Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2024 13:38 Orri Páll Jóhannsson er þingflokksformaður VG. Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks. vísir/samsett Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. Dýravelferð og vernd atvinnuréttinda Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna voru ekki sammála um útgangspunkt í áliti umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra þegar þau ræddu málið á Sprengisandi í morgun. „Ég les það út úr áliti umboðsmanns að það verður að tryggja að löggjöfin geti tekið með skýrum hætti á velferð skepna og í þessu tilfelli hvala. Ég lít á það sem næstu áskorun,“ sagði Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. „Velferð dýra er eitthvað sem við verðum að hafa skilyrðislaust að leiðarljósi þegar við erum að nýta okkur skepnur, hvort sem það eru húsdýr eða villt dýr eins og í þessu tilfelli.“ Alvarleg brot Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir alla sammála um mikilvægi dýravelferðar en það breyti því ekki að ákvörðun Svandísar hafi ekki verið í samræmi við lög. „Þarna er í rauninni brotið á stjórnarskrárvörðum mannréttindum. Grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis sem eru mikilvæg réttindi og má ekki taka af léttuð. Dýravelferð í þessu samhengi skiptir máli en mér finnst ekki hægt að drepa málum á dreif með því að horfa fram hjá valdníðslu ráðherra gagnvart mjög mikilvægum réttindum fyrir fólk í þessu landi.“ Í spilaranum hér að neðan má hlusta á umræðuna í heild sinni. Sambærilegt álitinu um Íslandsbankasöluna? Þá spurði þáttastjórnandinn, Kristján Kristjánsson, hvort málið væri sambærilegt áliti umboðsmanns sem snéri að Bjarna Benediktssyni og Íslandsbankasölunni en Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra eftir að álitið féll og fór yfir í utanríkisráðuneytið. „Matvælaráðherra í þessu tilfelli brýtur gegn grunnreglum stjórnskipunarréttar og bakar að öllum líkindum ríkinu skaðabótaskyldu og hvorugt á við í tilviki fjármálaráðherra. Ekki síður þá tekur matvælaráðherra sína ólögmætu ákvárðun í trássi við ráðleggingar starfsfólks ráðuneytisins og annarra sérfræðinga á meðan fjármálaráðherra fylgdi ráðleggingum sérfræðinga,“ sagði Hildur. Orri segir ekki rétt að matvælaráðherra hafi farið fram með sínar ákvarðanir í trássi við sérfræðinga. „Hvaðan kemur þetta?“ spyr Orri Páll. „Ég bara kannast ekki við þetta og eiginlega hafna því að það sé verið að halda því að ráðherrann hafi verið í einhverju sóló spili hér.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Álit og áskoranir vegna hvalveiða Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna stöðvun hvalveiða liggur nú fyrir. Sum hafa beðið eftir því með óþreyju, önnur hafa beðið þess að hvalveiðar við Ísland verði algerlega afnumdar ef marka má vaxandi andstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að útgáfa reglugerðarinnar, sem kvað á um frestun á upphafi hvalveiða til 1. september sl., hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis eins og segir í álitinu. Þá telur umboðsmaður að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. 7. janúar 2024 06:00 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Sjálfstæðisflokkurinn líti málið alvarlegum augum og Píratar telja afsögn eðlilega Þingflokkur Sjálfstæðisflokks lítur alvarlegum augum álit umboðsmanns Alþingis um að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum hafi verið í andstöðu við lög. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki og þingmaður Pírata segir eðlilegast að hún segi af sér. 5. janúar 2024 21:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Dýravelferð og vernd atvinnuréttinda Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna voru ekki sammála um útgangspunkt í áliti umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra þegar þau ræddu málið á Sprengisandi í morgun. „Ég les það út úr áliti umboðsmanns að það verður að tryggja að löggjöfin geti tekið með skýrum hætti á velferð skepna og í þessu tilfelli hvala. Ég lít á það sem næstu áskorun,“ sagði Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. „Velferð dýra er eitthvað sem við verðum að hafa skilyrðislaust að leiðarljósi þegar við erum að nýta okkur skepnur, hvort sem það eru húsdýr eða villt dýr eins og í þessu tilfelli.“ Alvarleg brot Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir alla sammála um mikilvægi dýravelferðar en það breyti því ekki að ákvörðun Svandísar hafi ekki verið í samræmi við lög. „Þarna er í rauninni brotið á stjórnarskrárvörðum mannréttindum. Grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis sem eru mikilvæg réttindi og má ekki taka af léttuð. Dýravelferð í þessu samhengi skiptir máli en mér finnst ekki hægt að drepa málum á dreif með því að horfa fram hjá valdníðslu ráðherra gagnvart mjög mikilvægum réttindum fyrir fólk í þessu landi.“ Í spilaranum hér að neðan má hlusta á umræðuna í heild sinni. Sambærilegt álitinu um Íslandsbankasöluna? Þá spurði þáttastjórnandinn, Kristján Kristjánsson, hvort málið væri sambærilegt áliti umboðsmanns sem snéri að Bjarna Benediktssyni og Íslandsbankasölunni en Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra eftir að álitið féll og fór yfir í utanríkisráðuneytið. „Matvælaráðherra í þessu tilfelli brýtur gegn grunnreglum stjórnskipunarréttar og bakar að öllum líkindum ríkinu skaðabótaskyldu og hvorugt á við í tilviki fjármálaráðherra. Ekki síður þá tekur matvælaráðherra sína ólögmætu ákvárðun í trássi við ráðleggingar starfsfólks ráðuneytisins og annarra sérfræðinga á meðan fjármálaráðherra fylgdi ráðleggingum sérfræðinga,“ sagði Hildur. Orri segir ekki rétt að matvælaráðherra hafi farið fram með sínar ákvarðanir í trássi við sérfræðinga. „Hvaðan kemur þetta?“ spyr Orri Páll. „Ég bara kannast ekki við þetta og eiginlega hafna því að það sé verið að halda því að ráðherrann hafi verið í einhverju sóló spili hér.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Álit og áskoranir vegna hvalveiða Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna stöðvun hvalveiða liggur nú fyrir. Sum hafa beðið eftir því með óþreyju, önnur hafa beðið þess að hvalveiðar við Ísland verði algerlega afnumdar ef marka má vaxandi andstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að útgáfa reglugerðarinnar, sem kvað á um frestun á upphafi hvalveiða til 1. september sl., hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis eins og segir í álitinu. Þá telur umboðsmaður að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. 7. janúar 2024 06:00 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Sjálfstæðisflokkurinn líti málið alvarlegum augum og Píratar telja afsögn eðlilega Þingflokkur Sjálfstæðisflokks lítur alvarlegum augum álit umboðsmanns Alþingis um að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum hafi verið í andstöðu við lög. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki og þingmaður Pírata segir eðlilegast að hún segi af sér. 5. janúar 2024 21:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Álit og áskoranir vegna hvalveiða Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna stöðvun hvalveiða liggur nú fyrir. Sum hafa beðið eftir því með óþreyju, önnur hafa beðið þess að hvalveiðar við Ísland verði algerlega afnumdar ef marka má vaxandi andstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að útgáfa reglugerðarinnar, sem kvað á um frestun á upphafi hvalveiða til 1. september sl., hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis eins og segir í álitinu. Þá telur umboðsmaður að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. 7. janúar 2024 06:00
Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08
Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20
Sjálfstæðisflokkurinn líti málið alvarlegum augum og Píratar telja afsögn eðlilega Þingflokkur Sjálfstæðisflokks lítur alvarlegum augum álit umboðsmanns Alþingis um að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum hafi verið í andstöðu við lög. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki og þingmaður Pírata segir eðlilegast að hún segi af sér. 5. janúar 2024 21:34