Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2023 11:56 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Hættustig almannavarna hefur verið í Grindavík frá 23. nóvember. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur hægt og sígandi verið að rýmka þann tíma sem íbúum og fyrirtækjum hefur verið leyfilegt að dvelja í bænum. Frá 14. desember hefur leyfilegur dvalartími í bænum verið frá klukkan sjö á morgnanna til níu á kvöldin. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir þó greinilegt að þolinmæði íbúa gagnvart lokun að heimilum sínum sé á þrotum. „Við rýmdum bæinn 10. nóvember og merkilegt nokk þá hafa íbúar farið að reglum síðan. Það voru þó nokkrir íbúar í gær sem að vildu ekki fara en ég held að það hafi verið leyst og þau fóru fyrir rest. Það er ágætt að segja frá því að lögreglan er ekki að fara í harðar aðgerðir gagnvart íbúum Grindavíkurbæjar,“ segir Úlfar. Úlfar segir greinilegt að það sé komið óþol fyrir þessu ástandi. „Við erum auðvitað búinn að vera með bæinn tómann að næturlagi frá 10. nóvember. Það eru litlar breytingar að sjá í jörðinni eins og ég segi stundum. Ég á von á því að Veðurstofan uppfæri hættumatskort sitt á miðvikudag. Ég er að bíða eftir þeim degi því við vegum og metum stöðuna á hverjum degi og ef að okkur þykir ástæða til þá með skynsamlegum rökum að lyft rýmingu þá gerum við það,“ segir hann. Búið er að skreyta hér og þar í Grindavík. Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort honum þyki líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum svarar Úlfar: „Ég myndi telja líkur á því já, miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við verðum að bíða og sjá hvað Veðurstofan segir í uppfærðu hættumati.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jól Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Hættustig almannavarna hefur verið í Grindavík frá 23. nóvember. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur hægt og sígandi verið að rýmka þann tíma sem íbúum og fyrirtækjum hefur verið leyfilegt að dvelja í bænum. Frá 14. desember hefur leyfilegur dvalartími í bænum verið frá klukkan sjö á morgnanna til níu á kvöldin. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir þó greinilegt að þolinmæði íbúa gagnvart lokun að heimilum sínum sé á þrotum. „Við rýmdum bæinn 10. nóvember og merkilegt nokk þá hafa íbúar farið að reglum síðan. Það voru þó nokkrir íbúar í gær sem að vildu ekki fara en ég held að það hafi verið leyst og þau fóru fyrir rest. Það er ágætt að segja frá því að lögreglan er ekki að fara í harðar aðgerðir gagnvart íbúum Grindavíkurbæjar,“ segir Úlfar. Úlfar segir greinilegt að það sé komið óþol fyrir þessu ástandi. „Við erum auðvitað búinn að vera með bæinn tómann að næturlagi frá 10. nóvember. Það eru litlar breytingar að sjá í jörðinni eins og ég segi stundum. Ég á von á því að Veðurstofan uppfæri hættumatskort sitt á miðvikudag. Ég er að bíða eftir þeim degi því við vegum og metum stöðuna á hverjum degi og ef að okkur þykir ástæða til þá með skynsamlegum rökum að lyft rýmingu þá gerum við það,“ segir hann. Búið er að skreyta hér og þar í Grindavík. Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort honum þyki líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum svarar Úlfar: „Ég myndi telja líkur á því já, miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við verðum að bíða og sjá hvað Veðurstofan segir í uppfærðu hættumati.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jól Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira