Viðskipti innlent

Dreifingardeila heim í hérað vegna skorts á sérfræðingi

Hæstiréttur hefur ómerkt dóma í héraði og Landsrétti yfir Símanum fyrir brot gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Hæstiréttur telur að meðferð málsins hafi farið úr skorðum í héraði með því að kalla ekki til sérfróðan matsmann um fjölmiðlaumhverfi.

Viðskipti innlent

Ný stjórn FKA Framtíðar kjörin

Ný stjórn FKA framtíðar, sem er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, var kosin á aðalfundi deildarinnar á dögunum. Kosið er til tveggja ára í senn. Markmið deildarinnar er að vera stuðningsnet og stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun fyrir konur.

Viðskipti innlent

Fimm konur í stjórn Svars

Sex manna stjórn tæknifyrirtækisins Svar er skipuð fimm konum. Eigandi fyrirtækisins segir enga sérstaka ákvörðun um að raða svona í stjórnina hafa verið tekna. Áhugi kvenna á tæknimálum sé alltaf að aukast.

Viðskipti innlent

Raj Soni nýr framkvæmdastjóri Meniga

Fjártæknifyrirtækið Meniga hefur skipað Dheeraj (Raj) Soni sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Í tilkynningu segir að Soni hafi víðtæka reynslu af stjórnun vaxtarfyrirtækja og muni stýra Meniga í gegnum tímabil vaxtar og langtímaþróunar.

Viðskipti innlent

112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum

Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan.

Viðskipti innlent