Handbolti

Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi

Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel.

Handbolti

„Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“

„Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM.

Handbolti

Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu

„Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits.

Handbolti

Dagur og Bjarni á leið til Búdapest

Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð.

Handbolti

Bjarni Ófeigur á leið til Búdapest

Íslenska handboltalandsliðinu er að berast liðsauki en samkvæmt heimildum íþróttadeildar er Bjarni Ófeigur Valdimarsson á leið til Búdapest þar sem Ísland leikur sína leiki á EM.

Handbolti