Innlent Kallar eftir meiri metnaði í Mjódd: Svæðið illa hirt og lýst og hættulegt gestum Formaður íbúaráðs í Breiðholti, Sara Björg Sigurðardóttir, segir eigendur og rekstraraðila í Mjódd sýna mikið metnaðarleysi gagnvart íbúum Breiðholts og kallar eftir breyttri ásýnd. Hún segir svæðið illa hirt og lýst, rusl ekki tínt og svæðinu ekki sinnt. Afleiðingin sé sú að það sé gestum jafnvel hættulegt að vera þar. Innlent 1.4.2024 08:00 Ökuníðingur tekinn á ofsahraða Rólegt var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í þessa páskanótt sem leið samkvæmt dagbók hennar. Innlent 1.4.2024 07:13 Sólgleraugu vekja undrun á Suðurlandsbraut Stærðarinnar sólgleraugu hafa verið sett upp við skrifstofur Sýnar á Suðurlandsbraut og vekja undrun vegfarenda. Verkefnið er gjörningur af hálfu Vodafone og hluti af markaðsherferð þeirra Sjáðu Rautt. Innlent 1.4.2024 07:00 Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. Innlent 31.3.2024 22:03 Sinueldur við urðunarstaðinn á Álfsnesi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr átta vegna sinuelds við urðunarsvæðið á Álfsnesi. Slökkviliðið náði tökum á eldinum á tíunda tímanum. Innlent 31.3.2024 20:51 Allt að gerast í Vík í Mýrdal Aldrei hefur verið eins mikið byggt af íbúðarhúsnæði í Vík í Mýrdal eins og nú, og þá á að fara að byggja nýjan leikskóla og flytja sveitarstjórnarskrifstofuna í nýtt ráðhús. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi enda á að fara að stækka verslunarmiðstöðina á staðnum og nýjar verslanir eru að fara að opna. Innlent 31.3.2024 20:30 „Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. Innlent 31.3.2024 20:01 „Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. Innlent 31.3.2024 18:55 Ófært víða um land: Bændur að „drukkna í mjólk“ sem hefur ekki verið sótt síðan fyrir helgi Mjólk hefur ekki verið sótt í Engihlíð í Vopnafirði frá því fyrir helgi vegna ófærðar. Bændurnir hafa boðið fólki að sækja mjólk til að þurfa ekki að hella henni. Verði mjólkin ekki sótt á morgun þarf að hella sex daga birgðum sem yrði mikið tjón. Ófært er víða um Austurland og gular viðvaranir um allt norðanvert landið. Innlent 31.3.2024 18:26 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skemmdir hafa komið í ljós í Reykjanesbæ að undanförnu sem urðu vegna heitavatnsleysis í febrúar. Í kvöldfréttatímanum verður rætt við pípara, sem segir þetta útbreytt vandamál. Innlent 31.3.2024 18:00 Hægt að fagna bæði upprisu Jesú og trans fólki á sama tíma Forseti Trans Ísland segir ekkert óvænt við orðræðu Repúblikana í Bandaríkjunum um að forseti landsins, Joe Biden, taki trans fólk fram yfir Jesú með því að mæla með því að almenningur standi með trans fólki á alþjóðlegum sýnileikadegi þeirra, í dag Páskadag. Innlent 31.3.2024 16:52 Telja að eldgosinu sé líklega að ljúka Gervitunglamyndir frá NASA og ESA benda til þess að kvikustreymi í eldgosinu við Sundhnúk hafi dregist saman um allt að helming síðasta sólarhringinn. Mögulega þýðir það að eldgosinu lýkur fljótlega. Það hófst þann 16. mars og hafði því staðið í tvær vikur í gær. Innlent 31.3.2024 15:49 Snjóbylur setur strik í stærstu skíðahelgi ársins Víða er ófært á Norður- og Austurlandi í dag og þurftu stjórnendur Hlíðarfjalls að loka á einni stærstu skíðahelgi ársins þegar snjóbylur skall á. Þá hafa björgunarsveitir þurft að aðstoða mikinn fjölda ferðalanga. Innlent 31.3.2024 15:26 Um 350 nemendur í Tónlistarskóla Akraness Mikill áhugi er á tónlistarnámi á Akranesi því þar eru um 350 nemendur í námi á öllum aldri. Elsti nemandi skólans er tæplega áttræður. Innlent 31.3.2024 14:30 „Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir“ Byggingatæknifræðingur úr Grindavík segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Hann segir tjónaskoðun ófullnægjandi og kallar eftir breytingum. Innlent 31.3.2024 13:59 Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. Innlent 31.3.2024 12:04 Heppin að vera með höfuðverk yfir tveimur auðlindum Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og mögulegur forsetaframbjóðandi segir að næstu árum verið meiri samkeppni um orku sem framleidd er á Íslandi. Mikilvægt sé að sköpuð sé heildarsýn í orkumálum. Ákvarðanataka um framtíðarnýtingu sé erfið því hún hafi áhrif á aðra auðlind, náttúruna. Innlent 31.3.2024 11:58 Hádegisfréttir Bylgjunnar Útlit er fyrir að slokknað sé í syðsta gígnum í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, þó ekki sé útilokað að hraun úr honum renni enn undir yfirborðinu. Ekki hefur dregið úr virkni gossins. Farið verður yfir stöðu mála á Reykjanesi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 31.3.2024 11:42 Slokknað í syðsta og minnsta gígnum en enn mikil virkni Útlit er fyrir að slokknað sé í syðsta gígnum í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina. Það er sá minnsti. Góð og mikil virkni er þó í hinum tveimur gígunum og sérstaklega í öðrum þeirra, sem er stærstur. Innlent 31.3.2024 09:50 Skipulagssaga, slæleg vinnubrögð við tjónamat og risavaxin verkefni í orkumálum Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 31.3.2024 09:45 Fóru tómhentir heim frá bensínstöðinni Lögregla hafði afskipti af manni í miðbæ Reykjavíkur í nótt sem er sagður hafa hrækt á dyraverði. Þegar laganna verðir mættu á staðinn neitaði einstaklingurinn að segja til nafns og lét öllum illum látum, að sögn lögreglu. Sá var vistaður í fangageymslu þar til hann var talinn viðræðuhæfur. Innlent 31.3.2024 07:33 Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. Innlent 30.3.2024 22:52 Handtekinn af sérsveitarmönnum og látinn dúsa átta tíma saklaus í fangaklefa Kona sem sá lögregluna auglýsa eftir bíl hennar hringdi til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið og að kærasti hennar væri á bílnum. Sérsveitarmenn og lögregluþjónar fóru í kjölfarið í vinnu kærastans, handtóku hann og létu hann dúsa í fangaklefa í átta tíma. Parið segist nú á leiðinni í skaðabótamál vegna handtökunnar. Innlent 30.3.2024 21:04 „Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Innlent 30.3.2024 20:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.3.2024 18:01 Stúdent slapp með skrekkinn Tilkynnt var um reyk úr stúdentaíbúð við Eggertsgötu á sjötta tímanum í dag og rauk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu af stað. Betur fór en á horfðist. Innlent 30.3.2024 17:35 Síðasta flugið í bili frá Akureyri til London: Millilandaflugið stórmál fyrir Norðlendinga Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður og flugumferðarstjóri, segir flug Easyjet frá Gatwick í London til Akureyrar í vetur hafa gengið svakalega vel. Sætanýting hafi verið góð. Hann segir það stórmál fyrir Norðlendinga að svo stórt flugfélag fljúgi beint til Akureyrar. Innlent 30.3.2024 16:57 Erlendir skíðamenn í snjóflóði í Eyjafirði Einn er slasaður vegna snjóflóðs sem féll í Eyjafirði í dag. Fjórir lentu í snjóflóðinu en um er að ræða erlenda ferðamenn. Töluverð snjóflóðahætta er á svæðinu. Búið er að kalla til björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Innlent 30.3.2024 16:07 Jón Gnarr boðar fregnir á þriðjudag Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri hyggst loks greina frá því á þriðjudag hvort hann muni gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Innlent 30.3.2024 14:51 Sárir páskaeggjaleitarar ekki farið með rétt mál Bæjarins Beztu Pylsur, sem sér um páskaeggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum gefur lítið fyrir gagnrýni á framkvæmd hennar og segir hana hafa gengið vel. Eggin hafi nær ávallt dugað fram að lokun og rangt að þau hafi eitt sinn verið horfin um hádegisbil. Forstöðukona garðsins segir ungt starfsfólk hafa þurft að þola reiði og skammir að ósekju. Innlent 30.3.2024 14:04 « ‹ 231 232 233 234 235 236 237 238 239 … 334 ›
Kallar eftir meiri metnaði í Mjódd: Svæðið illa hirt og lýst og hættulegt gestum Formaður íbúaráðs í Breiðholti, Sara Björg Sigurðardóttir, segir eigendur og rekstraraðila í Mjódd sýna mikið metnaðarleysi gagnvart íbúum Breiðholts og kallar eftir breyttri ásýnd. Hún segir svæðið illa hirt og lýst, rusl ekki tínt og svæðinu ekki sinnt. Afleiðingin sé sú að það sé gestum jafnvel hættulegt að vera þar. Innlent 1.4.2024 08:00
Ökuníðingur tekinn á ofsahraða Rólegt var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í þessa páskanótt sem leið samkvæmt dagbók hennar. Innlent 1.4.2024 07:13
Sólgleraugu vekja undrun á Suðurlandsbraut Stærðarinnar sólgleraugu hafa verið sett upp við skrifstofur Sýnar á Suðurlandsbraut og vekja undrun vegfarenda. Verkefnið er gjörningur af hálfu Vodafone og hluti af markaðsherferð þeirra Sjáðu Rautt. Innlent 1.4.2024 07:00
Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. Innlent 31.3.2024 22:03
Sinueldur við urðunarstaðinn á Álfsnesi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr átta vegna sinuelds við urðunarsvæðið á Álfsnesi. Slökkviliðið náði tökum á eldinum á tíunda tímanum. Innlent 31.3.2024 20:51
Allt að gerast í Vík í Mýrdal Aldrei hefur verið eins mikið byggt af íbúðarhúsnæði í Vík í Mýrdal eins og nú, og þá á að fara að byggja nýjan leikskóla og flytja sveitarstjórnarskrifstofuna í nýtt ráðhús. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi enda á að fara að stækka verslunarmiðstöðina á staðnum og nýjar verslanir eru að fara að opna. Innlent 31.3.2024 20:30
„Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. Innlent 31.3.2024 20:01
„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. Innlent 31.3.2024 18:55
Ófært víða um land: Bændur að „drukkna í mjólk“ sem hefur ekki verið sótt síðan fyrir helgi Mjólk hefur ekki verið sótt í Engihlíð í Vopnafirði frá því fyrir helgi vegna ófærðar. Bændurnir hafa boðið fólki að sækja mjólk til að þurfa ekki að hella henni. Verði mjólkin ekki sótt á morgun þarf að hella sex daga birgðum sem yrði mikið tjón. Ófært er víða um Austurland og gular viðvaranir um allt norðanvert landið. Innlent 31.3.2024 18:26
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skemmdir hafa komið í ljós í Reykjanesbæ að undanförnu sem urðu vegna heitavatnsleysis í febrúar. Í kvöldfréttatímanum verður rætt við pípara, sem segir þetta útbreytt vandamál. Innlent 31.3.2024 18:00
Hægt að fagna bæði upprisu Jesú og trans fólki á sama tíma Forseti Trans Ísland segir ekkert óvænt við orðræðu Repúblikana í Bandaríkjunum um að forseti landsins, Joe Biden, taki trans fólk fram yfir Jesú með því að mæla með því að almenningur standi með trans fólki á alþjóðlegum sýnileikadegi þeirra, í dag Páskadag. Innlent 31.3.2024 16:52
Telja að eldgosinu sé líklega að ljúka Gervitunglamyndir frá NASA og ESA benda til þess að kvikustreymi í eldgosinu við Sundhnúk hafi dregist saman um allt að helming síðasta sólarhringinn. Mögulega þýðir það að eldgosinu lýkur fljótlega. Það hófst þann 16. mars og hafði því staðið í tvær vikur í gær. Innlent 31.3.2024 15:49
Snjóbylur setur strik í stærstu skíðahelgi ársins Víða er ófært á Norður- og Austurlandi í dag og þurftu stjórnendur Hlíðarfjalls að loka á einni stærstu skíðahelgi ársins þegar snjóbylur skall á. Þá hafa björgunarsveitir þurft að aðstoða mikinn fjölda ferðalanga. Innlent 31.3.2024 15:26
Um 350 nemendur í Tónlistarskóla Akraness Mikill áhugi er á tónlistarnámi á Akranesi því þar eru um 350 nemendur í námi á öllum aldri. Elsti nemandi skólans er tæplega áttræður. Innlent 31.3.2024 14:30
„Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir“ Byggingatæknifræðingur úr Grindavík segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Hann segir tjónaskoðun ófullnægjandi og kallar eftir breytingum. Innlent 31.3.2024 13:59
Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. Innlent 31.3.2024 12:04
Heppin að vera með höfuðverk yfir tveimur auðlindum Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og mögulegur forsetaframbjóðandi segir að næstu árum verið meiri samkeppni um orku sem framleidd er á Íslandi. Mikilvægt sé að sköpuð sé heildarsýn í orkumálum. Ákvarðanataka um framtíðarnýtingu sé erfið því hún hafi áhrif á aðra auðlind, náttúruna. Innlent 31.3.2024 11:58
Hádegisfréttir Bylgjunnar Útlit er fyrir að slokknað sé í syðsta gígnum í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, þó ekki sé útilokað að hraun úr honum renni enn undir yfirborðinu. Ekki hefur dregið úr virkni gossins. Farið verður yfir stöðu mála á Reykjanesi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 31.3.2024 11:42
Slokknað í syðsta og minnsta gígnum en enn mikil virkni Útlit er fyrir að slokknað sé í syðsta gígnum í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina. Það er sá minnsti. Góð og mikil virkni er þó í hinum tveimur gígunum og sérstaklega í öðrum þeirra, sem er stærstur. Innlent 31.3.2024 09:50
Skipulagssaga, slæleg vinnubrögð við tjónamat og risavaxin verkefni í orkumálum Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 31.3.2024 09:45
Fóru tómhentir heim frá bensínstöðinni Lögregla hafði afskipti af manni í miðbæ Reykjavíkur í nótt sem er sagður hafa hrækt á dyraverði. Þegar laganna verðir mættu á staðinn neitaði einstaklingurinn að segja til nafns og lét öllum illum látum, að sögn lögreglu. Sá var vistaður í fangageymslu þar til hann var talinn viðræðuhæfur. Innlent 31.3.2024 07:33
Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. Innlent 30.3.2024 22:52
Handtekinn af sérsveitarmönnum og látinn dúsa átta tíma saklaus í fangaklefa Kona sem sá lögregluna auglýsa eftir bíl hennar hringdi til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið og að kærasti hennar væri á bílnum. Sérsveitarmenn og lögregluþjónar fóru í kjölfarið í vinnu kærastans, handtóku hann og létu hann dúsa í fangaklefa í átta tíma. Parið segist nú á leiðinni í skaðabótamál vegna handtökunnar. Innlent 30.3.2024 21:04
„Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Innlent 30.3.2024 20:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.3.2024 18:01
Stúdent slapp með skrekkinn Tilkynnt var um reyk úr stúdentaíbúð við Eggertsgötu á sjötta tímanum í dag og rauk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu af stað. Betur fór en á horfðist. Innlent 30.3.2024 17:35
Síðasta flugið í bili frá Akureyri til London: Millilandaflugið stórmál fyrir Norðlendinga Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður og flugumferðarstjóri, segir flug Easyjet frá Gatwick í London til Akureyrar í vetur hafa gengið svakalega vel. Sætanýting hafi verið góð. Hann segir það stórmál fyrir Norðlendinga að svo stórt flugfélag fljúgi beint til Akureyrar. Innlent 30.3.2024 16:57
Erlendir skíðamenn í snjóflóði í Eyjafirði Einn er slasaður vegna snjóflóðs sem féll í Eyjafirði í dag. Fjórir lentu í snjóflóðinu en um er að ræða erlenda ferðamenn. Töluverð snjóflóðahætta er á svæðinu. Búið er að kalla til björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Innlent 30.3.2024 16:07
Jón Gnarr boðar fregnir á þriðjudag Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri hyggst loks greina frá því á þriðjudag hvort hann muni gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Innlent 30.3.2024 14:51
Sárir páskaeggjaleitarar ekki farið með rétt mál Bæjarins Beztu Pylsur, sem sér um páskaeggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum gefur lítið fyrir gagnrýni á framkvæmd hennar og segir hana hafa gengið vel. Eggin hafi nær ávallt dugað fram að lokun og rangt að þau hafi eitt sinn verið horfin um hádegisbil. Forstöðukona garðsins segir ungt starfsfólk hafa þurft að þola reiði og skammir að ósekju. Innlent 30.3.2024 14:04