„Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 12:06 Páll Erland, forstjóri HS Veitna, og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Loka hefur þurft fyrir heita vatnið á ný í nokkrum hverfum á Suðurnesjum vegna bilanna í dreifikerfinu. Forstjóri HS veitna segir viðgerðir ganga vel. Stórnotendur á Suðurnesjum eru beðnir um að spara vatn og ekki verður hægt að fara í sund á næstu dögum. Suðurnesjabær eða Garður og Sandgerði var síðasta sveitarfélagið á Reykjanesskaga til að fá heitt vatn eftir að viðgerð lauk á Njarðvíkuræð í Svartsengi um helgina. Það gerðist að mestu eftir hádegi í gær. Það þurfti hins vegar að loka á ný fyrir fyrir hitaveitu við Gerðaveg, Gauksstaðaveg og Sunnubraut í Garði vegna leka í dreifikerfinu í morgun. Magnús Stefánsson bæjarstjóri telur að almennt hafi gengið vel að fá heitt vatn í bænum „Það byrjaði að koma hiti á mánudagskvöld og auðvitað hefur það verið misjafnt milli húsa hvernig næst að ná fullum þrýstingi á hitakerfin og eflaust vantar enn þrýsting á einhver hús. Það hafa að vísu komið upp einhverjir smá lekar í kerfinu hjá HS Veitum en heilt yfir held ég að þetta gangi bara vel,“ sagði Magnús í morgun. Nokkur hverfi án hitaveitu á ný Páll Erland forstjóri HS Veitna segir að bilanir hafi komið upp í nokkrum hverfum eftir að heitu vatni var á nýju veitt um kerfið á Suðurnesjum á mánudag. „Góðu fréttirnar eru að hitaveitan er komin í gang í öllu sveitarfélögunum en eins og við bjuggumst við þá hafa orðið einhverjar bilanir í dreifikerfunum á stöku stað og við höfum tímabundið þurft að loka þar aftur fyrir heita vatnið. Þetta eru hverfi í Njarðvík, Vogum og Sandgerði,“ segir hann. Pál segir viðgerðir ganga vel enda margir sérfræðingar að störfum en búast megi við einhverjum truflunum á heita vatninu áfram. „Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á,“ segir hann. Eitthvað í að sundlaugar opni Þá bendir hann á að það taki tíma að ná upp hita í húsum sem hafa verið án heits vatns í nokkra daga. „Staðan er sú að húsin á svæðinu eru ennþá köld og eru að taka gríðarmikið af heitu vatni til sín og meðan það er þá er ekki tímabært að opna sundlaugar á svæðinu,“ segir hann. Aðspurður hvort það hafi komið upp vandkvæði með nýju hjáveitulögnina í Svartsengi svarar Páll: „Það er bara svolítið að reyna á það hvernig það gengur,“ segir hann. Páll vill enn fremur koma á framfæri til íbúa að þegar hitaveita fer aftur í gang geti vatn orðið brúnleitt og það geti tekið nokkra daga að verða tært á ný. Grindavík Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Suðurnesjabær eða Garður og Sandgerði var síðasta sveitarfélagið á Reykjanesskaga til að fá heitt vatn eftir að viðgerð lauk á Njarðvíkuræð í Svartsengi um helgina. Það gerðist að mestu eftir hádegi í gær. Það þurfti hins vegar að loka á ný fyrir fyrir hitaveitu við Gerðaveg, Gauksstaðaveg og Sunnubraut í Garði vegna leka í dreifikerfinu í morgun. Magnús Stefánsson bæjarstjóri telur að almennt hafi gengið vel að fá heitt vatn í bænum „Það byrjaði að koma hiti á mánudagskvöld og auðvitað hefur það verið misjafnt milli húsa hvernig næst að ná fullum þrýstingi á hitakerfin og eflaust vantar enn þrýsting á einhver hús. Það hafa að vísu komið upp einhverjir smá lekar í kerfinu hjá HS Veitum en heilt yfir held ég að þetta gangi bara vel,“ sagði Magnús í morgun. Nokkur hverfi án hitaveitu á ný Páll Erland forstjóri HS Veitna segir að bilanir hafi komið upp í nokkrum hverfum eftir að heitu vatni var á nýju veitt um kerfið á Suðurnesjum á mánudag. „Góðu fréttirnar eru að hitaveitan er komin í gang í öllu sveitarfélögunum en eins og við bjuggumst við þá hafa orðið einhverjar bilanir í dreifikerfunum á stöku stað og við höfum tímabundið þurft að loka þar aftur fyrir heita vatnið. Þetta eru hverfi í Njarðvík, Vogum og Sandgerði,“ segir hann. Pál segir viðgerðir ganga vel enda margir sérfræðingar að störfum en búast megi við einhverjum truflunum á heita vatninu áfram. „Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á,“ segir hann. Eitthvað í að sundlaugar opni Þá bendir hann á að það taki tíma að ná upp hita í húsum sem hafa verið án heits vatns í nokkra daga. „Staðan er sú að húsin á svæðinu eru ennþá köld og eru að taka gríðarmikið af heitu vatni til sín og meðan það er þá er ekki tímabært að opna sundlaugar á svæðinu,“ segir hann. Aðspurður hvort það hafi komið upp vandkvæði með nýju hjáveitulögnina í Svartsengi svarar Páll: „Það er bara svolítið að reyna á það hvernig það gengur,“ segir hann. Páll vill enn fremur koma á framfæri til íbúa að þegar hitaveita fer aftur í gang geti vatn orðið brúnleitt og það geti tekið nokkra daga að verða tært á ný.
Grindavík Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira