Lífið

Heimir Hall­gríms­son frum­sýnir kærustuna

Heimir F. Hallgrímsson lögmaður, fasteignasali og ævintýramaður frumsýndi kærustuna, Dagmar Silju Kristjönu Svavarsdóttur nema við Háskólann í Reykjavík, á Instagram í gær þar sem þau voru að njóta lífsins í skíðaferð í Austurríki.

Lífið

Skilin

Skilnaður Ariönu Grande og Dalton Gomez er genginn í gegn. Hjónin sóttu um skilnað síðasta haust eftir þriggja ára hjónaband.

Lífið

Tíu ár af fyndnum dýralífsmyndum

Ljósmyndasamkeppnin Comedy wildlife photography awards 2024 er hafin. Um árlega keppni er að ræða þar sem fólk um allan heim sendir inn þúsundir fyndnar ljósmyndir sem það fangar í náttúrunni.

Lífið

Hildur María og Sigurður nefndu dótturina

Fyrrverandi fegurðardrottningin og handboltakonan Hildur María Leifsdóttir og kærastinn hennar Sigurður Jakob Helgason lögmaður, skírðu dóttur sína við hátíðlega athöfn um helgina. Stúlkunni var gefið nafnið Lína María.

Lífið

Nýtt mynd­band af Katrínu vekur at­hygli

Myndband af Katrínu Middleton prinsessu af Wales og Vilhjálmi bretaprins að spóka sig á sveitabýli í Windsor hefur vakið athygli á netmiðlum. Samkvæmt breska götublaðinu The Sun var myndbandið tekið upp síðasta laugardag, þegar hún er sögð hafa sést meðal almennings. 

Lífið

Hamingju­söm og þakk­lát Katrín Tanja á splunku­nýjum jeppa

Fyrrum CrossFit heimsmeistarinn og afreksíþróttakonan Katrín Tanja nýtur lífsins í Norður-Idaho í Bandaríkjunum þar sem hún er búsett ásamt unnusta sínum, íþróttamanninum Brooks Laich. Parið festi nýverið kaup á svörtum Land Rover Defender jeppa og birti Katrín Tanja mikla gleðifærslu á Instagram í tilefni af því. 

Lífið

Sturla Atlas og Kol­finna slá sér upp

Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri og Sigurbjartur Sturla Atlason, þekktur sem Sturla Atlas, tónlistarmaður og leikari, hafa sést víða saman á opinberum vettvangi nýverið og virðast láta vel að hvort öðru.

Lífið

Grímur leitar að bræðrum sínum

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, reynir þessa dagana að komast í samband við tvo karlmenn sem hann telur vera bræður sína. Hann biður alla sem hafa tengingar í Wales að deila FB-færslu sinni í þeirri von að hún nái til skyldmenna sinna.

Lífið

Zara tók sjálfur með gosinu

Sænska ofurstjarnan Zara Larsson nýtti sér stund milli stríða vel á laugardagskvöldinu þegar það byrjaði að gjósa. Hún tók nokkrar sjálfur af sér með gosinu af toppi tónlistarhússins Hörpu þar sem hún var með tónleika það kvöldið.

Lífið

Ingó veðurguð og Alexandra eiga von á stelpu

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur sem Ingó veðurguð, og kærasta hans Alexandra Eir Davíðsdóttir eiga von á stúlku í ágúst. Parið greinir frá tímamótunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið

Kann ekki að gefast upp

Mollý Jökulsdóttir var tvítug þegar hún flutti ein út til Danmerkur, með tvær ferðatöskur og óljóst framtíðarplan. Í dag er hún í stjórnunarstöðu hjá einni stærstu verslunarkeðju í Evrópu og er á sama tíma á uppleið innan tónlistargeirans, en á dögunum undirritaði hún samning við Quattro Music sem er undirfyrirtæki Warner Brothers í Kaupmannahöfn.

Lífið

Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sann­færingar­krafti

Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil.

Lífið

Fagnaðar­fundir í 80 ára af­mæli Loft­leiða

Margt var um manninn á opnunarhátíð 80 ára afmælissýningu Loftleiða í bíósal Hótel Natura 8. mars síðastliðinn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra opnaði hátíðina og flutti fræðandi erindi.

Lífið

Salvador á Djúpa­vogi reyndist heita Buszek og búa í Sand­gerði

Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi.

Lífið

Dó næstum því við tökur á Ís­landi

Tónlistarkonan Kacey Musgraves segist hafa næstum því látið lífið þegar hún var stödd hér á landi við að taka myndband fyrir titillag nýrrar plötu sinnar. Hún segir Ísland hafa verið eins og önnur pláneta.

Lífið

Ó­venju­legur lífs­stíll ís­lenskrar fjöl­skyldu vekur at­hygli

Hjónin Guðný Matthíasdóttir og Róbert Halbergsson hafa undanfarið eitt og hálft ár búið í húsbíl ásamt börnunum sínum tveimur og heimsótt alls 26 lönd í Evrópu. Fjölskyldan deilir reglulega myndum og myndskeiðum á Instagram þar sem þau sýna frá daglegu lífi sínu á flakki á „Eurovagninum“ svokallaða, en lífstíll þeirra er mörgum framandi.

Lífið

„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“

„Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið

Ætlar aldrei að gefast upp

Líf Bjarnheiðar Hannesdóttur tók kollsteypu í desember árið 2012 þegar hún fékk skyndilegt hjartastopp sem varði í tuttugu mínútur. Henni var vart hugað líf en barðist ötullega og hafði loks betur. Hjartastoppið olli hins vegar gífurlegum heilaskaða og Bjarnheiður, eða Heiða eins og hún er alltaf kölluð, fór frá því að vera aktíf og fullfrísk þriggja barna móðir og fasteignasali yfir í að vera algjörlega ósjálfsbjarga.

Lífið

Á­bendingum um að­stoð fyrir Blæsa rigndi yfir fjöl­skylduna

Ábendingum um aðstoð fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminn í fjölskyldu Silju Brá Guðlaugsdóttur, hinum ellefu vikna gamla hvolpi Blæsa, rigndi yfir fjölskylduna eftir að Silja birti mynd af hvolpinum inni á hópi hundaáhugamanna á samfélagsmiðlinum Facebook. Blæsi er heyrnarlaus og sjóndapur vegna erfðagalla.

Lífið