Leiðtogar ESB ná samkomulagi 19. júní 2004 00:01 Leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu í gærkvöld samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Ekki tókst að útnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar, sem taka á við af Romano Prodi. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, sagði þennan áfanga sögulegan fyrir Evrópu og alla íbúa álfunnar, og Valery Giscard d'Estaing, fyrrverandi Frakklandsforseti, sem leiddi samningaviðræður um stjórnarskrána, sagði þetta stórkostlegan dag í sögu Evrópu. Helstu breytingar í stjórnarskránni snúa að því hvernig lög eru samþykkt. Tekinn er upp svokallaður tvöfaldur meirihluti í atkvæðagreiðslum þannig að a.m.k. 15 ríki þurfa að samþykkja ný lög, auk þess sem íbúafjöldi í ríkjunum fimmtán verður að vera minnst 65% af hinum 450 milljónum sambandsins. Þá verður hægt að synja lögum ef fjögur ríki, með 35% heildaríbúafjölda, eru því samþykk. Þetta þýðir að stærstu ríkin geta auðveldlega tekið sig saman og synjað lögum. En þótt stjórnarskráin sé nú samþykkt af þeirra hálfu bíða næg verkefni leiðtoganna. Fyrst þarf að finna arftaka Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnarinnar, en því var frestað þar til síðar í mánuðinum. Síðan á eftir að koma í ljós hvort íbúar aðildarríkjanna samþykki hina nýju stjórnarskrá sem borin verður undir atkvæði í fjölda aðildarríkja. Enda þótt reglur þar um þjóðaratkvæðagreiðslur séu víðast skýrari en hér á landi, má allt eins búast við að stjórnarskránni verði hafnað af almenningi í einhverjum ríkjum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu í gærkvöld samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Ekki tókst að útnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar, sem taka á við af Romano Prodi. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, sagði þennan áfanga sögulegan fyrir Evrópu og alla íbúa álfunnar, og Valery Giscard d'Estaing, fyrrverandi Frakklandsforseti, sem leiddi samningaviðræður um stjórnarskrána, sagði þetta stórkostlegan dag í sögu Evrópu. Helstu breytingar í stjórnarskránni snúa að því hvernig lög eru samþykkt. Tekinn er upp svokallaður tvöfaldur meirihluti í atkvæðagreiðslum þannig að a.m.k. 15 ríki þurfa að samþykkja ný lög, auk þess sem íbúafjöldi í ríkjunum fimmtán verður að vera minnst 65% af hinum 450 milljónum sambandsins. Þá verður hægt að synja lögum ef fjögur ríki, með 35% heildaríbúafjölda, eru því samþykk. Þetta þýðir að stærstu ríkin geta auðveldlega tekið sig saman og synjað lögum. En þótt stjórnarskráin sé nú samþykkt af þeirra hálfu bíða næg verkefni leiðtoganna. Fyrst þarf að finna arftaka Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnarinnar, en því var frestað þar til síðar í mánuðinum. Síðan á eftir að koma í ljós hvort íbúar aðildarríkjanna samþykki hina nýju stjórnarskrá sem borin verður undir atkvæði í fjölda aðildarríkja. Enda þótt reglur þar um þjóðaratkvæðagreiðslur séu víðast skýrari en hér á landi, má allt eins búast við að stjórnarskránni verði hafnað af almenningi í einhverjum ríkjum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira