Handbolti

Sel­foss komið á blað

Selfoss vann í kvöld sinn fyrsta leik í Olís-deild kvenna og er þar með komið á blað í deildinni. ÍR er hins vegar enn án sigurs.

Handbolti

Magdeburg missti heims­meistara­titilinn

Ungverska liðið Veszprém er heimsmeistari félagsliða eftir 34-33 sigur gegn þýska liðinu Magdeburg í framlengdum leik. Magdeburg hafði unnið keppnina fjögur ár í röð og var ósigrað í síðustu fimmtán leikjum fyrir þennan.

Handbolti

Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“

Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest.

Handbolti

Bjarki með átta gegn Brössum

Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk og var næstmarkahæstur hjá Veszprém í dag þegar liðið rúllaði yfir brasilíska liðið Taubaté, 43-17, á HM félagsliða í handbolta. Magdeburg vann risasigur á bandaríska liðinu California Eagles, 57-21.

Handbolti

Tap gegn Tékkum í lokaleiknum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta varð að sætta sig við fimm marka tap gegn heimakonum, 26-21, í þriðja og síðasta leik sínum á æfingamóti í Tékklandi í dag.

Handbolti

Þor­steinn Leó fór ham­förum

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum.

Handbolti

„Varnar­leikurinn var skelfi­legur”

Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var niðurlútur eftir tap á móti Fram í Úlfarsárdal í kvöld. Þeim gekk illa að stöðva sóknarmenn Fram og var Ásgeir Örn virkilega óánægður með varnarleik liðsins.

Handbolti

FH á toppinn eftir sigur í Garða­bæ

Íslandsmeistarar FH unnu fjögurra marka útisigur á Stjörnunni í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta. FH hefur nú unnið síðustu þrjá leiki sína og er komið með átta stig að loknum fimm leikjum.

Handbolti

„Komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á“

Einar Jónsson, þjálfari Fram, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld á móti Haukum í Olís-deild karla í handknattleik. Það var mikið skorað í Úlfarsárdalnum en leikurinn fór 37-34 fyrir Fram og að vonum var Einar kampakátur með sóknarleik liðsins í kvöld.

Handbolti

Tíu marka sigur Ís­lands

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann tíu marka sigur á tékkneska félagsliðinu Házená Kynzvart, 35-25. Ísland er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í nóvember.

Handbolti

Viktor Gísli öflugur gegn PSG

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Wisla Plock sem mátti þola naumt tap gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson átti þá góðan leik í efstu deild Danmerkur.

Handbolti