Innlent Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. Innlent 3.1.2024 18:01 Eftirlaun Guðna allt önnur en Ólafs Ragnars og Vigdísar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti í sumar. Hann nýtur ekki aukinna réttinda þegar kemur að eftirlaunum fyrir að hafa gegnt embætti forseta Íslands. Innlent 3.1.2024 16:02 Saltstaukar Ragnars ekki metnir sem listaverk Listamaðurinn Ragnar Kjartansson þarf að greiða virðisaukaskatt af hundrað salt- og piparstaukum úr postulíni sem hann flutti inn. Tollstjóri taldi ekki rétt að flokka staukana sem listaverk. Ragnar lagði þó tollstjóra í deilu um hvort miða ætti við framleiðslu- eða söluverð staukanna. Innlent 3.1.2024 14:45 Tómas Guðbjarts í leyfi samkvæmt eigin ósk Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landsspítalanum, er kominn í veikindaleyfi. Samkvæmt heimildum Vísis er það Tómas sjálfur sem óskaði eftir því að fara í leyfi. Innlent 3.1.2024 13:38 Fá leyfi til að vera áfram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“ Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum. Innlent 3.1.2024 13:28 Gervigreind vekur Hemma til lífsins meðan löggjafinn sefur Pétur Eggerz Pétursson hjá Overtune er maðurinn á bak við hið afar umdeilda atriði þar sem Hemmi Gunn vaknaði til lífsins í tónlistaratriði. Hann kallar eftir því að löggjafinn setji upp hanskana því framtíðin er mætt. Innlent 3.1.2024 13:13 Lagt upp með fjögurra ára samning Breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa til skoðunar fjögurra ára kjarasamning. Launatölur hafa verið lagðar á borðið en formaður VR segir launaliðinn algjört aukaatriði þegar kemur að mögulegum ávinningi verkafólks. Stjórnvöld þurfi að stíga skrefið inn í viðræðurnar. Innlent 3.1.2024 12:40 Skjálftinn líklega ekki merki um kvika sé að brjótast upp Tveir nokkuð stórir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þá líklega ekki til marks um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðsins heldur afleiðing spennubreytinga á Reykjanesi. Innlent 3.1.2024 12:24 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. Innlent 3.1.2024 11:51 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og fáum álit sérfræðings á skjálftanum öfluga sem reið yfir á ellefta tímanum í morgun. Innlent 3.1.2024 11:36 Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Innlent 3.1.2024 10:52 Flugeldasalan ívíð meiri en um síðustu áramót Starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir að flugeldasala björgunarsveitanna í kringum nýliðin áramót virðist hafa verið ívíð meiri en fyrir ári. Innlent 3.1.2024 10:36 41 einstaklingur eldri en hundrað ára á landinu Fjörutíu og einn einstaklingur er hundrað ára eða eldri á landinu í dag. Elsti núlifandi einstaklingurinn, sem búsettur er á Íslandi, er 106 ára kona, fædd árið 1917, og er hún búsett á Suðurlandi. Innlent 3.1.2024 08:39 Óvissustigi aflýst á Austfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur nú verið aflýst á Austfjörðum. Hættustigi vegna ofanflóðahættu á Seyðisfirði var aflýst í gær. Innlent 3.1.2024 08:28 Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. Innlent 3.1.2024 07:39 Garðabær braut lög með því að falla frá ráðningu Önnu Garðabær braut gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að falla frá ráðningu Önnu Kristínar Jensdóttur, menntaðs náms- og starfsráðgjafa, í starf á leikskólanum Ökrum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Innlent 3.1.2024 07:30 Handtöskunni stolið á meðan setið var að snæðingi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar um þjófnaði á vaktinni í gærkvöldi og nótt og þá var nokkuð um að einstaklingar í annarlegu ástandi væru til vandræða. Innlent 3.1.2024 06:13 „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. Innlent 2.1.2024 23:20 Brutu ekki lög með því að ráða ekki fatlaðan mann í prófarkalestur Ríkisútvarpið gerðist ekki brotlegt við lög um um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að ráða ekki fatlaðan mann í hlutastarf við prófarkalestur. Ekki þótti sýnt fram á að ákvörðun RÚV byggðist á fötlun mannsins. Innlent 2.1.2024 22:51 Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. Innlent 2.1.2024 22:16 Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. Innlent 2.1.2024 21:30 Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. Innlent 2.1.2024 21:09 Boðar til blaðamannafundar vegna „stórra ákvarðana“ Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Tilefnið er „stórar ákvarðanir“ sem hann kveðst hafa tekið um mikilvæg mál. Innlent 2.1.2024 20:20 Kapphlaup við tímann og náttúruna Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. Innlent 2.1.2024 19:18 Aflýsa hættustigi og aflétta rýmingu á Seyðisfirði Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflýst. Innlent 2.1.2024 18:54 Rannsaka umskurð í heimahúsi á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar hvort drengur á öðru aldursári hafi verið umskorinn í heimahúsi á Akureyri haustið 2022. Innlent 2.1.2024 18:34 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. Innlent 2.1.2024 18:02 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Unnið verður allan sólarhringinn við varnargarða við Grindavík en undirbúningur framkvæmdarinnar hófst í dag. Líkur á gosi gætu verið að aukast þar sem dregið hefur úr landrisi við Svartsengi en það gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp. Innlent 2.1.2024 18:00 Mildi að ekki fór verr þegar farmur féll á Hringbraut „Það er mikil mildi að ekki fór verr,“ segir Guðmundur Berg, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um farm úr járni sem féll af vörflutningabíl á Hringbraut í Reykjavík um tvöleytið í dag. Innlent 2.1.2024 16:30 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. Innlent 2.1.2024 16:04 « ‹ 317 318 319 320 321 322 323 324 325 … 334 ›
Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. Innlent 3.1.2024 18:01
Eftirlaun Guðna allt önnur en Ólafs Ragnars og Vigdísar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti í sumar. Hann nýtur ekki aukinna réttinda þegar kemur að eftirlaunum fyrir að hafa gegnt embætti forseta Íslands. Innlent 3.1.2024 16:02
Saltstaukar Ragnars ekki metnir sem listaverk Listamaðurinn Ragnar Kjartansson þarf að greiða virðisaukaskatt af hundrað salt- og piparstaukum úr postulíni sem hann flutti inn. Tollstjóri taldi ekki rétt að flokka staukana sem listaverk. Ragnar lagði þó tollstjóra í deilu um hvort miða ætti við framleiðslu- eða söluverð staukanna. Innlent 3.1.2024 14:45
Tómas Guðbjarts í leyfi samkvæmt eigin ósk Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landsspítalanum, er kominn í veikindaleyfi. Samkvæmt heimildum Vísis er það Tómas sjálfur sem óskaði eftir því að fara í leyfi. Innlent 3.1.2024 13:38
Fá leyfi til að vera áfram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“ Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum. Innlent 3.1.2024 13:28
Gervigreind vekur Hemma til lífsins meðan löggjafinn sefur Pétur Eggerz Pétursson hjá Overtune er maðurinn á bak við hið afar umdeilda atriði þar sem Hemmi Gunn vaknaði til lífsins í tónlistaratriði. Hann kallar eftir því að löggjafinn setji upp hanskana því framtíðin er mætt. Innlent 3.1.2024 13:13
Lagt upp með fjögurra ára samning Breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa til skoðunar fjögurra ára kjarasamning. Launatölur hafa verið lagðar á borðið en formaður VR segir launaliðinn algjört aukaatriði þegar kemur að mögulegum ávinningi verkafólks. Stjórnvöld þurfi að stíga skrefið inn í viðræðurnar. Innlent 3.1.2024 12:40
Skjálftinn líklega ekki merki um kvika sé að brjótast upp Tveir nokkuð stórir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þá líklega ekki til marks um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðsins heldur afleiðing spennubreytinga á Reykjanesi. Innlent 3.1.2024 12:24
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. Innlent 3.1.2024 11:51
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og fáum álit sérfræðings á skjálftanum öfluga sem reið yfir á ellefta tímanum í morgun. Innlent 3.1.2024 11:36
Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Innlent 3.1.2024 10:52
Flugeldasalan ívíð meiri en um síðustu áramót Starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir að flugeldasala björgunarsveitanna í kringum nýliðin áramót virðist hafa verið ívíð meiri en fyrir ári. Innlent 3.1.2024 10:36
41 einstaklingur eldri en hundrað ára á landinu Fjörutíu og einn einstaklingur er hundrað ára eða eldri á landinu í dag. Elsti núlifandi einstaklingurinn, sem búsettur er á Íslandi, er 106 ára kona, fædd árið 1917, og er hún búsett á Suðurlandi. Innlent 3.1.2024 08:39
Óvissustigi aflýst á Austfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur nú verið aflýst á Austfjörðum. Hættustigi vegna ofanflóðahættu á Seyðisfirði var aflýst í gær. Innlent 3.1.2024 08:28
Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. Innlent 3.1.2024 07:39
Garðabær braut lög með því að falla frá ráðningu Önnu Garðabær braut gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að falla frá ráðningu Önnu Kristínar Jensdóttur, menntaðs náms- og starfsráðgjafa, í starf á leikskólanum Ökrum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Innlent 3.1.2024 07:30
Handtöskunni stolið á meðan setið var að snæðingi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar um þjófnaði á vaktinni í gærkvöldi og nótt og þá var nokkuð um að einstaklingar í annarlegu ástandi væru til vandræða. Innlent 3.1.2024 06:13
„Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. Innlent 2.1.2024 23:20
Brutu ekki lög með því að ráða ekki fatlaðan mann í prófarkalestur Ríkisútvarpið gerðist ekki brotlegt við lög um um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að ráða ekki fatlaðan mann í hlutastarf við prófarkalestur. Ekki þótti sýnt fram á að ákvörðun RÚV byggðist á fötlun mannsins. Innlent 2.1.2024 22:51
Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. Innlent 2.1.2024 22:16
Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. Innlent 2.1.2024 21:30
Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. Innlent 2.1.2024 21:09
Boðar til blaðamannafundar vegna „stórra ákvarðana“ Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Tilefnið er „stórar ákvarðanir“ sem hann kveðst hafa tekið um mikilvæg mál. Innlent 2.1.2024 20:20
Kapphlaup við tímann og náttúruna Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. Innlent 2.1.2024 19:18
Aflýsa hættustigi og aflétta rýmingu á Seyðisfirði Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflýst. Innlent 2.1.2024 18:54
Rannsaka umskurð í heimahúsi á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar hvort drengur á öðru aldursári hafi verið umskorinn í heimahúsi á Akureyri haustið 2022. Innlent 2.1.2024 18:34
Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. Innlent 2.1.2024 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Unnið verður allan sólarhringinn við varnargarða við Grindavík en undirbúningur framkvæmdarinnar hófst í dag. Líkur á gosi gætu verið að aukast þar sem dregið hefur úr landrisi við Svartsengi en það gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp. Innlent 2.1.2024 18:00
Mildi að ekki fór verr þegar farmur féll á Hringbraut „Það er mikil mildi að ekki fór verr,“ segir Guðmundur Berg, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um farm úr járni sem féll af vörflutningabíl á Hringbraut í Reykjavík um tvöleytið í dag. Innlent 2.1.2024 16:30
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. Innlent 2.1.2024 16:04