Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 11:36 Stjórnandi gistiheimilis í Vang Vieng í Laos heldur á vodkaflösku á bar þess. Áströlsku stúlkurnar sem veiktust dvöldu þar. AP/Anupam Nath Áströlsk unglingsstúlka er fjórða ungmennið sem lætur lífið af völdum tréspíra í Laos. Tvær danskar konur á þrítugsaldri létust eftir að hafa drukkið áfengi sem var mengað tréspíra í vikunni. Antony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá andláti nítján ára gamallar ástralskrar stúlku í Laos í dag. Bianca Jones veiktist í bænum Vang Vieng í Laos ásamt hópi annarra eftir að hún innbyrti tréspíra. Hún lést á sjúkrahúsi í Taílandi í dag. Talsmaður taílensku lögreglunnar segir að Jones hafi drukkið eftirlíkingu af áfengi. Hár styrkur metanóls í líkama hennar hafi leitt til bólgu í heila. Albanese sagði að jafnaldra Jones lægi einnig þungt haldin á sjúkrahúsi. Tvær danskar konur og einn Bandaríkjamaður höfðu áður látist af völdum tréspíraeitrunar. Fleiri eru veikir. Fólkið á það sameiginlegt að hafa dvalið í Vang Vieng sem er vinsælla áfangastaður bakpokaferðalanga. Vafasamt áfengi er þekkt vandamál í Laos og bresk og áströlsk stjórnvöld vara þegna sín við því að fá sér í glas þar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tréspíra er stundum bætt út í blandaða drykki þar sem hann er ódýrari en vínandi þrátt fyrir að hann geti valdið dauða eða alvarlegum veikindum. Tréspíri, eða metanól, er meðal annars notaður sem leysiefni í iðnaði, skordýraeitur og eldsneyti. Níu manns létust eftir að hafa drukkið tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á fimmta áratug síðustu aldar. Laos Ástralía Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Antony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá andláti nítján ára gamallar ástralskrar stúlku í Laos í dag. Bianca Jones veiktist í bænum Vang Vieng í Laos ásamt hópi annarra eftir að hún innbyrti tréspíra. Hún lést á sjúkrahúsi í Taílandi í dag. Talsmaður taílensku lögreglunnar segir að Jones hafi drukkið eftirlíkingu af áfengi. Hár styrkur metanóls í líkama hennar hafi leitt til bólgu í heila. Albanese sagði að jafnaldra Jones lægi einnig þungt haldin á sjúkrahúsi. Tvær danskar konur og einn Bandaríkjamaður höfðu áður látist af völdum tréspíraeitrunar. Fleiri eru veikir. Fólkið á það sameiginlegt að hafa dvalið í Vang Vieng sem er vinsælla áfangastaður bakpokaferðalanga. Vafasamt áfengi er þekkt vandamál í Laos og bresk og áströlsk stjórnvöld vara þegna sín við því að fá sér í glas þar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tréspíra er stundum bætt út í blandaða drykki þar sem hann er ódýrari en vínandi þrátt fyrir að hann geti valdið dauða eða alvarlegum veikindum. Tréspíri, eða metanól, er meðal annars notaður sem leysiefni í iðnaði, skordýraeitur og eldsneyti. Níu manns létust eftir að hafa drukkið tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á fimmta áratug síðustu aldar.
Laos Ástralía Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira