Lífið

Sunn­eva Einars tekur risastökk á tekjulista á­hrifa­valda

Skemmtikrafturinn og útvarpskonan Eva Ruza Miljevic er tekjuhæst íslenskra áhrifavalda, annað árið í röð. Á eftir henni eru Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir og Guðmundur Birkir Pálmason, sem betur er þekktur sem Gummi Kíró. Sunneva var ekki meðal tíu tekjuhæstu stjarnanna í fyrra og er hástökkvari á listanum í ár.

Lífið

Þor­móður og Þóra skelltu sér til Marokkó

Þormóður Jónsson athafnamaður og eigandi Íslensku auglýsingastofunnar og Þóra Björk Schram listakona eru nýjasta par landsins. Þau hafa undanfarin misseri spókað sig um í Friðheimum og skellt sér til Marokkó svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið

„Sumar á disk” að hætti Evu Lauf­eyjar

Matgæðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir deildi einfaldri og ljúffengri uppskrift að sumarlegum snittum á Instagram-síðu sinni. Rétturinn er tilvalinn sem forréttur eða sem léttur réttur. 

Lífið

„Þetta var full­komið og auð­vitað sagði ég já“

Alexandra Friðfinnsdóttir átti ógleymanlega stund á tónlistarhátíðinni Sziget í Búdapest þegar kærastinn hennar Magnús Jóhann fór á skeljarnar. Hjúin eru miklir tónlistarunnendur og fékk Magnús eina af þeirra uppáhalds hljómsveitum í lið með honum. Blaðamaður ræddi við Alexöndru um þessa einstöku trúlofun.

Lífið

Myndaveisla: Líf og fjör á golfmóti FM957

Frábær þátttaka og mikil gleði var á partý golfmóti FM957 sem var haldið í níunda sinn síðastliðinn fimmtudag. Sjötíu og tveir keppendur mættu til leiks á mótinu sem fór fram á golfvelli Öndverðarness í Grímsnesi.

Lífið

Spjótin hætta ekki að beinast að Blake Lively

Spjótin beinast enn og aftur að Hollywood leikkonunni Blake Lively á samfélagsmiðlum. Í þetta skiptið fyrir ummæli sem hún lét falla um trans fólk árið 2012. Leikkonan hefur undanfarna daga og vikur verið undir smásjá netverja vegna einkennilegrar markaðssetningar hennar á bíómyndinni It Ends With Us sem nú er í kvikmyndahúsum.

Lífið

Harðfiskís, laxaís og beikonís í stærsta ísteiti ársins

Kjörísdagurinn stóri var haldinn hátíðlegur í Hveragerði síðastliðinn laugardag í fimmtánda skipti en hátíðin er liður í blómstrandi dögum í Hveragerði. Gefnir voru um 200 þúsund skammtar af ís og er áætlað að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig.

Lífið

Vala Grand gengin út

Vala Grand er gengin út. Sá heppni heitir Brynjólfur Gunnarsson en er þekktur af vinum og vandamönnum sínum sem Bryns.

Lífið

Fjögur börn og trú­lofun hjá Evu Dögg

Jógagyðjan og annar eigandi vellíðurnarfyrirtækisins Rvk Ritual Eva Dögg Rúnarsdóttir á von barni með kærasta sínum, handboltamanninum, Stefáni Darra Þórssyni. Eva deildi tíðindunum með fallegri mynd á samfélagsmiðlum.

Lífið

Segist standa með Helga Magnúsi gegn hótunum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ekki taka það persónulega þegar fólk hafi uppi stór orð eða neikvæða umræðu um hann. Bjarni, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa horft upp á þingmenn brenna upp af því að þeir hafi tekið neikvæða gagnrýni inn á sig.

Lífið

Lil Curly og Brynja ekki lengur bara vinir

Áhrifavaldarnir Brynja Bjarnadóttir Anderiman og Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, eru byrjuð saman. Þetta staðfestir Arnar við blaðamann en parið byrjaði sem mjög góðir vinir og hafa sést saman víða, bæði hér heima og í ferðalögum erlendis.

Lífið

Frægir kynnar á ráð­stefnu Demó­krata

Kerry Washington, Tony Goldwyn, Mindy Kaling og Ana Navarro verða kynnar á ráðstefnu Demókrataflokksins sem hefst í Chicago í Illinois á morgun. Ráðstefnan stendur alla vikuna og mun hvert þeirra vera kynnir eina kvöldstund.

Lífið

Brad Pitt stoppaði í ham­borgara í Dalakofanum

Leikarinn Brad Pitt er á landinu og fékk sér hamborgara í Dalakofanum í Laugum í Reykjadal í gær. Ingibjörg Arna Friðgeirsdóttir starfar í Dalakofanum og er ein þeirra sem afgreiddi leikarann í gær. Hún segir hann hafa verið afar kurteisan og að honum hafi þótt hamborgarinn góður.

Lífið

„Þjóðar­morðið í Palestínu hefur sam­einað þær“

Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu.

Lífið

Harð­fisk-, laxa- og beikonís á Ísdeginum í Hvera­gerði

Kjörísdagurinn Stóri var haldinn hátíðlegur í Kjörís í Hveragerði í dag í fimmtánda sinn. Hátíðin er dagskrárliður á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum sem er haldin árlega í Hveragerði. Í tilkynningu frá Kjörís kemur fram að gefnir hafi verið um 200 þúsund skammtar af ís og að áætlað sé að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig á hátíðinni.

Lífið

Ekki búið spil

Bandaríska leikkonan Dakota Johnson og breski tónlistarmaðurinn Chris Martin eru enn saman, þvert á það sem slúðurmiðlar greindu frá í gær. Umboðsmenn Dakota þvertaka fyrir sögusagnir um að þau væru á leið hvort í sína áttina. 

Lífið

Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig

Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni.  Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.

Lífið

Heitustu hin­segin pör landsins

Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlega í liðinni viku þar sem ástinni og fjölbreytileikanum var fagnað með glæsibrag. Í tilefni hátíðarinnar setti lífið á Vísi saman lista sem samanstendur af hinsegin pörum sem eiga það sameiginlegt að vera flottar fyrirmyndir.

Lífið