Viðskipti

Stefán segir upp hjá Storytel

Stefán Hjörleifsson hefur sagt upp starfi sínu sem landsstjóri Storytel á Íslandi eftir fimm ára starf. Næstu skref eru óráðin fyrir utan að lækka forgjöfina í golfi á suðrænum slóðum.

Viðskipti innlent

Páll tekur við af Júlíusi hjá HS Veitum

Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, mun taka við stöðu forstjóra HS Veitna í upphafi næsta árs. Hann tekur við stöðunni af Júlíusi Jóni Jónssyni sem lætur senn af störfum sem forstjóri eftir fjörutíu ára starf hjá félaginu. 

Viðskipti innlent

Ís­lands­banka­skýrslan loks komin í um­sagnar­ferli

Ríkisendurskoðun hefur nú sent fjármála- og efnahagsráðuneyti, Bankasýslu ríkisins og stjórn hennar drög að skýrslu embættisins um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka til umsagnar. Ríkisendurskoðun hefur veitt aðilum frest til miðvikudagsins 19. október til að skila umsögnum. 

Viðskipti innlent

Macros á Ísey Skyr Bar - hentugustu máltíðir á Íslandi?

Hin svokallaða Macros hugmyndafræði er að verða sífellt vinsælli meðal íslenskra matgæðinga. Macros snýst um að borða ákveðið magn af próteini, fitu og kolvetnum til þess að ná markmiðum sínum; hvort sem það er að léttast, bæta á sig vöðvamassa eða þyngjast. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og því ekki skrítið að sífellt fleiri séu að temja sér Macros.

Samstarf

Spá því að verð­bólga haldi á­­fram að minnka

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki.

Neytendur

Íslenskt fyrirtæki hluti af herferð Meta

Íslenska tæknifyrirtækið Arkio er eitt þeirra fyrirtækja sem móðurfyrirtæki Facebook, Meta, sýnir frá í nýjustu auglýsingu sinni fyrir sýndarveruleikagleraugun Meta Quest Pro. Arkio býður upp á forrit þar sem hægt er að hanna arkitektúr í sýndarveruleika. 

Viðskipti innlent

Støre nýr for­stjóri Advania-sam­steypunnar

Hin norska Hege Støre hefur tekið við sem nýr forstjóri Advania-samsteypunnar. Starfsmenn telja um fjögur þúsund á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Hún tekur við keflinu af Mikael Noaksson sem heldur þó áfram að starfa við hlið Støre og tekur sæti í stjórn samsteypunnar.

Viðskipti erlent

Þor­björg og Þórður til Fossa

Þórður Ágúst Hlynsson hefur verið ráðinn til starfa sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingabanka og Þorbjörg M. Einarsdóttir sem sérfræðingur á nýju fjármálasviði bankans.

Viðskipti innlent

Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki

„Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent.

Atvinnulíf

Landsbankinn hækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,25 prósentustig. Sama hækkun er herð á breytilegum vöxtum verðtryggðra íbúðalána. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána verða óbreyttir en fastir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,30 prósentustig.

Viðskipti innlent

Hættur að versla við KS vegna stríðsins

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS.

Viðskipti innlent