Innlent Hátt í tvö þúsund manns mættu í samstöðugöngu Fjölmenn samstöðuganga fyrir Palestínu var gengin niður Laugaveg í dag. Skipuleggjendur telja að hátt í tvö þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni, sem endaði með samstöðufundi á Austurvelli. Innlent 13.1.2024 22:43 Binda vonir við skólastarf og aðra þjónustu í Grindavík næsta haust Sviðsstjóri Almannavarna segist binda vonir við að viðgerðir í Grindavík í sumar muni bera þann árangur að skólastarf og önnur þjónusta bæjarins verði með eðlilegu móti næsta haust. Dómsmálaráðherra segir umfangsmikla skoðun á öllum jarðvegi bæjarins með það að augnamiði að gera búsetu öruggari hefjast á næstunni. Innlent 13.1.2024 21:45 Tröllaskagi er „skíðahöfuðborg“ Íslands Fyrrverandi ferðamálastjóri gerir það gott í ferðaþjónustu þegar skíði eru annars vegar í Fljótum á Tröllaskaga en þar er hægt að fara á gönguskíði, alpaskíði eða fjallaskíði. Vinsældir skíðaferða á svæðið hafa slegið í gegn enda talað um Tröllaskaga, sem „Skíðahöfuðborg“ Íslands. Innlent 13.1.2024 20:31 Hraðasektir dauðadómur fyrir suma en aðrir finni ekkert fyrir þeim Ökumaður undir áhrifum fíkniefna olli stórtjóni þegar hann ók á átta bíla við Hringbraut í morgun. Íbúi segir ofsaakstur á svæðinu hafa verið vandamál til margra ára. Hann kallar eftir því að hraðasektir taki mið af tekjum ökumanna. Innlent 13.1.2024 19:11 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkislögreglustjóri hefur fyrirskipað brottflutning allra úr Grindavík á grundvelli nýs áhættumats á svæðinu. Bannað verður að dvelja og starfa í bænum í þrjár vikur frá og með mánudeginum. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við Víði Reynisson í beinni útsendingu. Innlent 13.1.2024 18:10 Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslysið Maðurinn sem saknað er eftir vinnuslys sem varð í Grindavík þann 10. janúar heitir Lúðvík Pétursson. Innlent 13.1.2024 18:08 Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. Innlent 13.1.2024 17:55 Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík Á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu var tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið tekin að fyrirskipa brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og banna alla starfsemi í bænum. Innlent 13.1.2024 16:57 Ekkert barnabann í Háskóla Íslands Ekki hafa komið upp nein vandamál hvað varðar viðveru barna í tímum við Háskóla Íslands eða brjóstagjöf. Það segir Kristinn Andersen sviðsstjóri kennslumála hjá Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. Innlent 13.1.2024 16:00 Tollar í landbúnaði og geðheilbrigði bænda Fulltrúar ungra bænda eru nú staddir í Mýrdalnum þar sem þeir halda aðalfund sinn og fara yfir brýnustu málefni landbúnaðarins og það sem fram undan er. Á fundinum er meðal annars rætt um tolla á búvörum og geðheilbrigði bænda. Innlent 13.1.2024 16:00 Hætt við lendingu vegna þokunnar Þétt þoka liggur yfir Reykjavík og á hún að hanga fram í nótt að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Hún hefur orðið til þess að ekki var hægt að lenda flugvél á Reykjavíkurflugvelli í dag. Innlent 13.1.2024 15:07 Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. Innlent 13.1.2024 14:40 Myndir sýna gríðarlegt tjón á Hringbraut Af ljósmyndum af vettvangi að dæma varð mikið eignatjón þegar ungur maður ók á fjölda bíla á Hringbraut í morgun. Ljóst er að einhverjir bílanna eru ónýtir. Innlent 13.1.2024 13:51 Almannavarnir boða til upplýsingafundar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 16:30 í dag. Farið verður yfir áhættumat sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur unnið að undanförnu. Innlent 13.1.2024 13:34 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. Innlent 13.1.2024 13:01 Tekur fyrir að hafa sagt að Marta María sé ekki blaðamaður Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ekki rétt að hún hafi sagt að Marta María Winkel væri ekki blaðamaður. Marta María hafði greint frá því að hún hafi skipt um félag eftir að hafa heyrt af ummælum sem Sigríður átti að hafa látið frá sér að samningafundi. Innlent 13.1.2024 12:53 Almannavarnir funda með ráðamönnum um áhættu í Grindavík Almannavarnir funda í dag með ráðamönnum og hagaðilum um framhaldið í Grindavík. Áhættur sem fylgja því að vera í bænum verða metnar. Innlent 13.1.2024 12:33 Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. Innlent 13.1.2024 12:10 Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. Innlent 13.1.2024 12:08 Hádegisfréttir Bylgjunnar Ekki var hægt að réttlæta frekari leit að manni sem féll í sprungu í Grindavík vegna lífshættulegra aðstæðna. Tjónamati hefur verið hætt í bili. Rætt verður við lögreglustjórann í Grindavík í hádegisfréttum. Innlent 13.1.2024 11:58 Börn voru í hinum bílnum Lögregla á Suðurlandi rannsakar enn tildrög banaslyss sem varð á þjóðveginum við Skaftafell í gærmorgun. Börn eru á meðal þeirra sex sem flutt voru með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi eftir slysið. Innlent 13.1.2024 11:28 Hætta að meta tjón í Grindavík í bili Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum. Innlent 13.1.2024 10:31 Enn á lífi því kærastan kom snemma heim Að kvöldi 7. desember árið 2022 tók Arnar Freyr Jónsson þá skyndiákvörðun að taka inn ópíóðalyfið OxyContin. Afleiðingarnar voru þær að hann var einungis hársbreidd frá dauðanum. Innlent 13.1.2024 09:00 Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. Innlent 13.1.2024 08:48 Fékk að gista í fangaklefa eftir að hafa ógnað húsráðanda með hnífi Í gærkvöldi var tilkynnt um hávaða í fjölbýli í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði tilkynnti gestur í íbúð í húsinu að maður hefði ráðist á húsráðanda og ógnað með hnífi. Maðurinn var að endingu handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 13.1.2024 07:51 Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. Innlent 12.1.2024 20:18 Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. Innlent 12.1.2024 19:14 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. Innlent 12.1.2024 18:42 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leit að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík stendur enn sem hæst, næstum tveimur og hálfum sólarhring eftir að slysið varð. Við förum yfir stöðuna á leitinni í beinni útsendingu frá vettvangi. Innlent 12.1.2024 18:17 Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. Innlent 12.1.2024 16:51 « ‹ 307 308 309 310 311 312 313 314 315 … 334 ›
Hátt í tvö þúsund manns mættu í samstöðugöngu Fjölmenn samstöðuganga fyrir Palestínu var gengin niður Laugaveg í dag. Skipuleggjendur telja að hátt í tvö þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni, sem endaði með samstöðufundi á Austurvelli. Innlent 13.1.2024 22:43
Binda vonir við skólastarf og aðra þjónustu í Grindavík næsta haust Sviðsstjóri Almannavarna segist binda vonir við að viðgerðir í Grindavík í sumar muni bera þann árangur að skólastarf og önnur þjónusta bæjarins verði með eðlilegu móti næsta haust. Dómsmálaráðherra segir umfangsmikla skoðun á öllum jarðvegi bæjarins með það að augnamiði að gera búsetu öruggari hefjast á næstunni. Innlent 13.1.2024 21:45
Tröllaskagi er „skíðahöfuðborg“ Íslands Fyrrverandi ferðamálastjóri gerir það gott í ferðaþjónustu þegar skíði eru annars vegar í Fljótum á Tröllaskaga en þar er hægt að fara á gönguskíði, alpaskíði eða fjallaskíði. Vinsældir skíðaferða á svæðið hafa slegið í gegn enda talað um Tröllaskaga, sem „Skíðahöfuðborg“ Íslands. Innlent 13.1.2024 20:31
Hraðasektir dauðadómur fyrir suma en aðrir finni ekkert fyrir þeim Ökumaður undir áhrifum fíkniefna olli stórtjóni þegar hann ók á átta bíla við Hringbraut í morgun. Íbúi segir ofsaakstur á svæðinu hafa verið vandamál til margra ára. Hann kallar eftir því að hraðasektir taki mið af tekjum ökumanna. Innlent 13.1.2024 19:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkislögreglustjóri hefur fyrirskipað brottflutning allra úr Grindavík á grundvelli nýs áhættumats á svæðinu. Bannað verður að dvelja og starfa í bænum í þrjár vikur frá og með mánudeginum. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við Víði Reynisson í beinni útsendingu. Innlent 13.1.2024 18:10
Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslysið Maðurinn sem saknað er eftir vinnuslys sem varð í Grindavík þann 10. janúar heitir Lúðvík Pétursson. Innlent 13.1.2024 18:08
Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. Innlent 13.1.2024 17:55
Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík Á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu var tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið tekin að fyrirskipa brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og banna alla starfsemi í bænum. Innlent 13.1.2024 16:57
Ekkert barnabann í Háskóla Íslands Ekki hafa komið upp nein vandamál hvað varðar viðveru barna í tímum við Háskóla Íslands eða brjóstagjöf. Það segir Kristinn Andersen sviðsstjóri kennslumála hjá Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. Innlent 13.1.2024 16:00
Tollar í landbúnaði og geðheilbrigði bænda Fulltrúar ungra bænda eru nú staddir í Mýrdalnum þar sem þeir halda aðalfund sinn og fara yfir brýnustu málefni landbúnaðarins og það sem fram undan er. Á fundinum er meðal annars rætt um tolla á búvörum og geðheilbrigði bænda. Innlent 13.1.2024 16:00
Hætt við lendingu vegna þokunnar Þétt þoka liggur yfir Reykjavík og á hún að hanga fram í nótt að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Hún hefur orðið til þess að ekki var hægt að lenda flugvél á Reykjavíkurflugvelli í dag. Innlent 13.1.2024 15:07
Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. Innlent 13.1.2024 14:40
Myndir sýna gríðarlegt tjón á Hringbraut Af ljósmyndum af vettvangi að dæma varð mikið eignatjón þegar ungur maður ók á fjölda bíla á Hringbraut í morgun. Ljóst er að einhverjir bílanna eru ónýtir. Innlent 13.1.2024 13:51
Almannavarnir boða til upplýsingafundar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 16:30 í dag. Farið verður yfir áhættumat sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur unnið að undanförnu. Innlent 13.1.2024 13:34
Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. Innlent 13.1.2024 13:01
Tekur fyrir að hafa sagt að Marta María sé ekki blaðamaður Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ekki rétt að hún hafi sagt að Marta María Winkel væri ekki blaðamaður. Marta María hafði greint frá því að hún hafi skipt um félag eftir að hafa heyrt af ummælum sem Sigríður átti að hafa látið frá sér að samningafundi. Innlent 13.1.2024 12:53
Almannavarnir funda með ráðamönnum um áhættu í Grindavík Almannavarnir funda í dag með ráðamönnum og hagaðilum um framhaldið í Grindavík. Áhættur sem fylgja því að vera í bænum verða metnar. Innlent 13.1.2024 12:33
Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. Innlent 13.1.2024 12:10
Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. Innlent 13.1.2024 12:08
Hádegisfréttir Bylgjunnar Ekki var hægt að réttlæta frekari leit að manni sem féll í sprungu í Grindavík vegna lífshættulegra aðstæðna. Tjónamati hefur verið hætt í bili. Rætt verður við lögreglustjórann í Grindavík í hádegisfréttum. Innlent 13.1.2024 11:58
Börn voru í hinum bílnum Lögregla á Suðurlandi rannsakar enn tildrög banaslyss sem varð á þjóðveginum við Skaftafell í gærmorgun. Börn eru á meðal þeirra sex sem flutt voru með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi eftir slysið. Innlent 13.1.2024 11:28
Hætta að meta tjón í Grindavík í bili Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum. Innlent 13.1.2024 10:31
Enn á lífi því kærastan kom snemma heim Að kvöldi 7. desember árið 2022 tók Arnar Freyr Jónsson þá skyndiákvörðun að taka inn ópíóðalyfið OxyContin. Afleiðingarnar voru þær að hann var einungis hársbreidd frá dauðanum. Innlent 13.1.2024 09:00
Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. Innlent 13.1.2024 08:48
Fékk að gista í fangaklefa eftir að hafa ógnað húsráðanda með hnífi Í gærkvöldi var tilkynnt um hávaða í fjölbýli í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði tilkynnti gestur í íbúð í húsinu að maður hefði ráðist á húsráðanda og ógnað með hnífi. Maðurinn var að endingu handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 13.1.2024 07:51
Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. Innlent 12.1.2024 20:18
Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. Innlent 12.1.2024 19:14
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. Innlent 12.1.2024 18:42
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leit að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík stendur enn sem hæst, næstum tveimur og hálfum sólarhring eftir að slysið varð. Við förum yfir stöðuna á leitinni í beinni útsendingu frá vettvangi. Innlent 12.1.2024 18:17
Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. Innlent 12.1.2024 16:51