Skoðun

Betra er brjóst­vit en bók­vit

Gunnar Úlfarsson skrifar

Það styttist í jólin. Verslanir keppast því við að fylla hillur af nýprentuðum bókum. Vísir fjallaði um málið í vikunni þar sem sagði að verð á bókum hækki með hverju ári og bókin stefni í að kosta tæplega átta þúsund krónur, að jafnaði.

Skoðun

Þurfum við föstu­daga?

Tómas Ragnarz skrifar

Í áratugi höfum við skoðað leiðir til að auðvelda föstudaga á skrifstofunni; hvort sem það eru morgunverðarhlaðborð, bjór í hádeginu, hversdagslegri klæðnaður, styttri vinnudagur eða annað sprell. Því er kannski ekki nema von að sífellt fleiri séu farin að spyrja sig hvort yfirleitt sé þörf á föstudögum.

Skoðun

Á­stand í bú­fjár­eftir­liti há­alvar­legt varðandi dýr í neyð

Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar

Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. Nú hafa verið birtar myndir af kúm sem skv. heimildum hefur verið haldið inni undanfarin þrjú ár, en voru settar út að lokum og standa þær nú í köldu haustveðrinu, grindhoraðar og með takmarkaðan aðgang að vatni og fóðri. Einnig eru áhyggjur af sauðfé á bænum.

Skoðun

Enda­stopp Strætó

Agnar Freyr Stefánsson skrifar

Ég stend í Hafnarfirði og bíð eftir Ásnum. Síðan ég flutti heim frá Hollandi hef ég notað strætó daglega. Það varð ósjálfrátt vani að nota almenningssamgöngur í Hollandi því það var ódýrt, hagstætt og áreiðanlegt. Á þeim stuttu 3 mánuðum sem ég hef verið á Íslandi hefur Strætó hækkað í verði, hætt ferðum fyrr, skert þjónustu og verst af öllu - hætt með næturstrætó.

Skoðun

Fjár­mála­ráð­herra skilur ekki skil­mála í­búða­bréfanna

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum.

Skoðun

Betri framtíð fyrir börnin okkar

Ingibjörg Isaksen skrifar

Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. 

Skoðun

Vífils­staðir: Press 1 for English

Kristófer Ingi Svavarsson skrifar

Vífilsstaðir, Öldrunardeild H Landspítala, eru fjölþjóðlegt samfélag starfsmanna sem veita 42-45 rosknum Íslendingum aðhlynningu, sinna þeim á allan hátt, allan sólarhringinn, þörfum líkama og sálar. Obbinn af þessum vistmönnum er fólk sem fæddist fyrir 17. júní 1944, þótt lýðveldisbörnum fjölgi óðum í röðum þessara skjólstæðinga því „enginn stöðvar tímans þunga nið“.

Skoðun

Kvikmyndagerð í úlfakreppu

Hjálmar Einarsson skrifar

Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum.

Skoðun

Treysta ekki ESB í varnarmálum

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is.

Skoðun

Blaða­manna­fundurinn sem þurrkaði upp milljarða

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Eftir lokun markaða á fimmtudag hélt fjármálaráðherra blaðamannafund þar sem hann kynnti að Íbúðalánasjóður færi að óbreyttu í þrot eftir 12 ár og að þá myndi reyna á ríkisábyrgð. Samkvæmt þessari sviðsmynd liggur líka fyrir að næstu 12 árin á sjóðurinn fyrir skuldbindingum sínum.

Skoðun

Snemmtæk inngrip í meðferð hjá SÁÁ

Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir skrifar

Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms.

Skoðun

Koma snjall­tæki í veg fyrir sam­veru­stundir á þínu heimili?

Unnur Arna Jónsdóttir,Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa

Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur.

Skoðun

Orkuskiptin

Heiðar Guðjónsson skrifar

Mannkynið hefur unnið ötullega að orkuskiptum um langt skeið. Allt frá því manninum tókst að hagnýta sér eldinn hefur orkumyndun þróast, en aldrei hraðar en nú.

Skoðun

Hafnarfjörður og skólamál barna á flótta

Björg Sveins skrifar

Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu.

Skoðun

Matarskortur – samvinnuverkefni þjóða

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Í liðnum mánuði lagði undirrituð land undir fót ásamt þremur öðrum þingmönnum. Ferð okkar var heitið á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þessi heimsókn okkar var virkilega fróðleg og upplýsandi. En meðan á heimsókninni stóð var haldinn neyðarfundur í þinginu þar sem til umræðu var ályktun aðildarríkja þar sem innlimun Rússa á fjórum héruðum í austanverðri Úkraínu var fordæmd. Þessi neyðarfundur var sá 11. frá upphafi en Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Hér var því um sögulegan viðburð að ræða, enda lifum við sögulega tíma.

Skoðun

Mannúð eða fordómafullur hræðsluáróður

Davor Purusic skrifar

Íslendingar hafa sammælst um að stefna þjóðarinnar gagnvart hælisleitendum og flóttafólki skuli rekin á grundvelli mannúðar. Við erum samfélag sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa einstaklingum í neyð, veita þeim skjól þegar þeir þurfa á skjóli að halda. Við höfum verið stolt af afstöðu okkar á þessu sviði. Mannúð okkar hefur verið fyrirmynd annarra þjóða langt út fyrir nágrannaþjóðir okkar í Norður-Evrópu.

Skoðun

Heimilt að fá haus­verk um helgar

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lyfjalögum, sem afnemur skilyrði laganna um að sala lausasölulyfja í almennum verslunum sé háð fjarlægð frá apóteki. Með öðrum orðum að heimila sölu lausasölulyfja í öllum almennum verslunum.

Skoðun

Er barnið þitt eitt af þeim heppnu?

Ellen Alma Tryggvadóttir skrifar

Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar.

Skoðun

Sofandi í bíl­skrjóðum við Al­þingi

Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með málflutningi Sjálfstæðismanna á Alþingi, en þeir berjast nú sem aldrei fyrr í nafni frelsis og mannréttinda gegn félagslegum réttindum verkafólks. Aðferðir þeirra þurfa reyndar ekkert að koma á óvart, enda hefur flokkurinn löngum gengið erinda auðvaldsins.

Skoðun

Ríki og sveitar­fé­lög gangi í takt!

Bragi Bjarnason skrifar

Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir.

Skoðun

And­stæðingur stéttar­fé­laga?

Vilhjálmur Árnason skrifar

Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram.

Skoðun

Ekki vera ras­isti á Hrekkja­vökunni

Þórarinn Hjartarson skrifar

Hrekkjavaka er hátíð af írskum uppruna sem Íslendingar hafa undanfarin ár gert að sinni. Í tilefni af því er mikilvægt að minna á að menning annarra er ekki búningur.

Skoðun

Hverjir gæta hags­muna launa­fólks?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks.

Skoðun

Palli var einn í heiminum

Gunnar Dan Wiium skrifar

Þegar fjallað er um geðlyf án þess að þar komi fram að sálarfræðin og geðlæknisfræðin eru ekki raunveruleg vísindi, heldur gervi-vísindi (pseudo-science), og ekki er gerð grein fyrir því hvað þau virkilega vita og vita ekki, geta og geta ekki, er ekki bara um slæman fréttaflutning að ræða, heldur einnig óábyrga umfjöllun.

Skoðun

Ertu á sjéns?

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Þegar fólk lendir á sjéns, þá er mikilvægt að hafa nokkra hluti á hreinu: Eru allir til í þetta? Hvar eru getnaðarvarnirnar?

Skoðun

ADHD hjá fullorðnum, röskun eða?

Sigrún Heimisdóttir skrifar

Október er tileinkaður vitundarvakningu um ADHD (Attention deficit/hyperactivity disorder). ADHD er skilgreint sem taugaþroskaröskun og læknisfræðilegt heiti á íslensku er: „Truflun á virkni og athygli”. Síðustu vikur hefur átt sér stað mikilvæg umræða í fjölmiðlum tengd offitusjúkdómnum, greiningu hans og meðferð.

Skoðun

Fólk færir störf

Ingibjörg Isaksen skrifar

Fyrr í dag var haldinn fundur á starfsstöð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Akureyri þar sem tilkynnt var að fimm sérfræðistörf á sviði brunabótamats yrðu auglýst. Verða þau störf staðsett á Akureyri.

Skoðun