Fótbolti

Laugar­dals­völlur eini mögu­leiki Blika hér á landi

Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina?

Fótbolti

„Settum tóninn strax í upphafi leiks“

Amanda Jacobsen Andradóttir lék á als oddi í framlínu Vals þegar liðið skellti Þór/KA með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Samherjar Amöndu nutu góðs af spilamennsku hennar en hún lagði upp fjögur marka Valsliðsins eftir að hafa brotið ísinn með fyrsta marki leiksins. 

Fótbolti

Fyrir­liði Breiða­bliks eftir af­rek kvöldsins: „Hug­rekki, trú og barna­háttur hefur skilað okkur hingað“

„Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 3-2 | Stjörnukonur sýndu fagmennsku í sigri

Annað af heitustu liðum deildarinnar, Stjarnan, hélt góðu gengi sínu áfram í fyrstu umferð umspils hluta Bestu deildar kvenna í kvöld þegar liðið lagði FH 3-2 á heimavelli. Stjarnan var hárbeitt fram á við ásamt því að sýna afar þéttan og góðan varnarleik til að sigla sigrinum heim og halda pressunni annað sæti deildarinnar. FH náði í sárabótarmörk í lokin en komust ekki nógu langt.

Íslenski boltinn

Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiða­bliks: „Þessi árangur er óður til hug­rekkisins“

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni.

Fótbolti

Gylfi Þór orðinn leik­maður Lyng­by

Gylfi Þór Sigurðs­son er orðinn leik­maður Lyng­by og skrifar hann undir eins árs samning við fé­lagið. Frá þessu greinir Lyng­by í færslu á sam­fé­lags­miðlum. Marka þessi skref Gylfa endur­komu hans í knatt­spyrnu á at­vinnu­manna­stigi.

Fótbolti

Sveinn Aron orðaður við lið í Þýska­landi

Greint er frá því í þýska miðlinum Bild í dag að þýska B-deildar liðsins Hansa Rostock sé með augun á Sveini Aroni Guð­john­sen, fram­herja Elfs­borg sem situr um þessar mundir á toppi sænsku úr­vals­deildarinnar.

Fótbolti