Frambjóðendur ógna ekki forsetanum 19. júní 2004 00:01 "Það sem verður að líkindum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hversu margir skila auðu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur. Tveir aðilar eru í framboði gegn sitjandi forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnar Grímssyni, þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Baldur segir áhugaverðast að vita hversu margir skila auðu með tilliti til þess að forsetinn hafi fyrir stuttu neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu en sú ákvörðun hafi fallið í misjafnan jarðveg hjá landsmönnum og að líkindum sýni einhverjir mótmæli sín í verki og skili auðu. "Nú er tæp vika til kosninganna og það hefur farið afar lítið fyrir kosningabaráttu hjá þeim sem í framboði eru enn sem komið er. Mér sýnist kosningaherferð Ástþórs til að mynda mun minni í sniðum en hún var 1996." Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að framboð hefur borist gegn sitjandi forseta en það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur 1988 og mældist kjörsókn þá aðeins 71 prósent. Baldur telur ekki ólíklegt að kjörsókn nú geti orðið enn minni þar sem svo virðist sem margir gefi þessum kosningum lítinn gaum vegna þess mikla munar sem virðist vera á frambjóðendunum miðað við skoðanakannanir. "Staða Ólafs er afar sterk miðað við kannanir og ég held að almenningur telji hina tvo frambjóðendurna einfaldlega ekki nógu sterka til að ógna Ólafi mikið. Engu að síður tel ég að embætti forsetans sé afar fýsilegur kostur og það voru lengi uppi hugmyndir meðal manna hér í þjóðfélaginu að finna sterkan mótframbjóðanda gegn núverandi forseta en það var síðar blásið af." Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins kom fram að fylgi Ólafs Ragnars mældist tæp 64 prósent. Baldur Ágústsson mældist með fimm prósenta fylgi og fylgi Ástþórs var innan við eitt prósent. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu naut Ólafur fylgis alls níu af tíu aðspurðum. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
"Það sem verður að líkindum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hversu margir skila auðu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur. Tveir aðilar eru í framboði gegn sitjandi forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnar Grímssyni, þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Baldur segir áhugaverðast að vita hversu margir skila auðu með tilliti til þess að forsetinn hafi fyrir stuttu neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu en sú ákvörðun hafi fallið í misjafnan jarðveg hjá landsmönnum og að líkindum sýni einhverjir mótmæli sín í verki og skili auðu. "Nú er tæp vika til kosninganna og það hefur farið afar lítið fyrir kosningabaráttu hjá þeim sem í framboði eru enn sem komið er. Mér sýnist kosningaherferð Ástþórs til að mynda mun minni í sniðum en hún var 1996." Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að framboð hefur borist gegn sitjandi forseta en það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur 1988 og mældist kjörsókn þá aðeins 71 prósent. Baldur telur ekki ólíklegt að kjörsókn nú geti orðið enn minni þar sem svo virðist sem margir gefi þessum kosningum lítinn gaum vegna þess mikla munar sem virðist vera á frambjóðendunum miðað við skoðanakannanir. "Staða Ólafs er afar sterk miðað við kannanir og ég held að almenningur telji hina tvo frambjóðendurna einfaldlega ekki nógu sterka til að ógna Ólafi mikið. Engu að síður tel ég að embætti forsetans sé afar fýsilegur kostur og það voru lengi uppi hugmyndir meðal manna hér í þjóðfélaginu að finna sterkan mótframbjóðanda gegn núverandi forseta en það var síðar blásið af." Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins kom fram að fylgi Ólafs Ragnars mældist tæp 64 prósent. Baldur Ágústsson mældist með fimm prósenta fylgi og fylgi Ástþórs var innan við eitt prósent. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu naut Ólafur fylgis alls níu af tíu aðspurðum.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira