Lífið

Brady í á­falli yfir barn­eignum Bündchen

Bandaríska NFL goðsögnin Tom Brady gat ekki ímyndað sér að fyrrverandi eiginkona hans og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen myndi eignast barn með núverandi kærasta sínum Joaquim Valente. Hann er sagður hafa verið gapandi hissa yfir tíðindunum.

Lífið

Leggur hristarann á hilluna eftir mótið

Grétar Matthíasson keppir um helgina í Heimsmeistaramótinu í kokteilagerð í Madeira í Portúgal. Keppninni lýkur á sunnudag. Grétar hefur ákveðið að leggja kokteilahristarann á hilluna eftir keppninni og taka að sér þjálfun.

Lífið

Ó­þekkjan­leg sem frægasta geim­vera í heimi

Ofurfyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti með eiginmanni sínum, Tom Kaulitz, í þeirra árlega hrekkjavökupartí í New York í gærkvöldi, klædd upp sem geimveran E.T. úr samnefndri kvikmynd frá árinu 1982.

Lífið

„Við vitum aldrei hve­nær draugarnir banka upp­á“

Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því.

Lífið

Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi

Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu.

Tónlist

Þór­dís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Ís­landi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kannast ekki við daður Friðriks Danakonungs og segir dapurt að íslenskir fjölmiðlar geri sér mat úr frásögnum um það sem birtust í áströlskum slúðurmiðli. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands veltir í nýútkominni bók fyrir sér hvort María Danadrottning hefði daðrað við hann í veislu í forsetatíð sinni.

Lífið

Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið

Það hefur líkast til ekki farið framhjá neinum að Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í dag með öllu tilheyrandi. Þá er fátt meira viðeigandi en að grípa í eina hryllilega hrekkjavökumynd. Vísir ákvað að heyra í kvikmyndarýninum og hlaðvarpsþáttastjórnandanum Þórarni Þórarinssyni sem tók sig til og setti saman lista yfir tíu ómissandi hryllingsmyndir.

Bíó og sjónvarp

Eyddi Youtube síðu sonarins

Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti.

Lífið

Þakk­látur starfs­fólki Land­spítalans eftir mótorhjólaslys

Bandaríski ferðamaðurinn Timothy Bradley sendi starfsfólki Landspítalans hjartnæmt bréf og gjöf í þakklætisskyni fyrir að hafa hlúð að honum eftir að hann lenti í mótorhjólaslysi í grennd við Gullfoss í september síðastliðnum. Hann gaf starfsmönnum sérmerktan kaffibolla og súkkulaði.

Lífið

Dana­konungur sagður hafa daðrað við Þór­dísi

Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar 

Lífið

Játning í Svörtum söndum

Önnur þáttaröð af Svörtum söndum fór í loftið á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum en í þáttunum liggur áfallið enn þungt á bæjarbúum Glerársands.

Lífið

Tóm hamingja hjá for­setanum

Gleðin var við völd á föstudagskvöld þegar Gaflaraleikhúsið frumsýndi leikverkið Tóm hamingja. Um er að ræða verk sem leiki er á tveimur sviðum í einu og skipta áhorfendur um sal í hléi.

Lífið

Hafi áður tekið of stóran skammt

Breski söngvarinn Liam Payne hafði áður tekið of stóran skammt eiturlyfja þannig að honum varð að bjarga. Hann er sagður hafa verið í engu ástandi til þess að taka þátt í upptökum á raunveruleikaþáttum Netflix sem fram fóru fyrr á þessu ári.

Lífið