Tónlist

Grípandi danspopp Rihönnu

Söngkonan hæfileikaríka Rihanna er mætt með sína sjöttu hljóðversplötu. R&B og danspoppið er sem fyrr afar fyrirferðarmikið.

Tónlist

The Prodigy spilar lög af nýrri plötu

Hljómsveitin The Prodigy er komin aftur á stjá og ætlar að spila ný lög af væntanlegri plötu sinni á Download-hátíðinni í Bretlandi næsta sumar. Platan verður sú sjötta í röðinni og hefur ekki fengið nafn enn sem komið er. Sú síðasta hét Invaders Must Die og kom út fyrir tveimur árum. Rokksveitirnar Metallica og Black Sabbath, sem er að koma saman á nýjan leik með Ozzy Osbourne í fararbroddi, spila einnig á hátíðinni.

Tónlist

Músíkalskt par gefur út

Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur hafa gefið út plötuna Glæður. Þar eru fjórtán hugljúf lög, þar af þrjú frumsamin. Platan varð til upp úr samstarfi þessa músíkalska pars, sem hefur undanfarin ár haldið fjölda dúettatónleika við sívaxandi vinsældir. Á meðal laga á plötunni eru Við gengum tvö, Enn syngur vornóttin, One of Us með ABBA og Boat on the River. Glæður var hljóðrituð á einu kvöldi í Stúdíó Sýrlandi með völdum hópi áheyrenda. Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Daði Birgisson og Taylor Selsback spiluðu inn á plötuna.

Tónlist

Plata með tónleikum

Aðdáendur Quarashi geta nú keypt lokatónleika sveitarinnar sem voru haldnir á Nasa í sumar. Tónleikaplatan er aðeins gefin út stafrænt og fæst einungis á Tónlist.is. Einnig fá þeir sem kaupa Anthology-safnpakka Quarashi tónleikaplötuna frítt í kaupbæti. Aukalögin tvö, Shady Lives og An Abductee, sem eru ekki í pakkanum, fylgja einnig með í kaupbæti. Þetta verður allra síðasta útgáfa Quarashi en bæði Steini og Tiny eru langt komnir með fyrstu sólóplötur sínar. Tónleikaupptaka af laginu Pro fer í útvarpsspilun í vikunni. Einnig er hægt að heyra lagið á Fésbókarsíðu Quarashi.

Tónlist

Erfiðast að semja textana

Hljómsveitin Pollapönk hefur gefið út sína þriðju plötu, Aðeins meira Pollapönk. Fyrstu tvær plöturnar hafa selst í hátt í sex þúsund eintökum.

Tónlist

Akkúrat rétta umgjörðin

Todmobile er að gefa út sína sjöundu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í kvöld þar sem öllu verður tjaldað til.

Tónlist

Dr. Dre tekur sér frí

Rapparinn og upptökustjórinn Dr. Dre ætlar að taka sér frí frá tónlistinni eftir 27 ár í bransanum án teljandi hvíldar.

Tónlist

Bono kenndi mér að dansa

Florence Welch úr hljómsveitinni Florence and the Machine segir að Bono, söngvari U2, hafi kennt sér að dansa á háum hælum uppi á sviði. Hljómsveitin hitaði upp fyrir U2 á 360-tónleikaferð hennar um heiminn.

Tónlist

Gamla góða Grafík lifnar við

Ein ástsælasta popphljómsveit landsins, hin ísfirska Grafík, á 30 ára afmæli þessa dagana. Í tilefni af því verður á næstu dögum frumsýnd glæný heimildarmynd og gefin út tvöföld plata með bestu lögum sveitarinnar.

Tónlist

Dikta stefnir enn hærra

Það eru eflaust einhverjir sem bíða spenntir eftir fjórðu breiðskífu hljómsveitarinnar Diktu, Trust Me. Hún dettur í hús á föstudaginn en síðasta plata sveitarinnar, Get It Together, náði platínumsölu og vel það.

Tónlist

Tónleikaplötu Sigur Rósar vel tekið

Fyrsta tónleikaplata Sigur Rósar er komin út. Platan hefur hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda helstu tónlistartímarita heims. Sigur Rós hefur sent frá sér tónleikapakkann INNI. Í pakkanum má finna tvöfalda tónleikaplötu sem var tekin upp á tónleikum hljómsveitarinnar í Alexöndruhöll í Lundúnum í nóvember árið 2008, þá fyrstu sem hljómsveitin sendir frá sér ásamt mynd eftir Vincent Morisset um sömu tónleika.

Tónlist

Frank stofnar plötuútgáfu

Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi listamenn.

Tónlist

Justice skiptir um gír

Franska dúóið Justice sló í gegn með fyrstu plötunni sinni, Cross, árið 2007. Nú er plata númer tvö komin út, Audio Video Disco.

Tónlist

Kynna tónlistina í vinsælum útvarpsþætti

"Við erum rosalega spenntar fyrir þessu,“ segir Alma, sem ásamt þeim Klöru og Steinunni myndar stúlknasveitina The Charlies. Á föstudaginn kemur út svokallað mixteip frá sveitinni sem aðdáendur geta hlaðið niður af netinu og fara stúlkurnar í mikla kynningarherferð vegna þessa í Los Angeles.

Tónlist

Mömmuvænt alþýðupopp í Þjóðleikhúskjallaranum

Tríóið 1860 tók til starfa fyrir réttu ári en hefur þegar látið frá sér sína fyrstu breiðskífu, sem kallast Sagan. Hljómsveitin spilar þjóðlagaskotið popp sem fengið hefur góðar viðtökur hjá landanum. Útgáfutónleikar verða haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan 22.

Tónlist

Bjó til plötu og börn

Barneignir hafa tafið plötugerð hjá popparanum Togga. Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu og strákarnir í hljómsveitinni hans hafa eignast sex börn á þeim tíma. Platan Wonderful Secrets kom út í vikunni.

Tónlist

Beckham hjálpaði til

Fótboltakappinn David Beckham er sagður hafa gegnt lykilhlutverki í því að fá meðlimi rokksveitarinnar The Stone Roses, sem lagði upp laupana árið 1996, til að taka upp þráðinn á nýjan leik. Beckham hefur verið heitur aðdáandi sveitarinnar frá unga aldri.

Tónlist

IKI hlýtur dönsku tónlistarverðlaunin

Norræna spunasönghljómsveitin IKI hlaut um helgina dönsku tónlistarverðlaunin fyrir samnefnda plötu sína í flokki djazzraddtónlistar. Anna María Björnsdóttir er fulltrúi Íslands í sveitinni sem hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að hafa einungis verið starfandi í tvö ár.

Tónlist