Viðskipti

Innkalla Salt Skum sælgæti vegna aðskotahlutar

Matvælastofnun varar við neyslu á S-marke Salt Skum vegna aðskotahlutar (plastþráðar). Fyrirtækið Core heildsala hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs , Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna af markaði.

Neytendur

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar

Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum.

Viðskipti innlent

Þrjá­tíu milljónir til verslana í dreif­býli

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Viðskipti innlent

Musk segist ætla í stríð við Apple

Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni.

Viðskipti erlent

Galdrar gerast við spilaborðið

„Ég er oft spurð hvert sé mitt uppáhalds spil eða hvaða spil ég spili mest en það fer allt eftir því við hvern ég er að spila hvaða spil verður fyrir valinu í hvert sinn. Það er samveran sem skiptir langmestu máli, samræðurnar, tengingin og samskiptin sem verða milli þeirra sem spila. 

Samstarf

Raf­mynta­keisarinn sem reyndist nakinn

Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Jón Svan­berg Hjartar­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri Neyðar­línunnar

Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ohf. og mun hann hefja störf 1. janúar 2023. Jón stundaði nám við Lögregluskólann 1993 - 1996 og er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands frá 2018. Auk þess hefur Jón lokið stjórnunarnámi við Lögregluskólann og Endurmenntun HÍ ásamt námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ.

Viðskipti innlent

Undirbúa leiðtoga framtíðarinnar

„AFS, alþjóðlegu friðar- og fræðslusamtökin, bjóða upp á skiptinám, ungmennaskipti og tungumálaskóla. Samtökin starfa í um 60 löndum og eiga rætur sínar að rekja til ársins 1915 sem sjálfboðaliðasamtök. Það var svo árið 1947 að samtökin hófu að senda ungt fólk milli landa í skiptinám og var tilgangurinn að byggja brýr á milli mismunandi menningarheima og taka þannig skerf í átt að friðsælli og skilningsríkari heimi. Kjarni starfseminnar er að gefa nemendum og öðrum þátttakendum tækifæri til að kynnast heiminum og öðlast menningarlæsi en eitt helsta meginstarf AFS felst í því að undirbúa og efla leiðtoga framtíðarinnar og gera þá að alþjóðlegum virkum borgurum,“ segir Ingunn Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi.

Samstarf