Viðskipti erlent Kreppumálsóknir eru að sliga danska dómstóla Danskir dómstólar fá nú svo mörg mál tengd efnahagskreppunni inn á borð til sín að þeir geta engan veginn annað vinnuálaginu. Viðskipti erlent 16.10.2009 09:42 Google siglir úr kreppunni, skilar methagnaði Google hefur tilkynnt um mesta hagnað fyrirtækisins á einum ársfjórðungi. Hagnaður Google nam einum milljarði punda, eða rúmlega 200 milljörðum kr., á þriðja ársfjórðungi ársins. Viðskipti erlent 16.10.2009 09:07 Magasin opnar netverslun Stjórnendur Magasin undirbúa opnun netverslunar þessa dagana. Strax í næstu viku verður hægt að kaupa meira en sjö þúsund vörur á netinu. Gert er ráð fyrir að innan skamms verði netverslunin orðin jafn umsvifamikil og aðrar verslanir Magasin keðjunnar. Viðskipti erlent 15.10.2009 23:44 Putin vill að Renault hjálpi framleiðanda Lada Renault þarf að veita stærsta bílaframleiðanda í Rússlandi mikla aðstoð til að forðast gjaldþrot, annars missa 50 þúsund manns vinnuna. Þetta hefur Bloomberg fréttastofan eftir Vladimir Putin forsætisráðherra Rússa. Viðskipti erlent 15.10.2009 22:03 Fyrsta tap Nokia frá aldamótum Finnska farsímafyrirtækið Nokia skilaði sínu fyrsta tapi frá aldamótum á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tapið nam tæplega 560 milljónum evra eða yfir 100 milljörðum kr. Í fréttum erlendra fjölmiðla segir að tapið hafi komið á óvart. Viðskipti erlent 15.10.2009 14:48 Hlutir í Goldman Sachs lækka þrátt fyrir ofuruppgjör Hlutir í bandaríska bankanum Goldman Sachs hafa lækkað um 2% í utanmarkaðsviðskiptum í morgun þrátt fyrir að bankinn hafi skilað ofuruppgjöri eftir þriðja ársfjórðung að mati sérfræðinga. Viðskipti erlent 15.10.2009 12:09 Harrods hefur sölu á gullstöngum og gullmyntum Hin þekkta breska stórverslun Harrods mun frá og með deginum í dag bjóða viðskiptavinum sínum gullstangir og gullmyntir til sölu. Viðskipti erlent 15.10.2009 09:35 Norski olíusjóðurinn stækkaði um 500 milljarða Norski olíusjóðurinn stækkaði um 23 milljarða norskra kr. eða rúmlega 500 milljarða kr. milli mánaðana ágúst og september. Stærð hans er nú í 2.545 milljörðum norskra kr. eða um 56.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 15.10.2009 09:05 Landsbankinn var fordæmi í Bretlandi Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka. Viðskipti erlent 15.10.2009 04:00 Dow Jones fór yfir 10 þúsund stig Dow Jones vísitalan náði 10 þúsund stigum í dag. Meira en ár er liðið síðan hún náði yfir 10 þúsund stigin síðast. Það var þann 7. október í fyrra að Dow Jones var síðast yfir 10 þúsund stigum. Síðan þá hefur ein versta efnahagskrísa í manna minnum skekið heiminn og Dow Jones vísitalan hefur mælst eftir því. En nú blasir annað við og Dow Jones mældist 10.018 fyrir lokun í dag. Viðskipti erlent 14.10.2009 21:39 Íslenskur athafnamaður í 18 milljarða verkefni í Svíþjóð Íslenski athafnamaðurinn Guðjón Halldórsson heldur áfram með 18 milljarða kr. verkefni í suðurhluta Svíþjóðar. Ætlunin er að byggja nýtt þorp við Allarp í suðurhluta landsins, skammt frá Malmö, þar sem 800 til 1.000 manns geta búið. Viðskipti erlent 14.10.2009 15:25 Ölreikningur til IBM eftir að netþjónabú sló út Rafmagnsleysi hjá einu netþjónabúi IBM í Bröndby í Danmörku í nótt hefur valdið verulegu tekjutapi hjá Carlsberg bruggverksmiðjunum. Ætlar Carlsberg af þessum sökum að krefja IBM um skaðabætur. Viðskipti erlent 14.10.2009 14:14 Evrusvæðið stígur stórt skref út úr kreppunni Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%. Viðskipti erlent 14.10.2009 13:09 JPMorgan skilar mjög góðu uppgjöri JPMorgan Chase & Co bankinn skilaði mjög góðu uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. Mun betra en flestir sérfræðingar áttu von á. Viðskipti erlent 14.10.2009 11:22 Lyfjarisinn GlaxoSmithKline í verulegum vandræðum Breski lyfjarisinn GlaxoSmithkKline (GSK) er í verulegum vandræðum eftir að dómstóll í Pennsylvaníu dæmdi móður skaðabætur frá GSK upp á 2,5 milljónir dollara. Móðirin hafði fætt barn með hjartagalla eftir að hafa notað þunglyndislyfið Paxil meðan á meðgöngunni stóð. Viðskipti erlent 14.10.2009 10:59 Ford innkallar 4,5 milljónir bíla Bílaframleiðandinn Ford hefur innkallað 4,5 milljónir bíla og vill fá þá á verkstæði til að gera við gallaðan hnapp í mælaborði þeirra. Vegna hnappsins er hætta á að eldur kvikni í bílunum, jafnvel þegar þeir eru ekki í gangi. Viðskipti erlent 14.10.2009 10:23 David Sullivan í viðræðum um kaup á West Ham David Sullivan hefur átt óformlegar viðræður við CB Holding um kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham að því er segir í frétt í blaðinu Evening Standard. Sullivan er einn af fyrrum eigendum Birmingham liðsins. Viðskipti erlent 14.10.2009 09:29 Risabónusar bíða eftir strákunum á Wall Street Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja. Viðskipti erlent 14.10.2009 09:01 Góðar hagtölur frá Kína og dollar hækka olíuverðið Heimsmarkaðsverð á olíu fór í morgun yfir 75 dollara á tunnuna en þetta er hæsta verð á olíu hingað til í ár. Það eru góðar hagtölur frá Kína og áframhaldandi veiking dollarans sem valda olíuverðhækkunum í augnablikinu. Viðskipti erlent 14.10.2009 08:46 Sérsveit lögreglu í skipulögðum glæpum rannsakar JJB Sports Sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi (Serious Organised Crime Agency eða SOCA) er nú að kanna mál fyrrum yfirmanna íþróttavörukeðunnar JJB Sports. Rannsókin beinist meðal annars að Chris Ronnie fyrrum viðskiptafélaga Existu í Bretlandi. Viðskipti erlent 14.10.2009 08:21 Danir dæla peningum inn á bankareikninga Danir leggja peninga inn á bankareikninga nú sem aldrei fyrr. Á einu ári hafa innistæður danskra heimila í bönkunum aukist úr 690 í 741 milljarð danskra króna, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten. Viðskipti erlent 13.10.2009 23:18 Norsk stjórnvöld ganga á olíusjóðinn Norsk stjórnvöld ætla að ganga á olíusjóðinn í meira mæli en áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í fjárlögum norsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Ætlunin er að dæla olíupeningunum út í ýmis samfélagsverkefni því að atvinnuleysið er enn að aukast frá þeim 3% sem það stendur nú í. Viðskipti erlent 13.10.2009 10:37 Álverðið aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið Heimsmarkaðsverð á áli er aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið eftir miklar sveiflur á markaðinum í London (London Metal Exchange) undanfarinn mánuð. Í morgun var verðið komið í rétt tæpa 1.950 dollara m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 13.10.2009 08:28 Makrílstríð í uppsiglingu milli Noregs og ESB Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að í uppsiglingu sé makrílstríð milli Noregs og Evrópusambandsins. LÍÚ fjallar um málið á vefsíðu sinni og vitnar til formanns systursamtaka sinna í Noregi. Viðskipti erlent 12.10.2009 14:21 Þráðlausir peningar eru handan við hornið Víða erlendis er að ryðja sér til rúms tækni þar sem farsímar virka sem greiðslukort, bankareikningar og seðlar. Það verður sum sé hægt að borga fyrir innkaup og reikninga með því að ýta á einn takka á farsímanum. Viðskipti erlent 12.10.2009 13:50 Fyrsta konan sem fær Nóbelsverðlaunin í hagfræði Elinor Ostrom er fyrsta konan til að fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði en tilkynnt var um verðlaunahafa í morgun. Alls eru 40 ár frá því að þessi verðlaun voru veitt í fyrsta sinn. Viðskipti erlent 12.10.2009 13:05 Dynasty stjarnan Joan Collins verslar í lágvöruverslun Hin 76 ára gamla fyrrum Dynasty stjarna Joan Collins hefur orðið fyrir barðinu á kreppunni eins og flestir aðrir og upplýsir nú að hún sé byrjuð að versla í lágvöruverslunarkeðjunni Primark. Hún hafi ekki lengur efni á að kaupa sér hátískuföt. Viðskipti erlent 12.10.2009 10:27 Ferðaskrifstofa gjaldþrota áður en fyrsta ferðin seldist Mosaik Travel, ferðaskrifstofa í Kaupmannahöfn, hefur verið úrskurðuð gjaldþrota áður en henni tókst að selja eina einustu ferð á sínum vegum. Viðskipti erlent 12.10.2009 10:06 Seðlabankar heimsins á flótta frá dollaranum Dollarinn virðist vera að tapa hlutverki sínu sem gjaldeyrisforðamynt seðlabanka heimsins. Seðlabankarnir eru nú á flótta frá dollaranum og vilja frekar hafa gjaldeyrisforða sinn í evrum og jenum. Viðskipti erlent 12.10.2009 09:05 Vilja meira en fimmtungshlut Finnska fjármálafyrirtækið Sampo er nú stærsti hluthafi Nordea, umsvifamesta banka Norðurlanda. Þetta kemur fram á nýjum hluthafalista Nordea sem birtur var á föstudag. Viðskipti erlent 12.10.2009 04:00 « ‹ 286 287 288 289 290 291 292 293 294 … 334 ›
Kreppumálsóknir eru að sliga danska dómstóla Danskir dómstólar fá nú svo mörg mál tengd efnahagskreppunni inn á borð til sín að þeir geta engan veginn annað vinnuálaginu. Viðskipti erlent 16.10.2009 09:42
Google siglir úr kreppunni, skilar methagnaði Google hefur tilkynnt um mesta hagnað fyrirtækisins á einum ársfjórðungi. Hagnaður Google nam einum milljarði punda, eða rúmlega 200 milljörðum kr., á þriðja ársfjórðungi ársins. Viðskipti erlent 16.10.2009 09:07
Magasin opnar netverslun Stjórnendur Magasin undirbúa opnun netverslunar þessa dagana. Strax í næstu viku verður hægt að kaupa meira en sjö þúsund vörur á netinu. Gert er ráð fyrir að innan skamms verði netverslunin orðin jafn umsvifamikil og aðrar verslanir Magasin keðjunnar. Viðskipti erlent 15.10.2009 23:44
Putin vill að Renault hjálpi framleiðanda Lada Renault þarf að veita stærsta bílaframleiðanda í Rússlandi mikla aðstoð til að forðast gjaldþrot, annars missa 50 þúsund manns vinnuna. Þetta hefur Bloomberg fréttastofan eftir Vladimir Putin forsætisráðherra Rússa. Viðskipti erlent 15.10.2009 22:03
Fyrsta tap Nokia frá aldamótum Finnska farsímafyrirtækið Nokia skilaði sínu fyrsta tapi frá aldamótum á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tapið nam tæplega 560 milljónum evra eða yfir 100 milljörðum kr. Í fréttum erlendra fjölmiðla segir að tapið hafi komið á óvart. Viðskipti erlent 15.10.2009 14:48
Hlutir í Goldman Sachs lækka þrátt fyrir ofuruppgjör Hlutir í bandaríska bankanum Goldman Sachs hafa lækkað um 2% í utanmarkaðsviðskiptum í morgun þrátt fyrir að bankinn hafi skilað ofuruppgjöri eftir þriðja ársfjórðung að mati sérfræðinga. Viðskipti erlent 15.10.2009 12:09
Harrods hefur sölu á gullstöngum og gullmyntum Hin þekkta breska stórverslun Harrods mun frá og með deginum í dag bjóða viðskiptavinum sínum gullstangir og gullmyntir til sölu. Viðskipti erlent 15.10.2009 09:35
Norski olíusjóðurinn stækkaði um 500 milljarða Norski olíusjóðurinn stækkaði um 23 milljarða norskra kr. eða rúmlega 500 milljarða kr. milli mánaðana ágúst og september. Stærð hans er nú í 2.545 milljörðum norskra kr. eða um 56.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 15.10.2009 09:05
Landsbankinn var fordæmi í Bretlandi Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka. Viðskipti erlent 15.10.2009 04:00
Dow Jones fór yfir 10 þúsund stig Dow Jones vísitalan náði 10 þúsund stigum í dag. Meira en ár er liðið síðan hún náði yfir 10 þúsund stigin síðast. Það var þann 7. október í fyrra að Dow Jones var síðast yfir 10 þúsund stigum. Síðan þá hefur ein versta efnahagskrísa í manna minnum skekið heiminn og Dow Jones vísitalan hefur mælst eftir því. En nú blasir annað við og Dow Jones mældist 10.018 fyrir lokun í dag. Viðskipti erlent 14.10.2009 21:39
Íslenskur athafnamaður í 18 milljarða verkefni í Svíþjóð Íslenski athafnamaðurinn Guðjón Halldórsson heldur áfram með 18 milljarða kr. verkefni í suðurhluta Svíþjóðar. Ætlunin er að byggja nýtt þorp við Allarp í suðurhluta landsins, skammt frá Malmö, þar sem 800 til 1.000 manns geta búið. Viðskipti erlent 14.10.2009 15:25
Ölreikningur til IBM eftir að netþjónabú sló út Rafmagnsleysi hjá einu netþjónabúi IBM í Bröndby í Danmörku í nótt hefur valdið verulegu tekjutapi hjá Carlsberg bruggverksmiðjunum. Ætlar Carlsberg af þessum sökum að krefja IBM um skaðabætur. Viðskipti erlent 14.10.2009 14:14
Evrusvæðið stígur stórt skref út úr kreppunni Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%. Viðskipti erlent 14.10.2009 13:09
JPMorgan skilar mjög góðu uppgjöri JPMorgan Chase & Co bankinn skilaði mjög góðu uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. Mun betra en flestir sérfræðingar áttu von á. Viðskipti erlent 14.10.2009 11:22
Lyfjarisinn GlaxoSmithKline í verulegum vandræðum Breski lyfjarisinn GlaxoSmithkKline (GSK) er í verulegum vandræðum eftir að dómstóll í Pennsylvaníu dæmdi móður skaðabætur frá GSK upp á 2,5 milljónir dollara. Móðirin hafði fætt barn með hjartagalla eftir að hafa notað þunglyndislyfið Paxil meðan á meðgöngunni stóð. Viðskipti erlent 14.10.2009 10:59
Ford innkallar 4,5 milljónir bíla Bílaframleiðandinn Ford hefur innkallað 4,5 milljónir bíla og vill fá þá á verkstæði til að gera við gallaðan hnapp í mælaborði þeirra. Vegna hnappsins er hætta á að eldur kvikni í bílunum, jafnvel þegar þeir eru ekki í gangi. Viðskipti erlent 14.10.2009 10:23
David Sullivan í viðræðum um kaup á West Ham David Sullivan hefur átt óformlegar viðræður við CB Holding um kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham að því er segir í frétt í blaðinu Evening Standard. Sullivan er einn af fyrrum eigendum Birmingham liðsins. Viðskipti erlent 14.10.2009 09:29
Risabónusar bíða eftir strákunum á Wall Street Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja. Viðskipti erlent 14.10.2009 09:01
Góðar hagtölur frá Kína og dollar hækka olíuverðið Heimsmarkaðsverð á olíu fór í morgun yfir 75 dollara á tunnuna en þetta er hæsta verð á olíu hingað til í ár. Það eru góðar hagtölur frá Kína og áframhaldandi veiking dollarans sem valda olíuverðhækkunum í augnablikinu. Viðskipti erlent 14.10.2009 08:46
Sérsveit lögreglu í skipulögðum glæpum rannsakar JJB Sports Sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi (Serious Organised Crime Agency eða SOCA) er nú að kanna mál fyrrum yfirmanna íþróttavörukeðunnar JJB Sports. Rannsókin beinist meðal annars að Chris Ronnie fyrrum viðskiptafélaga Existu í Bretlandi. Viðskipti erlent 14.10.2009 08:21
Danir dæla peningum inn á bankareikninga Danir leggja peninga inn á bankareikninga nú sem aldrei fyrr. Á einu ári hafa innistæður danskra heimila í bönkunum aukist úr 690 í 741 milljarð danskra króna, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten. Viðskipti erlent 13.10.2009 23:18
Norsk stjórnvöld ganga á olíusjóðinn Norsk stjórnvöld ætla að ganga á olíusjóðinn í meira mæli en áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í fjárlögum norsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Ætlunin er að dæla olíupeningunum út í ýmis samfélagsverkefni því að atvinnuleysið er enn að aukast frá þeim 3% sem það stendur nú í. Viðskipti erlent 13.10.2009 10:37
Álverðið aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið Heimsmarkaðsverð á áli er aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið eftir miklar sveiflur á markaðinum í London (London Metal Exchange) undanfarinn mánuð. Í morgun var verðið komið í rétt tæpa 1.950 dollara m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 13.10.2009 08:28
Makrílstríð í uppsiglingu milli Noregs og ESB Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að í uppsiglingu sé makrílstríð milli Noregs og Evrópusambandsins. LÍÚ fjallar um málið á vefsíðu sinni og vitnar til formanns systursamtaka sinna í Noregi. Viðskipti erlent 12.10.2009 14:21
Þráðlausir peningar eru handan við hornið Víða erlendis er að ryðja sér til rúms tækni þar sem farsímar virka sem greiðslukort, bankareikningar og seðlar. Það verður sum sé hægt að borga fyrir innkaup og reikninga með því að ýta á einn takka á farsímanum. Viðskipti erlent 12.10.2009 13:50
Fyrsta konan sem fær Nóbelsverðlaunin í hagfræði Elinor Ostrom er fyrsta konan til að fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði en tilkynnt var um verðlaunahafa í morgun. Alls eru 40 ár frá því að þessi verðlaun voru veitt í fyrsta sinn. Viðskipti erlent 12.10.2009 13:05
Dynasty stjarnan Joan Collins verslar í lágvöruverslun Hin 76 ára gamla fyrrum Dynasty stjarna Joan Collins hefur orðið fyrir barðinu á kreppunni eins og flestir aðrir og upplýsir nú að hún sé byrjuð að versla í lágvöruverslunarkeðjunni Primark. Hún hafi ekki lengur efni á að kaupa sér hátískuföt. Viðskipti erlent 12.10.2009 10:27
Ferðaskrifstofa gjaldþrota áður en fyrsta ferðin seldist Mosaik Travel, ferðaskrifstofa í Kaupmannahöfn, hefur verið úrskurðuð gjaldþrota áður en henni tókst að selja eina einustu ferð á sínum vegum. Viðskipti erlent 12.10.2009 10:06
Seðlabankar heimsins á flótta frá dollaranum Dollarinn virðist vera að tapa hlutverki sínu sem gjaldeyrisforðamynt seðlabanka heimsins. Seðlabankarnir eru nú á flótta frá dollaranum og vilja frekar hafa gjaldeyrisforða sinn í evrum og jenum. Viðskipti erlent 12.10.2009 09:05
Vilja meira en fimmtungshlut Finnska fjármálafyrirtækið Sampo er nú stærsti hluthafi Nordea, umsvifamesta banka Norðurlanda. Þetta kemur fram á nýjum hluthafalista Nordea sem birtur var á föstudag. Viðskipti erlent 12.10.2009 04:00