjórn í Evrópu til að koma í veg fyrir misvísandi ákvarðanir um opnun og lokun loftrýmis og flugleiða, sem juku enn á ringulreiðina í gosinu í fyrra. Aukið alþjóðlegt samstarf er klárlega nauðsynlegt til að hægt sé að bregðast við eldgosum með sem skilvirkustum hætti. Gagnrýnina á of hörð viðbrögð flugmálayfirvalda, bæði hér og erlendis, ber að taka alvarlega. Tvö stór eldgos með stuttu millibili sýna að full þörf er á nákvæmari mælingum, sem auðvelda yfirvöldum að ákveða viðbrögðin. Sömuleiðis er þörf á víðtækari rannsóknum á áhrifum öskunnar á flugvélar. Hins vegar er full ástæða til að fara varlega. Reiðir strandaglópar kunna að taka í hjarta sínu undir gagnrýni forstjóra Ryanair, þegar hann formælir flugmálayfirvöldum – en hvaða yfirvöld vildu bera ábyrgð á að hafa heimilað flug, sem endaði með stórslysi? Mannslífin eiga að sjálfsögðu að njóta vafans, eins og er hin almenna regla í flugöryggismálum.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun