Fótbolti

Hafi ekki séð styrk­­leika sína nægi­­lega vel

Eftir löng sam­töl er ís­­lenski lands­liðs­­maðurinn í fót­­bolta, Andri Lucas Guð­john­­sen loksins orðinn leik­­maður Lyng­by að fullu. Hann segir vanga­veltur um fram­­tíð sína ekki hafa truflað sig innan vallar og þá horfir hann björtum augum fram á komandi tíma hjá Lyng­by sem stendur í ströngu um þessar mundir í efstu deild Dan­­merkur. Hann kveður því sænska fé­lagið IFK Norr­köping að fullu og finnst sínir styrk­leikar ekki hafa fengið að skína í gegn þar.

Fótbolti

„Þurfum á öllum að halda fyrir loka á­hlaup í deildinni“

„Fyrst af öllu vil ég hrósa Atalanta. Við vorum slakir í síðustu viku og þeir spiluðu vel. Atalanta átti skilið að fara áfram því við gerðum hlutina alltof erfiða fyrir okkur,“ sagði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Fótbolti

Róm­verjar svífa um á bleiku skýi De Rossi

Daniele de Rossi hélt upp á nýjan samning sinn við Roma með því að leggja AC Milan að velli 2-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vann Roma einvígið samtals 3-1. Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti

Le­verku­sen neitar að tapa

Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0.

Fótbolti

N­evil­le orð­laus: „Var þetta gert opin­bert á sínum tíma?“

Bastian Schwein­steiger, fyrr­verandi leik­manni Manchester Unti­ed, var meinaður að­gangur að búnings­klefa aðal­liðsins á æfingar­svæði fé­lagsins eftir að Portúgalinn José Mourin­ho tók við stjórnar­taumunum hjá fé­laginu. Schwein­steiger sagði sögu sína í við­tali hjá Gary N­evil­le, fyrr­verandi leik­manni og fyrir­liða Manchester United, sem var auð­sjáan­lega mjög hissa á þeirri sögu sem Schwein­steiger hafði að segja.

Enski boltinn

Læknar sögðu Arnór heppinn að ekki skyldi hafa farið verr

Arnór Sigurðs­son, leik­maður Black­burn Rovers, viður­kennir að undan­farnar vikur hafi verið mjög erfiðar fyrir sig. Skaga­maðurinn var heppinn að ekki skyldi hafa farið verr er hann lenti í fólsku­legri tæk­lingu í mikil­vægum leik Ís­lands og Ísrael á dögunum. Tæk­ling sem sér til þess að hann spilar ekki meira á tíma­bilinu.

Fótbolti

„Þetta er töfrum líkast“

Jude Bellingham er kominn í undanúrslit Meistaradeildarinnar á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. Hann gæti mætt gömlu félögum sínum í Dortmund í úrslitum en fyrst þarf Real Madrid að komast í gegnum Bayern Munchen í undanúrslitum.

Fótbolti

„Ég get ekki fundið réttu orðin“

Mikel Arteta sagðist eiga erfitt með að finna orðin til að hressa leikmenn sína við eftir tapið gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í kvöld. Hann segir Arsenal hafa gefið Bayern tvö mörk í fyrri leiknum.

Fótbolti