„Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 16:30 Guðmundur Guðmundsson var duglegur að leiðbeina nýjum mönnum gegn Svartfellingum í dag og hæstánægður með þeirra frammistöðu í leiknum. Getty/Sanjin Strukic „Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM. Guðmundur er enn staðráðinn í að sleppa því að horfa á leikinn í kvöld þrátt fyrir að eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi í dag sé ljóst að ef Danmörk vinnur þá kemst Ísland í undanúrslit. Hann ætlar að reyna að hvílast eftir mikla rússíbanareið síðustu sólarhringa, en Guðmundur þurfti til að mynda að breyta um leikáætlun snemma í morgun fyrir leikinn við Svartfjallaland, þegar þrír leikmenn losnuðu úr einangrun. Nýja áætlunin svínvirkaði og Ísland vann stórsigur. „Ég á varla orð til að lýsa þessu. Þetta er búið að vera mjög, mjög erfitt fyrir okkur. Þetta er eins og krísustjórnun. Við erum í erfiðri stöðu á hverjum einasta degi og fyrir mig sem þjálfara, að undirbúa liðið í þessum aðstæðum hefur þetta verið geysilega erfitt og mikið púsluspil. Ég þurfti að breyta öllu leikplaninu klukkan hálfátta í morgun, þegar nýir menn voru komnir inn,“ sagði Guðmundur. Finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með Hann var hæstánægður með þá Bjarka Má Elísson, Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson sem sneru aftur til leiks. Aron meiddist þó snemma leiks en Guðmundur segir vonir bundnar við að hann geti spilað á föstudaginn, um 5. sæti eða í undanúrslitum gegn Spáni. Bjarki Már Elísson sneri aftur úr einangrun og skoraði úr öllum átta skotum sínum.Getty „Ég vil þakka þeim sem komu inn eftir sjö daga í einangrun fyrir stórkostlega frammistöðu, karakter og vilja. Þetta var ekki einfalt fyrir þá en þeir gerðu það stórkostlega vel. Ég finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með okkur. Ég veit að þá langar svo ofboðslega til að spila hérna með okkur. Ég finn til með þeim á hverjum einasta degi. Þetta er ekki einföld staða, að vera lokaður inni í litlu herbergi á meðan að EM er í gangi.“ „Ég vona að við fáum happadísirnar með okkur núna og getum losað fleiri úr einangrun á næstu tveimur dögum. Þetta gekk upp í dag en þetta er lítill hópur til að halda uppi fullum dampi á móti toppliðum. Að því sögðu er ég ótrúlega ánægður með frammistöðu þeirra sem voru að koma inn í liðið. Þeir hafa verið fljótir að setja sig inn í hlutina og ég held ég hafi bara ekki upplifað svona,“ sagði Guðmundur. Hæstánægður með nýju mennina Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon fengu til að mynda frekar stórt hlutverk í leiknum gegn Svartfjallalandi í dag. „Þeir koma inn í vel skipulagt leikplan, þetta er skilgreint fyrir þeim aftur og aftur, og þeir eru bara með þetta. Þeir stóðu sig ótrúlega vel í dag. Maður eins og Þráinn kemur inn í sinn fyrsta landsleik á EM og gerði þetta mjög vel í vörn og sókn. Magnús Óli var með frábæra innkomu og hjálpaði okkur mikið, því staðan er aldrei örugg þegar þetta er komið niður í sex mörk. Hann hjálpaði okkur að leysa hnúta.“ EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29 Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:20 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:08 Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 15:53 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Guðmundur er enn staðráðinn í að sleppa því að horfa á leikinn í kvöld þrátt fyrir að eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi í dag sé ljóst að ef Danmörk vinnur þá kemst Ísland í undanúrslit. Hann ætlar að reyna að hvílast eftir mikla rússíbanareið síðustu sólarhringa, en Guðmundur þurfti til að mynda að breyta um leikáætlun snemma í morgun fyrir leikinn við Svartfjallaland, þegar þrír leikmenn losnuðu úr einangrun. Nýja áætlunin svínvirkaði og Ísland vann stórsigur. „Ég á varla orð til að lýsa þessu. Þetta er búið að vera mjög, mjög erfitt fyrir okkur. Þetta er eins og krísustjórnun. Við erum í erfiðri stöðu á hverjum einasta degi og fyrir mig sem þjálfara, að undirbúa liðið í þessum aðstæðum hefur þetta verið geysilega erfitt og mikið púsluspil. Ég þurfti að breyta öllu leikplaninu klukkan hálfátta í morgun, þegar nýir menn voru komnir inn,“ sagði Guðmundur. Finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með Hann var hæstánægður með þá Bjarka Má Elísson, Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson sem sneru aftur til leiks. Aron meiddist þó snemma leiks en Guðmundur segir vonir bundnar við að hann geti spilað á föstudaginn, um 5. sæti eða í undanúrslitum gegn Spáni. Bjarki Már Elísson sneri aftur úr einangrun og skoraði úr öllum átta skotum sínum.Getty „Ég vil þakka þeim sem komu inn eftir sjö daga í einangrun fyrir stórkostlega frammistöðu, karakter og vilja. Þetta var ekki einfalt fyrir þá en þeir gerðu það stórkostlega vel. Ég finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með okkur. Ég veit að þá langar svo ofboðslega til að spila hérna með okkur. Ég finn til með þeim á hverjum einasta degi. Þetta er ekki einföld staða, að vera lokaður inni í litlu herbergi á meðan að EM er í gangi.“ „Ég vona að við fáum happadísirnar með okkur núna og getum losað fleiri úr einangrun á næstu tveimur dögum. Þetta gekk upp í dag en þetta er lítill hópur til að halda uppi fullum dampi á móti toppliðum. Að því sögðu er ég ótrúlega ánægður með frammistöðu þeirra sem voru að koma inn í liðið. Þeir hafa verið fljótir að setja sig inn í hlutina og ég held ég hafi bara ekki upplifað svona,“ sagði Guðmundur. Hæstánægður með nýju mennina Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon fengu til að mynda frekar stórt hlutverk í leiknum gegn Svartfjallalandi í dag. „Þeir koma inn í vel skipulagt leikplan, þetta er skilgreint fyrir þeim aftur og aftur, og þeir eru bara með þetta. Þeir stóðu sig ótrúlega vel í dag. Maður eins og Þráinn kemur inn í sinn fyrsta landsleik á EM og gerði þetta mjög vel í vörn og sókn. Magnús Óli var með frábæra innkomu og hjálpaði okkur mikið, því staðan er aldrei örugg þegar þetta er komið niður í sex mörk. Hann hjálpaði okkur að leysa hnúta.“
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29 Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:20 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:08 Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 15:53 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
„Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29
Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:20
Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20
Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:08
Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 15:53