Innlent

Til­kynnt um ung­menni með byssur í 101

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í dag vegna ungmenna með byssur í miðborg eða Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Í dagbók lögreglu segir að komið hafið svo í ljós að um var að ræða krakka í „byssu og bófa leik“. Lögreglan sinnti fjölda annarra verkefna í dag varðandi ýmis mál.

Innlent

Slökktu eld á Austur-Indíafjelaginu

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út klukkan 17.23 í dag vegna bruna á veitingastaðnum Austur-Indíafjelaginu á Hverfisgötu 56 í miðbæ Reykjavíkur. Loka þurfti fyrir umferð á meðan slökkvilið vann á vettvangi. Stuttan tíma tók að slökkva eldinn sem kviknaði í skorsteini í húsinu.

Innlent

Fleiri karlar en konur sóttu um nám í HR

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í Háskólanum í Reykjavík en fyrir haustönn þessa árs. Heildarfjöldi umsókna, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4400 en var um 4200 síðasta vor. Um 53 prósent umsækenda voru karlar. 

Innlent

Fjór­hjóla­slys við Sól­heima­jökul

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 14:20 í dag vegna fjórhjólaslyss við Sólheimajökul. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. 

Innlent

„Vonum að þetta skili jafn góðum árangri á Ís­landi“

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að ríflega þriggja milljarða króna fjármögnun í gegnum fjárfestingaáætlun Evrópusambandsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir nýtt samkomulag við Fjárfestingabanka Evrópu meðal annars nýtast til kynslóðaskipta í landbúnaði og atvinnureksturs kvenna.

Innlent

Hafa ekki lokið af­greiðslu á kæru í þrjú ár

Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir vinnubrögð menningar- og viðskiptaráðuneytisins en kvartað hefur verið yfir miklum töfum á afgreiðslu mála hjá ráðuneytinu. Ráðuneytið braut gegn málshraðareglu stjórnsýslulaga að mati umboðsmanns.

Innlent

Guðni býður á Bessa­staði í hinsta sinn

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi laugardaginn 8. júní í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Forsetahjónin Guðni Th Jóhannesson og Eliz Reid taka á móti gestum auk þess sem áhugasömum býðst að kynnast þjóðhöfðingjasetrinu.

Innlent

Kynna út­tekt á stöðu drengja í mennta­kerfinu

Mennta- og barnamálaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynna viðamikil úttekt á stöðu drengja í menntakerfinu í blaðamannafundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 13:30 og verður sýndur hér á Vísi.

Innlent

Stúkan óviðgerðarhæf og jafn­vel hættu­leg

Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu.

Innlent

Ríkis­stjórnin hafi sjálf skil­yrt stuðning við Úkraínu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina sjálfa hafa fallið á því prófi að styðja Úkraínu. Hún hafi raunar skilyrt stuðning sinn „við það sem henni liði vel með“. Þorbjörg vísar þar til afnám tollfrelsis á úkraínskum landbúnaðarvörum sem hafi strandað á sérhagsmunaaðilum.

Innlent

Genginn úr meiri­hluta­sam­starfi vegna meints trúnaðarbrests

Magnús S. Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ, segir trúnaðarbrest meðal Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hafa valdið því að hann gekk úr meirihlutasamstarfinu. Meirihlutinn klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi.

Innlent

Engir ytri á­verkar sem skýra andlátin

Engir ytri áverkar voru á líkum sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst látið á heimili sínu í Bolungarvík í síðustu viku. Dánarorsök er ekki ljós og nákvæm dánarstund liggur ekki fyrir, en ekkert bendir til þess að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. 

Innlent

Baðaði sig í Reynisfjöru

Barbora Georgsdóttir Fialová, grunnskólakennari, varð vitni að því þegar að maður um þrítugt gerði sér lítið fyrir og tók stuttan sundsprett í Reynisfjöru að kvöldi til þann 22. maí.

Innlent