Viðskipti innlent

Ea­syJet stefnir á­fram á flug til og frá Akur­eyri næsta vetur

Breska flugfélagið easyJet hefur hafið sölu á flugferðum til Akureyrarflugvallar frá London Gatwick í október og nóvember á næsta ári. Flugfélagið hóf beint flug til Norðurlands í október síðastliðnum og er með ferðir á áætlun tvisvar í viku út mars, á þriðjudögum og laugardögum. Stefnt er að flugi sama tímabil næsta vetur og mun félagið setja fleiri mánuði í sölu þegar nær dregur.

Viðskipti innlent

Meniga til­kynnir um 2,2 milljarða fjár­mögnun

Meniga hefur tilkynnt um 15 milljóna evru fjármögnun, sem samsvarar um 2,2 milljörðum íslenskra króna, í D-fjármögnunarlotu. Þátttakendur í fjármögnungarlotunni voru stórir evrópskir bankar eins og BPCE og Crédito Agrícola, fjárfestingafélagið Omega ehf, ásamt þátttöku margra af núverandi hluthöfum.

Viðskipti innlent

Hækka hugsan­legt til­boð um 22 milljarða króna

Marel hefur borist uppfærð óskuldbindandi viljayfirlýsing frá John Bean Technologies Corporation, JBT, varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. JBT lýsir yfir vilja til að greiða mögulega átta prósent meira fyrir hvern hlut í félaginu. Það gerir um 22 milljörðum króna meira en í upphaflegri yfirlýsingu.

Viðskipti innlent

Guð­jón hættir sem for­stjóri í apríl

Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars.

Viðskipti innlent

Ikea hættir við­skiptum við Rapyd

Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay.

Viðskipti innlent

Furðu­leg og ó­sann­gjörn staða

Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag.

Viðskipti innlent