Innlent Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. Innlent 18.12.2023 12:00 Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Innlent 18.12.2023 11:56 Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. Innlent 18.12.2023 11:48 Snædís Hekla dúxaði og badmintonkempa flutti ræðu Fjölbrautarskólinn við Ármúla útskrifaði 75 nemendur af 12 brautum og þar af sjö af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en brautskráning fór fram í hátíðarsal skólans. Innlent 18.12.2023 11:35 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Sigurð Inga Jóhannsson um verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. Innlent 18.12.2023 11:35 Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. Innlent 18.12.2023 10:55 Smábátur lenti í vandræðum við Álftanes Skipverji smábáts, sem var skammt undan Álftanesi, gaf út hjálparbeiðni í gærkvöldi vegna vélarvandræða. Vél bátsins hafði ofhitnað við áreynslu, og taldi skipverji ekki óhætt að halda áfram fyrir eigin vélarafli. Innlent 18.12.2023 10:52 Eldar í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og álag á rannsóknardeildinni Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða. Innlent 18.12.2023 09:48 Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. Innlent 18.12.2023 09:13 „Við viljum fá lista yfir glæpi okkar“ Sveitarstjórn Strandabyggðar á Vestfjörðum telur sig ekki hafa forsendur til að hlutast til um mál þar sem eiginkona sveitarstjórans sakar fyrrverandi sveitarstjórnarmann um að hafa dregið sér tugi milljóna á síðasta kjörtímabili. Innviðaráðuneytið beindi þeim tilmælum til sveitarstjórnarinnar að svara bréfum vegna málsins. Innlent 18.12.2023 09:11 Viðhorfspistlar ársins 2023: Hænsn, hatur og allt þar á milli Hvað var fólki efst í huga á árinu 2023? Hvar liggja átakalínurnar? Þessar raunverulegu. Hvað er umhugsunarinnar virði? Innlent 18.12.2023 07:51 Segja frumvarp gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra tilbúið Frumvarp um lög gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er tilbúið í innviðaráðuneytinu og líkur á að það verði lagt fram í vikunni. Innlent 18.12.2023 06:19 Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. Innlent 17.12.2023 22:31 Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. Innlent 17.12.2023 21:59 Reykurinn á Melhaga reyndist vera frá reykingu Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á tíunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði yfir bílskúr á Melhaga í Reykjavík. Í ljós kom að reykurinn kom frá reykofni þar sem verið var að reykja máltíð í aðdraganda jóla. Innlent 17.12.2023 21:49 „Við erum í villta vestrinu“ Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs. Innlent 17.12.2023 21:31 Kötturinn Prins var týndur í tólf ár Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi. Innlent 17.12.2023 20:30 Tveir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Háaleitisbraut Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíl velti á Háaleitisbraut fyrr í kvöld. Innlent 17.12.2023 20:01 Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. Innlent 17.12.2023 19:00 Sögulega fáir fálkar í ár Varpstofn fálka vorið 2023 er sá minnsti sem mælst hefur frá upphafi rannsókna samkvæmt talningum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samfelld fækkun fálka síðustu fjögur ár er sögð koma á óvart. Talið er að fuglaflensa eigi í hlut. Innlent 17.12.2023 18:11 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verkfall flugumferðarstjóra hefst í nótt. Forstjóri Icelandair segir hættu á að fólk komist ekki heim fyrir jól leysist deilan ekki fljótlega. Við fjöllum um málið í fréttatímanum. Innlent 17.12.2023 18:00 FFR og hafnarverkamenn styðja verkfall flugumferðarstjóra Félag flugmálastarfsmanna ríkisins styður kjarabaráttu Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Það kemur fram í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í dag. Innlent 17.12.2023 17:37 Lögreglan lýsir eftir Maju Wiktoriu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maju Wiktoriu. Maja er 14 ára gömul. Þeir sem vita um ferðir Maju eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Innlent 17.12.2023 17:10 Biðst afsökunar á „kallalegu yfirlæti“ Þorsteinn V. Einarsson bað starfsmann Bónus, Ester Harðardóttur, afsökunar á því sem hann kallar „kallalegt yfirlæti.“ Innlent 17.12.2023 16:39 Þakklát íslensku þjóðinni Asil J. Suleiman Almassri sem missti fótinn og stóran hluta fjölskyldunnar í ísraelskum loftárásum á Gasasvæðinu hefur verið veittur íslenskur ríkisborgarréttur. Innlent 17.12.2023 16:09 Réttur fatlaðra til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir dæmi um að börn hafi verið tekin of snemma frá seinfærum foreldrum án þess að allt hafi verið reynt og að það sé áhyggjuefni. Rétturinn til fjölskyldulífs sé mjög mikilvægur og aðlaga þurfi stuðningsþjónustu við þarfir hvers og eins Innlent 17.12.2023 16:00 Skemmdarverk á golfvellinum í Sandgerði Skemmdarverk voru unnin á golfvellinum í Sandgerði. Svo virðist sem að bíl hafi verið ekið þves og kruss yfir golfvöllinn og rifið upp talsvert af grasinu. Innlent 17.12.2023 14:07 „Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl“ Lögmaður ekkju manns sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig plastbarka segir málið í raun stórfurðulegt. Ekkjan muni gera hófsama skaðabótakröfu. Innlent 17.12.2023 13:55 Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Innlent 17.12.2023 13:20 „Það hefur enginn beðið um þessa bók“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus segir ummæli Þorsteins V. Einarssonar varðandi sölu á bók sinni og konu hans Huldu Tölgyes dæma sig sjálf. Innlent 17.12.2023 12:14 « ‹ 331 332 333 334 ›
Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. Innlent 18.12.2023 12:00
Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Innlent 18.12.2023 11:56
Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. Innlent 18.12.2023 11:48
Snædís Hekla dúxaði og badmintonkempa flutti ræðu Fjölbrautarskólinn við Ármúla útskrifaði 75 nemendur af 12 brautum og þar af sjö af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en brautskráning fór fram í hátíðarsal skólans. Innlent 18.12.2023 11:35
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Sigurð Inga Jóhannsson um verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. Innlent 18.12.2023 11:35
Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. Innlent 18.12.2023 10:55
Smábátur lenti í vandræðum við Álftanes Skipverji smábáts, sem var skammt undan Álftanesi, gaf út hjálparbeiðni í gærkvöldi vegna vélarvandræða. Vél bátsins hafði ofhitnað við áreynslu, og taldi skipverji ekki óhætt að halda áfram fyrir eigin vélarafli. Innlent 18.12.2023 10:52
Eldar í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og álag á rannsóknardeildinni Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða. Innlent 18.12.2023 09:48
Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. Innlent 18.12.2023 09:13
„Við viljum fá lista yfir glæpi okkar“ Sveitarstjórn Strandabyggðar á Vestfjörðum telur sig ekki hafa forsendur til að hlutast til um mál þar sem eiginkona sveitarstjórans sakar fyrrverandi sveitarstjórnarmann um að hafa dregið sér tugi milljóna á síðasta kjörtímabili. Innviðaráðuneytið beindi þeim tilmælum til sveitarstjórnarinnar að svara bréfum vegna málsins. Innlent 18.12.2023 09:11
Viðhorfspistlar ársins 2023: Hænsn, hatur og allt þar á milli Hvað var fólki efst í huga á árinu 2023? Hvar liggja átakalínurnar? Þessar raunverulegu. Hvað er umhugsunarinnar virði? Innlent 18.12.2023 07:51
Segja frumvarp gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra tilbúið Frumvarp um lög gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er tilbúið í innviðaráðuneytinu og líkur á að það verði lagt fram í vikunni. Innlent 18.12.2023 06:19
Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. Innlent 17.12.2023 22:31
Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. Innlent 17.12.2023 21:59
Reykurinn á Melhaga reyndist vera frá reykingu Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á tíunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði yfir bílskúr á Melhaga í Reykjavík. Í ljós kom að reykurinn kom frá reykofni þar sem verið var að reykja máltíð í aðdraganda jóla. Innlent 17.12.2023 21:49
„Við erum í villta vestrinu“ Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs. Innlent 17.12.2023 21:31
Kötturinn Prins var týndur í tólf ár Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi. Innlent 17.12.2023 20:30
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Háaleitisbraut Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíl velti á Háaleitisbraut fyrr í kvöld. Innlent 17.12.2023 20:01
Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. Innlent 17.12.2023 19:00
Sögulega fáir fálkar í ár Varpstofn fálka vorið 2023 er sá minnsti sem mælst hefur frá upphafi rannsókna samkvæmt talningum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samfelld fækkun fálka síðustu fjögur ár er sögð koma á óvart. Talið er að fuglaflensa eigi í hlut. Innlent 17.12.2023 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verkfall flugumferðarstjóra hefst í nótt. Forstjóri Icelandair segir hættu á að fólk komist ekki heim fyrir jól leysist deilan ekki fljótlega. Við fjöllum um málið í fréttatímanum. Innlent 17.12.2023 18:00
FFR og hafnarverkamenn styðja verkfall flugumferðarstjóra Félag flugmálastarfsmanna ríkisins styður kjarabaráttu Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Það kemur fram í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í dag. Innlent 17.12.2023 17:37
Lögreglan lýsir eftir Maju Wiktoriu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maju Wiktoriu. Maja er 14 ára gömul. Þeir sem vita um ferðir Maju eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Innlent 17.12.2023 17:10
Biðst afsökunar á „kallalegu yfirlæti“ Þorsteinn V. Einarsson bað starfsmann Bónus, Ester Harðardóttur, afsökunar á því sem hann kallar „kallalegt yfirlæti.“ Innlent 17.12.2023 16:39
Þakklát íslensku þjóðinni Asil J. Suleiman Almassri sem missti fótinn og stóran hluta fjölskyldunnar í ísraelskum loftárásum á Gasasvæðinu hefur verið veittur íslenskur ríkisborgarréttur. Innlent 17.12.2023 16:09
Réttur fatlaðra til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir dæmi um að börn hafi verið tekin of snemma frá seinfærum foreldrum án þess að allt hafi verið reynt og að það sé áhyggjuefni. Rétturinn til fjölskyldulífs sé mjög mikilvægur og aðlaga þurfi stuðningsþjónustu við þarfir hvers og eins Innlent 17.12.2023 16:00
Skemmdarverk á golfvellinum í Sandgerði Skemmdarverk voru unnin á golfvellinum í Sandgerði. Svo virðist sem að bíl hafi verið ekið þves og kruss yfir golfvöllinn og rifið upp talsvert af grasinu. Innlent 17.12.2023 14:07
„Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl“ Lögmaður ekkju manns sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig plastbarka segir málið í raun stórfurðulegt. Ekkjan muni gera hófsama skaðabótakröfu. Innlent 17.12.2023 13:55
Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Innlent 17.12.2023 13:20
„Það hefur enginn beðið um þessa bók“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus segir ummæli Þorsteins V. Einarssonar varðandi sölu á bók sinni og konu hans Huldu Tölgyes dæma sig sjálf. Innlent 17.12.2023 12:14