Viðskipti

Íslandsbanki hækkar einnig vexti

Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum í kjölfar vaxtaákvörunar Seðlabanka Íslands þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentustig. Stóru bankarnir þrír hafa því allir tilkynnt um vaxtahækkun.

Neytendur

Viss líkindi en ekki nóg til að neytendur ruglist

Áfrýjunarnefnd Neytendastofu telur að ekki sé hætta á því að neytendur ruglist á vörum frá Sóma annars vegar og Jömm og Oatly hins vegar, þrátt fyrir að viss líkindi séu með útliti á merkingum á vörum framleiðendanna.

Neytendur

Arion banki hækkar vextina

Arion banki hækkar breytilega vexti sína á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,40 prósentustig. Þetta gerir bankinn í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans þann 17. nóvember að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Hækkunin tekur gildi á morgun.

Neytendur

Kalli Katrínar svarað með Svörtum fössara og Myrkum markaðs­dögum

Einn stærsti verslunardagur heims gengur í garð á morgun. Black Friday, eða Svartur fössari eins og hann er iðulega kallaður hér á landi, hefur fest sig rækilega í sessi meðal Íslendinga. Fjölmargar verslanir bjóða upp á afslætti í tilefni dagsins. Sumir taka þó ekki þátt vegna umhverfissjónarmiða.

Neytendur

Röðull, Ruby Tues­day og nú fjöl­breytt hverfiskaffi­hús

Í Skipholti 19 í Reykjavík gengur sögufrægt húsnæði nú í endurnýjun lífdaga. Eftir að hafa hýst veitingastaðinn Ruby Tuesday og Röðulinn, einn vinsælasta skemmtistað landsins á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar, rís þar nú brátt hverfiskaffihús, bókabúð og alhliða menningarmiðstöð fyrir rithöfunda.

Viðskipti innlent

Tempo festir kaup á Roadmunk

Tempo, dótturfélag Origo, hefur fest kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Roadmunk Inc. Félagið þróar samnefndan hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að byggja upp, hanna og miðla stefnu fyrir hugbúnaðarvörur með sjónrænum hætti.

Viðskipti innlent

Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð í Reykjavík

Búið er að selja 337 fermetra lúxusþakíbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu. Félagið K&F ehf. keypti eignina en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra.

Viðskipti innlent