Genginn úr meirihlutasamstarfi vegna meints trúnaðarbrests Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júní 2024 10:59 Meirihlutasamstarfið tórir enn að því er lesa má úr máli Einars Jóns Pálssonar oddvita. Vísir/Samsett Magnús S. Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ, segir trúnaðarbrest meðal Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hafa valdið því að hann gekk úr meirihlutasamstarfinu. Meirihlutinn klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Eftir fundinn segist Magnús hafa lýst því yfir að hann styddi ekki meirihlutasamstarfið lengur. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn hugðist reisa gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkendur sveitarfélagsins. Ágreiningur var þó um staðsetningu vallarins og hvort hann yrði í Sandgerði eða Garði, þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Á fundi í síðustu viku lagði Magnús, ásamt Antoni Kristni Guðmundssyni fulltrúa Framsóknar, fram tillögu um að völlurinn yrði settur í Sandgerði en samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu hafði lagt til að völlurinn yrði í Garði. Tillaga Magnúsar og Framsóknar var samþykkt en tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti henni. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar, Framsóknar og Magnúsar sjálfs, greiddu með henni atkvæði. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um tillögu Framsóknar og Magnúsar fyrir bæjarráðsfundinn en Magnús segir það ekki rétt. „Fólk býr sér til stöður í málaflokknum og þykist ekkert vita. Það er bara gert til að ná athygli. Þau vissu vel af þessu. Ef fólk kynnir sér betur stjórnsýsluna að þá var oddvitinn hjá okkur Sjálfstæðismönnum búinn að vísa málinu í bæjarráð til afgreiðslu,“ segir hann en vill ekki tjá sig um smáatriði. Honum var vísað úr bæjarráði og Einar settur í hans stað á fundinum. Meirihlutinn var einnig klofinn í þeirri atkvæðagreiðslu. Einar Jón Pálsson, oddviti bæjarráðsins, vildi ekki tjá sig um hvort meirihlutinn haldi samstarfinu gangandi þegar fréttastofa hafði samband við hann. Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Eftir fundinn segist Magnús hafa lýst því yfir að hann styddi ekki meirihlutasamstarfið lengur. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn hugðist reisa gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkendur sveitarfélagsins. Ágreiningur var þó um staðsetningu vallarins og hvort hann yrði í Sandgerði eða Garði, þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Á fundi í síðustu viku lagði Magnús, ásamt Antoni Kristni Guðmundssyni fulltrúa Framsóknar, fram tillögu um að völlurinn yrði settur í Sandgerði en samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu hafði lagt til að völlurinn yrði í Garði. Tillaga Magnúsar og Framsóknar var samþykkt en tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti henni. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar, Framsóknar og Magnúsar sjálfs, greiddu með henni atkvæði. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um tillögu Framsóknar og Magnúsar fyrir bæjarráðsfundinn en Magnús segir það ekki rétt. „Fólk býr sér til stöður í málaflokknum og þykist ekkert vita. Það er bara gert til að ná athygli. Þau vissu vel af þessu. Ef fólk kynnir sér betur stjórnsýsluna að þá var oddvitinn hjá okkur Sjálfstæðismönnum búinn að vísa málinu í bæjarráð til afgreiðslu,“ segir hann en vill ekki tjá sig um smáatriði. Honum var vísað úr bæjarráði og Einar settur í hans stað á fundinum. Meirihlutinn var einnig klofinn í þeirri atkvæðagreiðslu. Einar Jón Pálsson, oddviti bæjarráðsins, vildi ekki tjá sig um hvort meirihlutinn haldi samstarfinu gangandi þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira