Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 2.11.2024 07:02 Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er orðinn afi í annað sinn. Margrét Bjarnadóttir elsta dóttir Bjarna og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson eignuðust dóttur á þriðjudaginn. Lífið 1.11.2024 21:27 Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur sett sinn einstaka svip á jólalagið vinsæla „Santa Baby,“ sem var skrifað af Joan Javits og upprunalega flutt af Eartha Kitt árið 1953. Laufey sett lagið í djass-búning og fékk bandaríska Hollywood leikarann Bill Murray til liðs við sig. Lífið 1.11.2024 16:50 Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Fyrrverandi Playboy fyrirsætan Rachel Kennedy segir að tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hafi neytt hana til að horfa síendurtekið á tónlistarmyndbönd með tónlistarkonunni Jennifer Lopez í einu af alræmdum partýum hans árið 2000. Þar var reyndar enginn utan hans sjálfs. Lífið 1.11.2024 16:00 Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Bandaríska NFL goðsögnin Tom Brady gat ekki ímyndað sér að fyrrverandi eiginkona hans og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen myndi eignast barn með núverandi kærasta sínum Joaquim Valente. Hann er sagður hafa verið gapandi hissa yfir tíðindunum. Lífið 1.11.2024 12:31 „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Magnús Andri fell frá langt fyrir aldur fram vegna fíknar. Hann kemur frá góðu heimili og átti framtíðina fyrir sér en um er að ræða sjúkdóm sem erfitt er að ráða við. Lífið 1.11.2024 11:31 Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Grétar Matthíasson keppir um helgina í Heimsmeistaramótinu í kokteilagerð í Madeira í Portúgal. Keppninni lýkur á sunnudag. Grétar hefur ákveðið að leggja kokteilahristarann á hilluna eftir keppninni og taka að sér þjálfun. Lífið 1.11.2024 10:36 Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Ofurfyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti með eiginmanni sínum, Tom Kaulitz, í þeirra árlega hrekkjavökupartí í New York í gærkvöldi, klædd upp sem geimveran E.T. úr samnefndri kvikmynd frá árinu 1982. Lífið 1.11.2024 10:06 „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Arnar Björnsson fréttamaður vann sína síðustu vakt á fréttastofu RÚV í gær. Og var kvaddur með virktum. Hann á að baki 45 ára gifturíkan feril, sem hlýtur að teljast dágott og má hann teljast goðsögn. En Arnar segir nú komið gott. Lífið 1.11.2024 09:00 „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því. Lífið 1.11.2024 08:01 Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Inga Sæland formaður Flokks fólksins mætir með eigin hanska og bakflæðistöflur til þess að takast á við sterkar sósur. Hún segir bragðið minna sig mest á lagið Hot Stuff með Donnu Summer og gefur lítið fyrir hraðaspurningarnar. Lífið 1.11.2024 07:02 Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kannast ekki við daður Friðriks Danakonungs og segir dapurt að íslenskir fjölmiðlar geri sér mat úr frásögnum um það sem birtust í áströlskum slúðurmiðli. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands veltir í nýútkominni bók fyrir sér hvort María Danadrottning hefði daðrað við hann í veislu í forsetatíð sinni. Lífið 31.10.2024 20:03 Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Það var margt um manninn í verslun FOU22 á dögunum þegar sænsku áhrifavaldarnir og athafnakonurnar, Thérése Hellström og My Andrén, tóku á móti tískuunnendum og kynntu þeim fyrir vörum frá sænsku merkjunum Ávora og Le Scarf. Lífið 31.10.2024 15:02 Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Orri óstöðvandi, bókaflokkurinn um vinina Orra og Möggu, er íslenskum krökkum afar vel kunnugur. Nú á að gera leikna sjónvarpsþætti um Orra og vini hans. Lífið 31.10.2024 14:31 Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Jackson einn dreng, Andreas sem er fimm ára. Lífið 31.10.2024 14:02 Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eignahlutfélag Björgólfs Thors Björgúlfssonar, Novathor F11 ehf, hefur sett glæsiíbúð við Austurhöfn í Reykjavík á sölu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Félagið festi kaup á eigninni árið 2022 og greiddi 310 milljónir. Lífið 31.10.2024 12:49 Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. Lífið 31.10.2024 12:03 Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Fermingarveisla FM95BLÖ verður haldin á næsta ári. Útvarpsþátturinn er að verða fjórtán ára og því tilvalið að skella í fermingu. Lífið 31.10.2024 11:02 Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Bandaríski ferðamaðurinn Timothy Bradley sendi starfsfólki Landspítalans hjartnæmt bréf og gjöf í þakklætisskyni fyrir að hafa hlúð að honum eftir að hann lenti í mótorhjólaslysi í grennd við Gullfoss í september síðastliðnum. Hann gaf starfsmönnum sérmerktan kaffibolla og súkkulaði. Lífið 31.10.2024 10:16 „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ „Ég hef alltaf verið með mikla tjáningarþörf. Það er smá pönkari í mér og mér finnst mikilvægt að pota aðeins, því ég vil að við séum stöðugt að vaxa,“ segir leikkonan Birna Rún sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 31.10.2024 07:03 Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Móðir Birnu Drafnar Jónasdóttur lést af völdum heilaslags. Birna starfar í dag að innleiðingu FAST aðferðar sem kennir börnum hver einkenni heilaslags eru. Heilaslag er ein af algengustu dánarorsökunum á Vesturlöndum. Lífið 31.10.2024 07:03 Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar Lífið 30.10.2024 22:25 Játning í Svörtum söndum Önnur þáttaröð af Svörtum söndum fór í loftið á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum en í þáttunum liggur áfallið enn þungt á bæjarbúum Glerársands. Lífið 30.10.2024 20:02 Tóm hamingja hjá forsetanum Gleðin var við völd á föstudagskvöld þegar Gaflaraleikhúsið frumsýndi leikverkið Tóm hamingja. Um er að ræða verk sem leiki er á tveimur sviðum í einu og skipta áhorfendur um sal í hléi. Lífið 30.10.2024 16:06 Hafi áður tekið of stóran skammt Breski söngvarinn Liam Payne hafði áður tekið of stóran skammt eiturlyfja þannig að honum varð að bjarga. Hann er sagður hafa verið í engu ástandi til þess að taka þátt í upptökum á raunveruleikaþáttum Netflix sem fram fóru fyrr á þessu ári. Lífið 30.10.2024 15:02 Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes opnaði sig á dögunum um innri ferðalag sitt í átt að því að skilja betur hver hann er. Mendes skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum og hefur verið í samböndum með stórstjörnum á borð við Camilu Cabello og Hailey Bieber. Stjarnan opnaði sig við aðdáendur sína á dögunum á tónleikum í Colorado þar sem hann sagðist enn vera að finna út úr kynhneigð sinni. Lífið 30.10.2024 13:02 Kynntust í fyrri seríunni Önnur þáttaröðin af Svörtu Söndum er farin í loftið á Stöð 2 en fyrri serían naut mikilla vinsælda. Lífið 30.10.2024 11:32 Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Unnur Eggertsdóttir, leikkona og verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu, á von á sínu öðru barni með unnusta sínum Travis. Hún deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. Lífið 30.10.2024 10:31 Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Dóttir leikstjórans Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu Weisshappel, myndlistarkonu og leikmyndahönnuðar var skírð þann 5. október síðastliðinn og fékk hún nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um sérstakt leyfi til Mannanafnanefndar og segir að það hafi komið þeim á óvart að Kilja væri ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn. Lífið 30.10.2024 09:31 „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Við höfum mikla ástríðu fyrir því að efla tengslanet kvenna,“ segja vinkonurnar og þjálfararnir Lilja Sigurgeirsdóttir og Unnur María Pálmadóttir. Stöllurnar hafa í gegnum tíðina verið duglegar að ferðast saman, bæði á sólríka staði og yfir hálendi Íslands. Lífið 30.10.2024 09:00 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 334 ›
Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 2.11.2024 07:02
Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er orðinn afi í annað sinn. Margrét Bjarnadóttir elsta dóttir Bjarna og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson eignuðust dóttur á þriðjudaginn. Lífið 1.11.2024 21:27
Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur sett sinn einstaka svip á jólalagið vinsæla „Santa Baby,“ sem var skrifað af Joan Javits og upprunalega flutt af Eartha Kitt árið 1953. Laufey sett lagið í djass-búning og fékk bandaríska Hollywood leikarann Bill Murray til liðs við sig. Lífið 1.11.2024 16:50
Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Fyrrverandi Playboy fyrirsætan Rachel Kennedy segir að tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hafi neytt hana til að horfa síendurtekið á tónlistarmyndbönd með tónlistarkonunni Jennifer Lopez í einu af alræmdum partýum hans árið 2000. Þar var reyndar enginn utan hans sjálfs. Lífið 1.11.2024 16:00
Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Bandaríska NFL goðsögnin Tom Brady gat ekki ímyndað sér að fyrrverandi eiginkona hans og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen myndi eignast barn með núverandi kærasta sínum Joaquim Valente. Hann er sagður hafa verið gapandi hissa yfir tíðindunum. Lífið 1.11.2024 12:31
„Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Magnús Andri fell frá langt fyrir aldur fram vegna fíknar. Hann kemur frá góðu heimili og átti framtíðina fyrir sér en um er að ræða sjúkdóm sem erfitt er að ráða við. Lífið 1.11.2024 11:31
Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Grétar Matthíasson keppir um helgina í Heimsmeistaramótinu í kokteilagerð í Madeira í Portúgal. Keppninni lýkur á sunnudag. Grétar hefur ákveðið að leggja kokteilahristarann á hilluna eftir keppninni og taka að sér þjálfun. Lífið 1.11.2024 10:36
Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Ofurfyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti með eiginmanni sínum, Tom Kaulitz, í þeirra árlega hrekkjavökupartí í New York í gærkvöldi, klædd upp sem geimveran E.T. úr samnefndri kvikmynd frá árinu 1982. Lífið 1.11.2024 10:06
„Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Arnar Björnsson fréttamaður vann sína síðustu vakt á fréttastofu RÚV í gær. Og var kvaddur með virktum. Hann á að baki 45 ára gifturíkan feril, sem hlýtur að teljast dágott og má hann teljast goðsögn. En Arnar segir nú komið gott. Lífið 1.11.2024 09:00
„Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því. Lífið 1.11.2024 08:01
Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Inga Sæland formaður Flokks fólksins mætir með eigin hanska og bakflæðistöflur til þess að takast á við sterkar sósur. Hún segir bragðið minna sig mest á lagið Hot Stuff með Donnu Summer og gefur lítið fyrir hraðaspurningarnar. Lífið 1.11.2024 07:02
Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kannast ekki við daður Friðriks Danakonungs og segir dapurt að íslenskir fjölmiðlar geri sér mat úr frásögnum um það sem birtust í áströlskum slúðurmiðli. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands veltir í nýútkominni bók fyrir sér hvort María Danadrottning hefði daðrað við hann í veislu í forsetatíð sinni. Lífið 31.10.2024 20:03
Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Það var margt um manninn í verslun FOU22 á dögunum þegar sænsku áhrifavaldarnir og athafnakonurnar, Thérése Hellström og My Andrén, tóku á móti tískuunnendum og kynntu þeim fyrir vörum frá sænsku merkjunum Ávora og Le Scarf. Lífið 31.10.2024 15:02
Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Orri óstöðvandi, bókaflokkurinn um vinina Orra og Möggu, er íslenskum krökkum afar vel kunnugur. Nú á að gera leikna sjónvarpsþætti um Orra og vini hans. Lífið 31.10.2024 14:31
Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Jackson einn dreng, Andreas sem er fimm ára. Lífið 31.10.2024 14:02
Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eignahlutfélag Björgólfs Thors Björgúlfssonar, Novathor F11 ehf, hefur sett glæsiíbúð við Austurhöfn í Reykjavík á sölu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Félagið festi kaup á eigninni árið 2022 og greiddi 310 milljónir. Lífið 31.10.2024 12:49
Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. Lífið 31.10.2024 12:03
Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Fermingarveisla FM95BLÖ verður haldin á næsta ári. Útvarpsþátturinn er að verða fjórtán ára og því tilvalið að skella í fermingu. Lífið 31.10.2024 11:02
Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Bandaríski ferðamaðurinn Timothy Bradley sendi starfsfólki Landspítalans hjartnæmt bréf og gjöf í þakklætisskyni fyrir að hafa hlúð að honum eftir að hann lenti í mótorhjólaslysi í grennd við Gullfoss í september síðastliðnum. Hann gaf starfsmönnum sérmerktan kaffibolla og súkkulaði. Lífið 31.10.2024 10:16
„Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ „Ég hef alltaf verið með mikla tjáningarþörf. Það er smá pönkari í mér og mér finnst mikilvægt að pota aðeins, því ég vil að við séum stöðugt að vaxa,“ segir leikkonan Birna Rún sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 31.10.2024 07:03
Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Móðir Birnu Drafnar Jónasdóttur lést af völdum heilaslags. Birna starfar í dag að innleiðingu FAST aðferðar sem kennir börnum hver einkenni heilaslags eru. Heilaslag er ein af algengustu dánarorsökunum á Vesturlöndum. Lífið 31.10.2024 07:03
Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar Lífið 30.10.2024 22:25
Játning í Svörtum söndum Önnur þáttaröð af Svörtum söndum fór í loftið á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum en í þáttunum liggur áfallið enn þungt á bæjarbúum Glerársands. Lífið 30.10.2024 20:02
Tóm hamingja hjá forsetanum Gleðin var við völd á föstudagskvöld þegar Gaflaraleikhúsið frumsýndi leikverkið Tóm hamingja. Um er að ræða verk sem leiki er á tveimur sviðum í einu og skipta áhorfendur um sal í hléi. Lífið 30.10.2024 16:06
Hafi áður tekið of stóran skammt Breski söngvarinn Liam Payne hafði áður tekið of stóran skammt eiturlyfja þannig að honum varð að bjarga. Hann er sagður hafa verið í engu ástandi til þess að taka þátt í upptökum á raunveruleikaþáttum Netflix sem fram fóru fyrr á þessu ári. Lífið 30.10.2024 15:02
Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes opnaði sig á dögunum um innri ferðalag sitt í átt að því að skilja betur hver hann er. Mendes skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum og hefur verið í samböndum með stórstjörnum á borð við Camilu Cabello og Hailey Bieber. Stjarnan opnaði sig við aðdáendur sína á dögunum á tónleikum í Colorado þar sem hann sagðist enn vera að finna út úr kynhneigð sinni. Lífið 30.10.2024 13:02
Kynntust í fyrri seríunni Önnur þáttaröðin af Svörtu Söndum er farin í loftið á Stöð 2 en fyrri serían naut mikilla vinsælda. Lífið 30.10.2024 11:32
Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Unnur Eggertsdóttir, leikkona og verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu, á von á sínu öðru barni með unnusta sínum Travis. Hún deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. Lífið 30.10.2024 10:31
Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Dóttir leikstjórans Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu Weisshappel, myndlistarkonu og leikmyndahönnuðar var skírð þann 5. október síðastliðinn og fékk hún nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um sérstakt leyfi til Mannanafnanefndar og segir að það hafi komið þeim á óvart að Kilja væri ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn. Lífið 30.10.2024 09:31
„Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Við höfum mikla ástríðu fyrir því að efla tengslanet kvenna,“ segja vinkonurnar og þjálfararnir Lilja Sigurgeirsdóttir og Unnur María Pálmadóttir. Stöllurnar hafa í gegnum tíðina verið duglegar að ferðast saman, bæði á sólríka staði og yfir hálendi Íslands. Lífið 30.10.2024 09:00