Mánar stálu kvöldinu 25. júní 2004 00:01 Það var á miðvikudagskvöldið sem ég rölti upp í Laugardalshöll til að berja sjálfa Deep Purple augum. Ian Gillan og félagar hafa lengi verið í uppáhaldi og þá sérstaklega plötur af áttunda áratugnum, eins og Burn, In Rock og Fireball. Það var þétt setinn bekkurinn er ég mætti upp í höll, enda Mánar væntanlegir á svið eftir þó nokkurt hlé. Andrúmsloftið í höllinni var mjög afslappað, fannst ég meira að segja finna lyktina af henni Maríu Jónu þarna einhvers staðar. Mánar voru frábærir, hreint út sagt. Byrjuðu sterkt með laginu Frelsi og léku síðan nokkur lög af "Svörtu plötunni". Fyrir sveitinni fór Labbi í Glóru, hefur greinilega verið öflugur "frontmaður" á sínum tíma og er enn. Ég er ákveðinn í að setja mig í hlutverk moldvörpunnar og grafa upp gamalt efni með þeim, slík var hrifningin. Mánar voru með hljómborðs-, slagverks- og fiðluleikara sem og bakraddasöngkonur, sem gerðu útkomuna enn sterkari. Gaman var að sjá þá taka Easy Livin’ eftir Uriah Heep við góðar undirtektir viðstaddra. Liðsmenn Mána höfðu á orði að þrátt fyrir aldurinn væru þeir ennþá jafn reiðir og það tæki jafn mikið á að syngja um viðfangsefni þeirra frá gullaldarárum hljómsveitarinnar. Fyrir tónleikana þekkti ég Mána nánast ekkert en get dregið þá ályktun af þessum tónleikum að þeir séu ein besta rokksveit sem við höfum átt. Myndi vilja eignast endurútgáfu af þeirra gamla efni, eðalrokk þar á ferð. Mánar áttu kvöldið í mínum huga. Deep Purple steig á svið og hóf dagskrána á nýju lagi. Átti von á að þeir myndu reyna að keyra upp stemninguna strax í byrjun. Reyndar saknaði ég strax hljómborðsleikarans Jon Lord og þó svo að Don Airey (hefur m.a. leikið með Ozzy Osbourne og Jethro Tull) hafi staðið sig með ágætum þá hefur hann ekki sömu útgeislun og Lord. Woman From Tokyo féll í betri jarðveg en nýju lögin og Knockin’ At Your Back Door af plötunni Perfect Strangers gladdi eyrun. Alltaf grunaði mig að hljómsveitin gæti gert betur og fannst í rauninni aldrei kvikna almennilega í Purple. Þetta var eins og fyrir fótboltaunnendur að sjá lið sitt leika heilan leik án þess að hlaupa. En sem aðdáandi sveitarinnar, og þá sérstaklega Ian Paice, sem var á sínum tíma einn allra skemmtilegasti trommari rokksins, bar ég þá von í brjósti að trompin undir lok prógrammsins myndu koma betur út. Rétt er að minnast á Steve Morse, sem hefur væntanlega glatt sólóþyrsta gítarunnendur í salnum. Þar er á ferð tæknilegur gítarleikari sem fer frekar pent með hlutina milli þess sem hann varpar á mann öflugum sprengjum. Hann hefur samt ekki sama karakter og Blackmore, sem er öllu snyrtilegri gítarleikari. Þó að slagarar á borð við Black Night og Smoke On the Water hafi endað ágætis dagskrá hjá Purple fóru þessir tónleikar aldrei á flug. Kannski er standardinn orðinn svo hár hjá mér eftir að hafa séð u.þ.b. 400 erlend bönd á tónleikum. Engu að síður minnti þetta á gott tímabil sem er, því miður, löngu liðið.Smári Jósepsson Tónleikar Deep Purple í Laugardalshöll miðvikudaginn 23. júní. Tónlist Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Það var á miðvikudagskvöldið sem ég rölti upp í Laugardalshöll til að berja sjálfa Deep Purple augum. Ian Gillan og félagar hafa lengi verið í uppáhaldi og þá sérstaklega plötur af áttunda áratugnum, eins og Burn, In Rock og Fireball. Það var þétt setinn bekkurinn er ég mætti upp í höll, enda Mánar væntanlegir á svið eftir þó nokkurt hlé. Andrúmsloftið í höllinni var mjög afslappað, fannst ég meira að segja finna lyktina af henni Maríu Jónu þarna einhvers staðar. Mánar voru frábærir, hreint út sagt. Byrjuðu sterkt með laginu Frelsi og léku síðan nokkur lög af "Svörtu plötunni". Fyrir sveitinni fór Labbi í Glóru, hefur greinilega verið öflugur "frontmaður" á sínum tíma og er enn. Ég er ákveðinn í að setja mig í hlutverk moldvörpunnar og grafa upp gamalt efni með þeim, slík var hrifningin. Mánar voru með hljómborðs-, slagverks- og fiðluleikara sem og bakraddasöngkonur, sem gerðu útkomuna enn sterkari. Gaman var að sjá þá taka Easy Livin’ eftir Uriah Heep við góðar undirtektir viðstaddra. Liðsmenn Mána höfðu á orði að þrátt fyrir aldurinn væru þeir ennþá jafn reiðir og það tæki jafn mikið á að syngja um viðfangsefni þeirra frá gullaldarárum hljómsveitarinnar. Fyrir tónleikana þekkti ég Mána nánast ekkert en get dregið þá ályktun af þessum tónleikum að þeir séu ein besta rokksveit sem við höfum átt. Myndi vilja eignast endurútgáfu af þeirra gamla efni, eðalrokk þar á ferð. Mánar áttu kvöldið í mínum huga. Deep Purple steig á svið og hóf dagskrána á nýju lagi. Átti von á að þeir myndu reyna að keyra upp stemninguna strax í byrjun. Reyndar saknaði ég strax hljómborðsleikarans Jon Lord og þó svo að Don Airey (hefur m.a. leikið með Ozzy Osbourne og Jethro Tull) hafi staðið sig með ágætum þá hefur hann ekki sömu útgeislun og Lord. Woman From Tokyo féll í betri jarðveg en nýju lögin og Knockin’ At Your Back Door af plötunni Perfect Strangers gladdi eyrun. Alltaf grunaði mig að hljómsveitin gæti gert betur og fannst í rauninni aldrei kvikna almennilega í Purple. Þetta var eins og fyrir fótboltaunnendur að sjá lið sitt leika heilan leik án þess að hlaupa. En sem aðdáandi sveitarinnar, og þá sérstaklega Ian Paice, sem var á sínum tíma einn allra skemmtilegasti trommari rokksins, bar ég þá von í brjósti að trompin undir lok prógrammsins myndu koma betur út. Rétt er að minnast á Steve Morse, sem hefur væntanlega glatt sólóþyrsta gítarunnendur í salnum. Þar er á ferð tæknilegur gítarleikari sem fer frekar pent með hlutina milli þess sem hann varpar á mann öflugum sprengjum. Hann hefur samt ekki sama karakter og Blackmore, sem er öllu snyrtilegri gítarleikari. Þó að slagarar á borð við Black Night og Smoke On the Water hafi endað ágætis dagskrá hjá Purple fóru þessir tónleikar aldrei á flug. Kannski er standardinn orðinn svo hár hjá mér eftir að hafa séð u.þ.b. 400 erlend bönd á tónleikum. Engu að síður minnti þetta á gott tímabil sem er, því miður, löngu liðið.Smári Jósepsson Tónleikar Deep Purple í Laugardalshöll miðvikudaginn 23. júní.
Tónlist Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira