Vikan varð enn verri fyrir Barcelona: Refsað fyrir nasistakveðjur og fordóma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 06:35 Stuðningsmenn Barcelona urðu sér og félaginu sínu til skammar í París. Getty/DAX Images Barcelona féll út úr Meistaradeildinni í fótbolta á miðvikudagskvöldið og í gær var félagið sektað af Knattspyrnusambandi Evrópu. Stuðningsmenn Börsunga voru dæmdir fyrir það að nota nasistakveðjur og sýna kynþáttafordóma á fyrri leiknum á móti Paris Saint-Germain í síðustu viku. Sá leikur fór fram í París og endaði með sigri Katalóníuliðsins. Barcelona fékk 25 þúsund evru sekt sem er um 3,8 milljónir íslenskra króna. Það var kannski ekki við bætandi í slæmu rekstrarumhverfi Barcelona liðsins sem glímir við mikla fjárhagaerfiðleika. Barcelona have been fined for racist behaviour and other actions by their fans in their #UCL quarter-final first leg at Paris St-Germain.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 18, 2024 UEFA setti líka Barcelona í skilorðsbundið miðabann á næsta tímabili. Barcelona gæti misst réttinn á því að selja stuðningsmönnum sínum miða á útileik í Meistaradeildinni tímabilið 2024-25. Barcelona þurfti einnig að borga PSG sjö þúsund evrur vegna skemmda sem stuðningsmenn Börsunga ollu á sætum sínum á Parc des Princes leikvanginum. Barcelona vann fyrri leikinn 3-2 í París og komst í 1-0 í seinni leiknum. Liðið missti síðan mann af velli með rautt spjald og tapaði leiknum 4-1. Alþjóða knattspyrnusambandið heldur aðalfund sinni í Bangkok í Tælandi í næsta mánuði og þar á kynna nýja herferð gegn kynþáttafordómum í fótbolta. Barcelona have been fined 32,000 following the behaviour of their supporters at the Parc des Princes: Smoke bombs and fireworks [ 2,000 fine] Degradations [ 5,000] Racist incidents in the parking lot [ 25,000](Source: @RMCsport) pic.twitter.com/7Q0KEusCKy— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) April 18, 2024 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Stuðningsmenn Börsunga voru dæmdir fyrir það að nota nasistakveðjur og sýna kynþáttafordóma á fyrri leiknum á móti Paris Saint-Germain í síðustu viku. Sá leikur fór fram í París og endaði með sigri Katalóníuliðsins. Barcelona fékk 25 þúsund evru sekt sem er um 3,8 milljónir íslenskra króna. Það var kannski ekki við bætandi í slæmu rekstrarumhverfi Barcelona liðsins sem glímir við mikla fjárhagaerfiðleika. Barcelona have been fined for racist behaviour and other actions by their fans in their #UCL quarter-final first leg at Paris St-Germain.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 18, 2024 UEFA setti líka Barcelona í skilorðsbundið miðabann á næsta tímabili. Barcelona gæti misst réttinn á því að selja stuðningsmönnum sínum miða á útileik í Meistaradeildinni tímabilið 2024-25. Barcelona þurfti einnig að borga PSG sjö þúsund evrur vegna skemmda sem stuðningsmenn Börsunga ollu á sætum sínum á Parc des Princes leikvanginum. Barcelona vann fyrri leikinn 3-2 í París og komst í 1-0 í seinni leiknum. Liðið missti síðan mann af velli með rautt spjald og tapaði leiknum 4-1. Alþjóða knattspyrnusambandið heldur aðalfund sinni í Bangkok í Tælandi í næsta mánuði og þar á kynna nýja herferð gegn kynþáttafordómum í fótbolta. Barcelona have been fined 32,000 following the behaviour of their supporters at the Parc des Princes: Smoke bombs and fireworks [ 2,000 fine] Degradations [ 5,000] Racist incidents in the parking lot [ 25,000](Source: @RMCsport) pic.twitter.com/7Q0KEusCKy— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) April 18, 2024
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira