Óvenjuleg lending - en ekki snjöll 5. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær að lending formanna ríkisstjórnarflokkanna í tilraunum til að ná sáttum um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu væri óvenju snjöll. Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll.Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sjálf að fella fjölmiðlalögin úr gildi – það er ef slíkt stenst yfirhöfuð stjórnarskrá eftir að forseti Íslands hefur skotið þessum sömu lögum undir dóm þjóðarinnar. En ég efast um að nokkur myndi amast við því ef ríkisstjórnin tæki tillit til andstöðu alls þorra almennings gagnvart þessum lögum og vel rökstuddri gagnrýni fjölda aðila um að lögin stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, eignarrétt og atvinnufrelsi; stæðust ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga og næðu ekki tilgangi sínum um aukna fjölbreytni og aukið fjölræði í íslenskum fjölmiðlum heldur stuðluðu þvert á móti að fábreytni og fákeppni.Það var flestum ljóst – meira að segja flestum stjórnarliða – að þetta voru vond lög. Og það er varla hægt að skamma þá ríkisstjórn lengi sem afnemur vond og óvinsæl lög sem hafa vafasaman tilgang og öfuga verkun á við yfirlýst markmið. Og þótt afnám þeirra standist hugsanlega ekki stjórnarskrá þá má það sama segja um lögin – þau standast ekki stjórnarskrá. En hvað á ríkisstjórnin við með því að setja strax samskonar lög um leið og þessi eru afnumin? Efnislegar breytingar eru sáralitlar.Í eldri lögunum mátti markaðsráðandi fyrirtæki í einhverri grein eiga 5 prósenta hlut í fyrirtæki með útvarpsleyfi. Í nýja frumvarpinu er þetta mark 10 prósent. Eldri lögin áttu að taka gildi 2006 en þau nýju 2007. Í eldri lögunum var gert ráð fyrir að útgefin útvarpsleyfi fengju að renna út en í nýju lögunum hefur útvarpsréttarnefnd heimild til að afturkalla leyfi árið 2007.Ef eitthvað er, þá verða nýju lögin hæpnari. Hverju eiga þessi nýju lög að breyta? Mun forseti Íslands ekki neita að staðfesta þau eins og hin fyrri? Og mun ríkisstjórnin þá ekki setjast aftur að því verki sem hún gafst upp á: Að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu? Reikna ráðherrarnir með að vinna sér inn tíma með þessu til að ná samkomulagi um hindranir á atkvæðarétt almennings í þessum kosningum?Það er í raun ómögulegt að lesa skýra hugsun úr þessari óvenjulegu lendingu formannanna tveggja. Hvað eiga þeir til dæmis við með samráði við stjórnarandstöðu og þverpólitíska niðurstöðu? Ef þeir meintu eitthvað með slíku; væru þeir þá búnir að ákveða öll efnisatriði laga sem sett verða í sumar en eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár? Ætla þeir að setja lögin fyrst og leita samráðs á eftir?Nei, það er erfitt að skilja hvað þeim Halldóri og Davíð fannst snjallt við þessa óvenjulegu lendingu. Það verður ekki betur séð en að þeir séu að fífla bæði forsetann og stjórnarandstöðuna með þessari niðurstöðu – en fyrst og síðast eru þeir að fífla íslensku þjóðina. Þótt vera kunni að þeim félögum finnist það snjallt efast ég um að fylgjendum stjórnarflokkanna sé skemmt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær að lending formanna ríkisstjórnarflokkanna í tilraunum til að ná sáttum um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu væri óvenju snjöll. Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll.Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sjálf að fella fjölmiðlalögin úr gildi – það er ef slíkt stenst yfirhöfuð stjórnarskrá eftir að forseti Íslands hefur skotið þessum sömu lögum undir dóm þjóðarinnar. En ég efast um að nokkur myndi amast við því ef ríkisstjórnin tæki tillit til andstöðu alls þorra almennings gagnvart þessum lögum og vel rökstuddri gagnrýni fjölda aðila um að lögin stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, eignarrétt og atvinnufrelsi; stæðust ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga og næðu ekki tilgangi sínum um aukna fjölbreytni og aukið fjölræði í íslenskum fjölmiðlum heldur stuðluðu þvert á móti að fábreytni og fákeppni.Það var flestum ljóst – meira að segja flestum stjórnarliða – að þetta voru vond lög. Og það er varla hægt að skamma þá ríkisstjórn lengi sem afnemur vond og óvinsæl lög sem hafa vafasaman tilgang og öfuga verkun á við yfirlýst markmið. Og þótt afnám þeirra standist hugsanlega ekki stjórnarskrá þá má það sama segja um lögin – þau standast ekki stjórnarskrá. En hvað á ríkisstjórnin við með því að setja strax samskonar lög um leið og þessi eru afnumin? Efnislegar breytingar eru sáralitlar.Í eldri lögunum mátti markaðsráðandi fyrirtæki í einhverri grein eiga 5 prósenta hlut í fyrirtæki með útvarpsleyfi. Í nýja frumvarpinu er þetta mark 10 prósent. Eldri lögin áttu að taka gildi 2006 en þau nýju 2007. Í eldri lögunum var gert ráð fyrir að útgefin útvarpsleyfi fengju að renna út en í nýju lögunum hefur útvarpsréttarnefnd heimild til að afturkalla leyfi árið 2007.Ef eitthvað er, þá verða nýju lögin hæpnari. Hverju eiga þessi nýju lög að breyta? Mun forseti Íslands ekki neita að staðfesta þau eins og hin fyrri? Og mun ríkisstjórnin þá ekki setjast aftur að því verki sem hún gafst upp á: Að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu? Reikna ráðherrarnir með að vinna sér inn tíma með þessu til að ná samkomulagi um hindranir á atkvæðarétt almennings í þessum kosningum?Það er í raun ómögulegt að lesa skýra hugsun úr þessari óvenjulegu lendingu formannanna tveggja. Hvað eiga þeir til dæmis við með samráði við stjórnarandstöðu og þverpólitíska niðurstöðu? Ef þeir meintu eitthvað með slíku; væru þeir þá búnir að ákveða öll efnisatriði laga sem sett verða í sumar en eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár? Ætla þeir að setja lögin fyrst og leita samráðs á eftir?Nei, það er erfitt að skilja hvað þeim Halldóri og Davíð fannst snjallt við þessa óvenjulegu lendingu. Það verður ekki betur séð en að þeir séu að fífla bæði forsetann og stjórnarandstöðuna með þessari niðurstöðu – en fyrst og síðast eru þeir að fífla íslensku þjóðina. Þótt vera kunni að þeim félögum finnist það snjallt efast ég um að fylgjendum stjórnarflokkanna sé skemmt.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun