Innlent

Fær pláss á leik­skóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára af­mælið

Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára.

Innlent

Ís­lendingar vilja „fagna þessu öllu saman“

Þjóðfræðingur hefur ekki áhyggjur af stöðu íslenskra siða í samfélaginu þrátt fyrir að alþjóðlegir dagar hafi undanfarin ár náð hér mikilli fótfestu. Íslendingar séu upp til hópa nýjungagjarnir en líka íhaldssamir. Blómasali í Hafnarfirði segir að Valentínusardagurinn sé eins og keppnisdagur hjá blómasölum landsins.

Innlent

Verkfallsað­gerðir breið­fylkingarinnar yrðu sam­ræmdar

Forysta stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar segir aðgerðir félaganna verða samræmdar komi til þess að boðað verði til verkfalla. Ljóst sé að fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um sjálfstæði Seðlabankans standist ekki og vonandi verði hægt að ganga til samninga á ný sem fyrst.

Innlent

Fyrir­tækjum í Grinda­vík að blæða út

Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrarisvörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi.

Innlent

Fær sínu fram­gengt í stóra aparólu­málinu á Ísa­firði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Innlent

Ekkjan gafst ekki upp og fékk meiri­hluta dánarbótanna

Ekkja flugmanns sem lést í flugslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 fær tvo þriðju dánarbóta frá tryggingafélaginu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Tekist var á um hvort flugmaðurinn hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi sem orsakaði slysið.

Innlent

Vill verða for­maður FEB

Sigurður Ágúst Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri DAS, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB). Aðalfundur félagsins sem fram fer hinn 21. febrúar.

Innlent

Vill ekki að Ís­land skeri sig úr í hælis­leit­enda­málum

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði.

Innlent

Land rís að­eins hraðar en fyrir gos

Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því.

Innlent

Dagur svarar fyrir sig varðandi dýrari Fossvogsbrú

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir eðlilegt að hækkun á kostnaðaráætlun Fossvogsbrúar sé sett í samhengi við samgönguverkefni víða um land af hendi ríkisins.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á heita vatninu á Suðurnesjum en í morgun þurfti að loka fyrir hitann í nokkrum götum í Suðurnesjabæ og í Reykjanesbæ.

Innlent

Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna

Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi.

Innlent

Liggja undir feldi með til­boð ráð­herra

Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 

Innlent

Rákust á stóra torfu og fara í loðnumælingar

Fiskiskip á kolmunnaveiðum rakst á talsvert stóra uppsjávarfiskstorfu við aukaleit undan suðausturströnd landsins í gær. Hafrannsóknarstofnun mun hefja formlegar loðnumælingar í dag. Sviðsstjóri hjá Hafró segir um jákvæðar fréttir að ræða fyrir mögulega loðnuvertíð.

Innlent

Vilja leggja niður RÚV ohf.

Níu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum sem snerta fjölmiðla, þar á meðal. Ríkisútvarpið. Leggja þeir til að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Það sé ekkert samræmi fólgið í því að RÚV auki tekjur sínar í hlutfalli við aukna fólksfjölgun vegna útvarpsgjaldsins. Beinir styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði einnig felldir niður.

Innlent

„Þetta er allt á hreyfingu“

Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki.

Innlent

Gunnar J. Árna­son er látinn

Gunnar J. Árnason heimspekingur í listum og fagurfræði lést laugardaginn 10. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Gunnar var fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1959. Foreldrar hans eru Árni Kristinsson læknir (f. 1935) og Erla Cortes ritari (f. 1939 d. 2006). Gunnar ólst upp á Englandi fyrstu ár ævi sinnar en fluttist síðar í vesturbæ Reykjavíkur.

Innlent