Fastir pennar

Forsætisráðherra á að reyna til þrautar

Þorsteinn Pálsson skrifar

Skoðun Alþingis á Icesave-samningnum hefur verið afar mikilvæg. Hún hefur dregið upp skýrari mynd en fyrir var um þrjú atriði. Eitt þeirra auðveldar framgang málsins en önnur gera það snúnara.

Fastir pennar

Við björgum okkur sjálf

Jón Sigurðsson skrifar

Það voru mikilvæg söguleg tímamót þegar Alþingi samþykkti að fela ríkisstjórninni að leita eftir fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu. En hér er þó aðeins um áfanga að ræða og úrslit málsins enn alveg óráðin.

Fastir pennar

Lánin og Icesave

Jón Kaldal skrifar

Frumvarpið um ríkisábyrgð á Icesave-samningunum virðist ætla að verða stærri biti en ríkisstjórnin ræður við að gleypa.

Fastir pennar

Sorglegur viðskilnaður

Jón Kaldal skrifar

Lýsingar lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu á starfsumhverfi sínu eru ekki gæfulegar. Lögregluliðið er of fámennt, tækjakosturinn ófullnægjandi og álagið er fyrir vikið að sliga mannskapinn.

Fastir pennar

Sjálfbært Ísland

Þorkell Sigurlaugsson skrifar

Þrátt fyrir góða menntun og að maðurinn telji sig fullkomnustu lífveru á jörðinni þá tekst okkur illa að þróa sjálfbæra lifnaðarhætti. Okkur tókst að brjóta niður fjárhagskerfi heimsins árið 2008 og sérstaklega vorum við Íslendingar duglegir við þá iðju enda tókum við rösklega til hendinni.

Fastir pennar

Nýtt skref á gömlum grunni

Þorsteinn Pálsson skrifar

Umræðurnar um Evrópusambandsaðildina voru merkilegar fyrir þá sök að lítið fór fyrir efnislegum röksemdafærslum með og á móti aðild. Þær snerust mest um hverjir ættu að taka ákvörðunina, hvenær og með hvaða hætti. Allt nauðsynleg og gild umræðuefni. Kjarna málsins hefði þó mátt gefa meiri gaum.

Fastir pennar

Ný hugsuní forystu

Efnahagskrísan er birtingarmynd annars mun alvarlegri vanda, skorts á öflugum leiðtogum með heilbrigt gildismat og framtíðarsýn.

Fastir pennar

Fortíðin og framtíðin

Það er athyglisvert að velta fyrir sér viðbrögðum þriggja hagsmunasamtaka við þeirri ákvörðun að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu. Bændasamtökin og Landssamband íslenskra útvegsmanna harma þessa niðurstöðu Alþingis á sama tíma og Alþýðusambandið fagnar henni eindregið.

Fastir pennar

Enginn tími fyrir biðleiki

Ýmsir þeir sömu og hafa kvartað hæst yfir aðgerðaleysi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur kvarta nú sáran yfir því að hún gangi of hratt til verks. Á það síðarnefnda bæði við um ríkisábyrgðina á Icesave-samningnum og aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Margt bendir til að afgreiðslu beggja mála ljúki innan viku á forsendum ríkisstjórnarinnar. Það er eindregið fagnaðarefni ef ríkisstjórnin kemur þessum tveimur stóru málum í höfn. Með þeirri niðurstöðu væri hún að senda skýr merki um að hún hafi þann innri styrk sem þarf til að stýra landinu. Umfram allt væri þetta þó merki um að veruleg hreyfing er fram undan við löngu tímabært uppbyggingarstarf á fjármálakerfinu.

Fastir pennar

Áfangi án samstöðu

Þorsteinn Pálsson skrifar

Nefndarálit stjórnarflokkanna í utanríkisnefnd um Evrópusambandsaðildina er áfangi á langri leið. Að sama skapi eru vonbrigði að ekki skuli hafa tekist breiðari samstaða um svo veigamikið mál. Það felur í sér áform um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu og lausn á framtíðarstefnu í peningamálum og snýst þar af leiðandi um kjarnann í íslenskri pólitík.

Fastir pennar

Skoðanaskrif í Fréttablaðinu

Jón Kaldal skrifar

Einn hornsteina ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins er að Fréttablaðið hefur ekki skoðun. Hefur það verið yfirlýst stefna blaðsins allt frá stofnun vorið 2001.

Fastir pennar

Stór biti í háls fyrir þjóðina

Þorsteinn Pálsson skrifar

Icesave-þrautirnar hvíla á þjóðinni. Ábyrgðin situr hins vegar á herðum þeirra sem sátu í bankastjórn og bankaráði gamla Landsbankans. Merkilegt er að opinber rannsókn skuli ekki enn hafa leitt í ljós hvort athafnir þeirra og eftir atvikum athafnaleysi varði við lög.

Fastir pennar

Hvíta bókin

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fólkið í landinu þarf að velta því fyrir sér, hvers vegna ekki bólar enn á því, níu mánuðum eftir hrun, að ábyrgðarmenn hrunsins séu látnir svara til saka. Þeir hafa nú haft níu mánuði í boði yfirvalda til að koma gögnum og eignum undan. Fáeinir menn hafa verið kvaddir til skýrslutöku, það er allt og sumt. Bandaríkjamaðurinn Bernard Madoff, sem játaði sök fyrir sex mánuðum og reyndist hafa hlunnfarið viðskiptavini sína um sömu fjárhæð og íslenzku bankarnir, eða rösklega 60 milljarða Bandaríkjadala, hefur nú fengið 150 ára fangelsisdóm. Rannsóknin hér heima virðist vera í skötulíki og ýtir ásamt ýmsu öðru undir áleitnar grunsemdir um, að yfirvöldin standi í reyndinni að einhverju leyti með meintum sakamönnum gegn fólkinu í landinu. Tökum tvö dæmi.

Fastir pennar

Ábyrgðin á Icesave

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skynjar ákveðna örvæntingu í greinargerðinni sem fylgir Icesave-frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í viðtali Bjarna við fréttastofu Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld.

Fastir pennar

Að éta útsæðið

Óli Kristján Ármannson skrifar

Hrepparígur og útburður gróusagna um nágrannann hefur lengi viðgengist. Ef til vill er ekki óeðlilegt að meira beri á slíku þegar harðnar á dalnum og fólki verður umhugaðra um þá hluti sem nær standa.

Fastir pennar

Markvissari forgangsröðun

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Við Íslendingar erum fremur óvanir atvinnuleysi og fylgifiskum þess. Þó að atvinnuleysisprósentan hafi hér eitthvað hreyfst upp og niður er það svo að lengst af hefur hér verið vinnu að hafa fyrir alla þá sem geta og vilja vinna. Síðustu ár var atvinnuástandið svo þannig að hér á landi var of lítið vinnuafl miðað við þá atvinnu sem var í boði.

Fastir pennar

Ágætur sáttmáli svo langt sem hann nær

Þorsteinn Pálsson skrifar

Um stöðugleikasáttmálann má segja að hann sé ágætur svo langt sem hann nær. Hann var betur gerður en ógerður. Að því leyti sem hann felur í sér nýmæli er fagnaðarefni að um þau skuli ríkja breið samstaða.

Fastir pennar

Dýrmæt skilaboð

Jón Kaldal skrifar

Undirskrift stöðugleikasáttmálans í gær er dýrmætur sigur fyrir alla sem að honum koma. Fyrir ríkis­stjórnina var þessi áfangi mikilvæg staðfesting á einbeittum vilja hennar til að ná breiðri samstöðu um áætlun við endurreisn efnahagslífsins. Það tókst og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði því ríka ástæðu til að brosa breitt í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þessi stund var ekki síst persónulegur sigur fyrir hana.

Fastir pennar

Löglegt? Siðlegt?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson prófessor hafa í nokkrum greinum í Morgunblaðinu fært rök að því, að Íslendingum beri ekki lagaskylda til að axla IceSave-ábyrgðirnar og að Alþingi eigi því að hafna samningi fjármálaráðherra við Breta og Hollendinga um greiðslur vegna ábyrgðanna. Þeir Lárus og Stefán Már hafa lýst eftir rökstuðningi fyrir því, að íslenzka ríkinu beri að lögum að efla Tryggingasjóð innlána umfram lögbundið lágmark og greiða ábyrgðirnar, en þau rök hafa ekki komið fram, segja þeir, hvorki innan þings né utan. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari og Sigurður Líndal prófessor hafa líkt og Lárus og Stefán Már lýst þeirri skoðun í fjölmiðlum, að rétt væri að vísa málinu til dómstóla.

Fastir pennar

Uppnám í vali nemenda

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Hún er æf, móðirin. Faðirinn tekur þessu létt. Krakkinn er í losti. Það er búið að berja á allar dyr og svörin eru blandin. Alla vega kemst krakkinn ekki í Versló og heldur ekki í MR eða Kvennó. Ármúlinn blasir við.

Fastir pennar

Valkosturinn við alþjóðasamstarf

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Gerðar hafa verið lærðar úttektir á mismuninum á stöðu Íslands og Nýfundnalands. Nokkru eftir seinna stríð varð ofan á hjá nágrönnum okkar í vestri að ganga til liðs við Kanada, meðan Íslendingar völdu leið sjálfstæðis og sjálfstjórnar.

Fastir pennar

Efnahagslegt heilsuleysi

Jónína Michaelsdóttir. skrifar

Þegar Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima í Grímsnesi, var að alast upp á Brúsastöðum í Þingvallasveit kom farandkennari á veturna, bjó á heimilinu um hríð og kenndi börnunum. Þetta var ung kona, Unnur Vilhjálmsdóttir, afbragðskennari og í miklum metum hjá fjölskyldunni. Þegar Sesselja ákveður að stofna heimili fyrir munaðarlaus börn og koma þeim til manns, fer hún utan til að afla sér þekkingar og reynslu og biður föður sinn að fylgjast með ef gott jarðnæði losnar í nágrenni Reykjavíkur meðan hún er erlendis, því hún ætlar að stunda búskap. Hún skrifar gamla kennaranum sínum um hagi sína og framtíðaráform, og Unnur svarar um hæl, samgleðst henni og hvetur til dáða. „Lærðu það sem veitir þér atvinnu og peninga, svo að þú þurfir ekki að vera upp á aðra komin, svo þú getir verið sjálfstæður borgari, hvort heldur er karl eða kona." Þetta var árið 1927.

Fastir pennar

Að fleyta rjómann

Langt er síðan hætt var að flokka nemendur eftir getu í grunnskólum landsins. Hraðferð og hægfærð í nútímaskólastarfi á ekkert skylt við tossabekki fyrri ára.

Fastir pennar

Pólitísk lausung er veikleikamerki

Þorsteinn Pálsson skrifar

Flestir eru á einu máli um að endurreisn efnahagslífsins er möguleg. Hitt er er alveg sjálfstæð spurning hvort þannig verði haldið á málum að það takist. Fram hjá því verður ekki horft að ýmis veikleikamerki blasa við.

Fastir pennar

Pólitísk lausung er veikleikamerki

Þorsteinn Pálsson skrifar

Flestir eru á einu máli um að endurreisn efnahagslífsins er möguleg. Hitt er alveg sjálfstæð spurning hvort þannig verði haldið á málum að það takist. Fram hjá því verður ekki horft að ýmis veikleikamerki blasa við.

Fastir pennar

Hverjir mega segja hvað?

Jón Kaldal skrifar

Tilveran getur verið undarlega öfugsnúin og mótsagnakennd. Meðal þess sem fyrst var gagnrýnt eftir hrunið í haust var frammistaða fjölmiðla landsins á góðæristímanum. Fjölmiðlarnir þóttu ekki hafa staðið vaktina nægilega vel. Þeir voru sagðir hafa verið of gagnrýnislausir, ef ekki beinlínis meðvirkir með viðskiptalífinu. Þeir áttu að hafa forðast að ræða tiltekin mál og farið silkihönskum um valda einstaklinga.

Fastir pennar

Íran/Ísland

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Hálfa leið um hnöttinn reis fólk úr rekkju í morgun eftir órólega nótt. Gærdaginn var mótmælt á götum. Lögregla hefur farið um götur og hús, leitað nafntogaða menn uppi og fangelsað með hörkulegum hætti: blaðamenn, sem reynst hafa iðnir síðustu viku að greina frá massífum mótmælum, eru horfnir bak við lás og slá. Skeinuhættum stjórnvöldum hefur tekist að koma helstu gagnrýnendum sínum í bann. Útvarpssendingar frá erlendum stöðvum eru djammaðar, vefsetrum lokað, SMS-sendingar læstar, fjölmiðlar lúta valdi stjórnvalda. Klerkaveldið nötrar og sjálfskipuð stjórn sem situr eftir spilltar kosningar situr magnþrota með ónýtt umboð. Um göturnar fer ungt fólk og konur eru í framlínunni. Næstu dagar verða örlagaríkir: munu mótmæli almennings hrinda valdhöfum sem eru kennistéttunum þóknanlegar, lýtur valdastéttin í lægra haldi fyrir „skrílnum"?

Fastir pennar

Fjórar bækur um hrun

Þorvaldur Gylfason skrifar

Íslenzkir kvikmyndagerðarmenn munu vonandi búa til góðar bíómyndir um hrunið líkt og ítalskir kvikmyndamenn hafa gert mynd eftir mynd um spillinguna á Ítalíu. Sumt fólk kýs að horfa heldur á bíómyndir og fara í leikhús en lesa blöð og bækur. Bíó, bækur, háskólar og leikhús eiga að hjálpast að við að upplýsa almenning um ástandið í samfélaginu. Pólitískt leikhús er varla til á Íslandi, ekki enn. Nýleg undantekning er sýningin Þú ert hér eftir Mindgroup í Borgarleikhúsinu. Þar var fjallað um hrunið. Eitt fyndnasta og áhrifamesta atriði sýningarinnar var löng og mærðarmikil lofræða manns í blindfullum embættisskrúða um Ísland og Íslendinga, á meðan tveir aðrir hámuðu í sig pylsur hinum megin á sviðinu, ca þúsund pylsur. Ræðan var höfð orðrétt eftir biskupi og forseta Íslands.

Fastir pennar

Misskilningurinn um Evu Joly

Jón Kaldal skrifar

Meinlegur misskilningur virðist vera útbreiddur um hlutverk Evu Joly hér á landi. Svo virðist sem margir haldi að Joly hafi beina aðkomu að rannsókn bankahrunsins, sé jafnvel í því starfi með sérstökum saksóknara, Ólafi Þór Haukssyni. Gildir þetta bæði um aðdáendur Joly, og ýmsa af hinum sem eru minna hrifnir af henni. Hið rétta er að sú norsk-franska er „sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins“, eins og stóð í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins þegar hún var ráðin.

Fastir pennar