Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:02 Jæja, þetta gerðist. Stjórnmálafólk var spurt hvort íslenskt samfélag væri orðið of woke. Ég viðurkenni vonbrigði með svör sumra en var viðbúin öðrum. Ég spyr hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að samfélagið sé orðið „of woke“ þegar 40% allra kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir ofbeldi og samfélagið tekur ekki nógu hörðum höndum á því að ein helsta ógn kvenna séu karlar. Klámvæðing er að aukast sem alvarlegt vandamál og 58% stúlkna í 10. bekk hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi Þolendum er slaufað fyrir að kæra nauðgun á meðan gerendur fá greiðan aðgang að fjölmiðlum til að hreinsa mannorð sitt þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um sakleysi þeirra Meintir ofbeldismenn fá oft meiri spilun í útvarpi en konur eða komast í íþróttalandslið sem fyrirmyndir ungra drengja Öll þekkja þolendur en engin þekkir gerendur Fordómar og hatursorðræða gegn jaðarsettum hópum er að aukast Það má varla ræða þriðju vaktina eða vanmat á kvennastörfum vegna skilningsleysis einstaklinga sem stökkva strax í vörn Þolendur og aktívistar eru beitt ofbeldi fyrir að standa með öðrum þolendum Á meðan kvenmorð er orð sem við notum nú í auknum mæli þá held ég að við ættum að vera meira woke og vinna saman gegn því frekar en að eyða púðri í viðkvæma karla sem staðsetja sig gegn mannréttindabaráttu og stimpla hana sem „of woke“. Í ár hafa jafn mörg morð á stúlkum verið framin á Íslandi og í aldafjórðung þar á undan og þið eruð að grenja yfir woke-isma? Skammist ykkar. Ef við værum svona rosalega woke þá væri kynbundið ofbeldi ekki sá faraldur sem það er, launamunur kynjanna væri ekki til staðar, konum væri ekki að fjölga sem örorkulífeyrisþegum, feitt fólk yrði ekki fyrir líkamssmánun og mismunun innan heilbrigðiskerfisins, það væri ekki verið að gelta að trans fólki úti á götu, réttarkerfið myndi virka í málum er varða kynbundið ofbeldi og svona mætti lengi telja. Að trúa að samfélagið sé orðið „of woke“ því ofbeldismenn eru látnir sæta minniháttar ábyrgð með dómstóli götunnar er fásinna. Sú ábyrgð er oft réttlát krafa um að viðkomandi trani sér ekki fram við öll tækifæri í alla fjölmiðla landsins endalaust. Réttarkerfið er ekki í stakk búið til að gæta hagsmuna þolenda. Það veitir gerendum þar að auki tól til að beita þolendur sína áframhaldandi ofbeldi í formi kæru fyrir meiðyrði og/eða rangar sakargiftir, allt án þess að eitthvað bendi til þess að þolandi hafi logið. Þolendur mega ekki kæra, ræða um eða sækja stuðning vegna gerenda sinna án þess að vera hrakin úr bæjarfélögum, úr landinu, útskúfað, verða fyrir drusluskömmun og þar fram eftir götunum. Án sannana er hægt að slaufa þolendum án dóms og laga en gerendur eru saklausir uns sekt er sönnuð, oft þrátt fyrir sterkar vísbendingar um sekt og þið viljið meina að woke-ismi sé genginn of langt? Ég get lofað ykkur því að vandamál samfélagsins er ekki að meintir gerendur axli ábyrgð á gjörðum sínum. Við skulum leyfa þeim að axla smá sýnishorn af ábyrgð áður en við skælum yfir því að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið. Einbeitum okkur heldur að alvarlegri hlutum eins og t.d. af hverju þeir beita ofbeldi. Nei ég segi bara svona. Að taka hugtak sem var búið til af svörtu fólki í Bandaríkjunum til að gera fólk meðvitað um rasisma og misrétti og nota til að réttlæta fordómafullar skoðanir er þrotað. Eru þau sem staðsettu sig „miðlungs til já“ á skalanum „er Ísland orðið of woke?” þá þeirrar skoðunar að mannréttindabarátta sé gengin of langt? Þolendur og aðrir jaðarsettir hópar sem heyja mannréttindabaráttur eins og láglaunafólk, feitt fólk, fólk með fíknivanda, hinsegin fólk, fatlað fólk og fólk af erlendum uppruna á meira og betra skilið en að sjá flokka sem eiga að tala þeirra máli taka eins fjarstæðukennda afstöðu og þessa. Gerið betur, takk. Höfundur er aktívisti með sálfræðigráðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Sjá meira
Jæja, þetta gerðist. Stjórnmálafólk var spurt hvort íslenskt samfélag væri orðið of woke. Ég viðurkenni vonbrigði með svör sumra en var viðbúin öðrum. Ég spyr hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að samfélagið sé orðið „of woke“ þegar 40% allra kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir ofbeldi og samfélagið tekur ekki nógu hörðum höndum á því að ein helsta ógn kvenna séu karlar. Klámvæðing er að aukast sem alvarlegt vandamál og 58% stúlkna í 10. bekk hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi Þolendum er slaufað fyrir að kæra nauðgun á meðan gerendur fá greiðan aðgang að fjölmiðlum til að hreinsa mannorð sitt þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um sakleysi þeirra Meintir ofbeldismenn fá oft meiri spilun í útvarpi en konur eða komast í íþróttalandslið sem fyrirmyndir ungra drengja Öll þekkja þolendur en engin þekkir gerendur Fordómar og hatursorðræða gegn jaðarsettum hópum er að aukast Það má varla ræða þriðju vaktina eða vanmat á kvennastörfum vegna skilningsleysis einstaklinga sem stökkva strax í vörn Þolendur og aktívistar eru beitt ofbeldi fyrir að standa með öðrum þolendum Á meðan kvenmorð er orð sem við notum nú í auknum mæli þá held ég að við ættum að vera meira woke og vinna saman gegn því frekar en að eyða púðri í viðkvæma karla sem staðsetja sig gegn mannréttindabaráttu og stimpla hana sem „of woke“. Í ár hafa jafn mörg morð á stúlkum verið framin á Íslandi og í aldafjórðung þar á undan og þið eruð að grenja yfir woke-isma? Skammist ykkar. Ef við værum svona rosalega woke þá væri kynbundið ofbeldi ekki sá faraldur sem það er, launamunur kynjanna væri ekki til staðar, konum væri ekki að fjölga sem örorkulífeyrisþegum, feitt fólk yrði ekki fyrir líkamssmánun og mismunun innan heilbrigðiskerfisins, það væri ekki verið að gelta að trans fólki úti á götu, réttarkerfið myndi virka í málum er varða kynbundið ofbeldi og svona mætti lengi telja. Að trúa að samfélagið sé orðið „of woke“ því ofbeldismenn eru látnir sæta minniháttar ábyrgð með dómstóli götunnar er fásinna. Sú ábyrgð er oft réttlát krafa um að viðkomandi trani sér ekki fram við öll tækifæri í alla fjölmiðla landsins endalaust. Réttarkerfið er ekki í stakk búið til að gæta hagsmuna þolenda. Það veitir gerendum þar að auki tól til að beita þolendur sína áframhaldandi ofbeldi í formi kæru fyrir meiðyrði og/eða rangar sakargiftir, allt án þess að eitthvað bendi til þess að þolandi hafi logið. Þolendur mega ekki kæra, ræða um eða sækja stuðning vegna gerenda sinna án þess að vera hrakin úr bæjarfélögum, úr landinu, útskúfað, verða fyrir drusluskömmun og þar fram eftir götunum. Án sannana er hægt að slaufa þolendum án dóms og laga en gerendur eru saklausir uns sekt er sönnuð, oft þrátt fyrir sterkar vísbendingar um sekt og þið viljið meina að woke-ismi sé genginn of langt? Ég get lofað ykkur því að vandamál samfélagsins er ekki að meintir gerendur axli ábyrgð á gjörðum sínum. Við skulum leyfa þeim að axla smá sýnishorn af ábyrgð áður en við skælum yfir því að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið. Einbeitum okkur heldur að alvarlegri hlutum eins og t.d. af hverju þeir beita ofbeldi. Nei ég segi bara svona. Að taka hugtak sem var búið til af svörtu fólki í Bandaríkjunum til að gera fólk meðvitað um rasisma og misrétti og nota til að réttlæta fordómafullar skoðanir er þrotað. Eru þau sem staðsettu sig „miðlungs til já“ á skalanum „er Ísland orðið of woke?” þá þeirrar skoðunar að mannréttindabarátta sé gengin of langt? Þolendur og aðrir jaðarsettir hópar sem heyja mannréttindabaráttur eins og láglaunafólk, feitt fólk, fólk með fíknivanda, hinsegin fólk, fatlað fólk og fólk af erlendum uppruna á meira og betra skilið en að sjá flokka sem eiga að tala þeirra máli taka eins fjarstæðukennda afstöðu og þessa. Gerið betur, takk. Höfundur er aktívisti með sálfræðigráðu.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun