Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Prófessor í stjórnmálafræði telur ekki að ríkisstjórnin springi vegna álits Umboðsmanns Alþingis í hvalveiðamálinu og Sjálfstæðismenn myndu verja Svandísi mögulegu vantrausti með óbragð í munni.

Innlent

Ó­sam­mála um út­gangs­punkt Um­boðs­manns

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega.

Innlent

Hundruð í­búða byggðar í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi

Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar.

Innlent

Halla Tómas­dóttir liggur undir feldi

Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að hún muni gefa sér tíma í að hugsa það vandlega hvort hún muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í ár.

Innlent

Aukin ein­angrun milli tekju­hópa

Einangrun tekjuhópa í Reykjavík fer vaxandi, samkvæmt nýrri rannsókn. Dósent segir ríki, sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins öll geta unnið gegn slíkri einangrun.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir álit Umboðsmanns Alþingis, sem varð til þess að fjármálaráðherra sagði af sér embætti í vetur, og álit umboðsmanns nú um ákvörðun matvælaráðherra í hvalveiðamálinu vera ólík. Fjármálaráðherra hafi ekki bakað ríkinu skaðabótaskyldu, sem ákvörðun matvælaráðherra hafi að öllum líkindum gert.

Innlent

Sverrir Þór dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu

Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn hefur verið dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot. Dómur féll í Ríó de Janeiro þann 23. nóvember síðastliðinn en Sverrir Þór var dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni ætluð til sölu og dreifingar. 

Innlent

Sprakk í hendi tólf ára drengs

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynning um flugeldaslys í póstnúmeri 105 í Reykjavík í gærkvöldi á þrettándanum. Flugeldur hafði þar sprungið í hendi tólf ára drengs. Þá var kveikt í bílum í Kópavogi og flugeld kastað inn á skemmtistað í miðborginni með tilheyrandi skemmdum.

Innlent

Þrettándabrennur víða um land

Þrettándagleði fer nú víða fram um landið en á þessum degi kveðjum við Íslendingar jólahátíðina. Brennur eru í nánast hverju sveitarfélagi.

Innlent

Telur ein­sýnt að Svan­dís eigi að víkja

Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 

Innlent

Glatað að vera niður­lægður á al­manna­færi

Má Gunnarssyni og leiðsöguhundi hans var meinaður aðgangur að Langbest í Keflavík vegna stefnu veitingastaðarins um að leyfa ekki gæludýr. Forsvarsmenn Langbest bera fyrir sig vanþekkingu á lögum um leiðsöguhunda og hafa beðið Má afsökunar. Már segir glatað að vera niðurlægður á þennan máta en kann að meta skjót viðbrögð staðarins.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja.

Innlent

Katrín segir á­lit Um­boðs­manns ekki til­efni til af­sagnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða.

Innlent