Innlent

Ögur­stund runnin upp í Karp­húsinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari kom á fjölmiðlabanni í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga í gær.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari kom á fjölmiðlabanni í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga í gær. Vísir/Vilhelm

Stór dagur er runninn upp í Karphúsinu. Vinnufundir í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga hófust í morgun og samninganefndir hafa svo verið boðaðar til eiginlegs samningafundar klukkan 12. Þá funda læknar og ríkið einnig í kapphlaupi við tímann.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir við fréttastofu nú í morgun að á kennarafundinum í dag verði byggt á þeim grundvelli sem sæst var á í gær, þegar nokkur framgangur hafi loks orðið í viðræðum. 

Þá eru samninganefndir lækna og ríkis einnig byrjaðar að funda í húsinu. Þar er unnið í kapphlaupi við tímann, boðað verkfall lækna hefst á miðnætti. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur formann Læknafélags Íslands í morgun en hún sagði við Vísi í gær að ekki væri útilokað að samningar næðust í dag, og þar með yrði verkfalli aflýst. 

Inntur eftir því hvort hann sé bjartsýnn á gott gengi í dag svarar ríkissáttasemjari á almennum nótum; hann sé bjartsýnn að eðlisfari - fallegt veður sé úti og allt í góðu standi.


Tengdar fréttir

Læknar fara þokka­lega bjartsýnir inn í morgun­daginn

Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélags Íslands segir að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins í dag hafi gengið vel og hún horfir bjartsýn á morgundaginn. Náist samningar á morgun verður ekkert af boðuðu verkfalli lækna sem annars myndi hefjast á miðnætti annað kvöld.

Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara

Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×