Fjölmiðlamálið reynir á Framsókn 12. júlí 2004 00:01 Forysta Framsóknarflokksins segir að fjölmiðlamálið reyni á flokkinn. Hún gefur ekki mikið fyrir gagnrýni oddvita flokksins í Reykjavíkurlistanum og formaður flokksins segir honum frjálst eins og öðrum að gagnrýna flokkinn. Slíkt sé þó ekki endilega vísbending um að eitthvað sé að í flokknum. Þingflokkur Framsóknar fundaði í dag í skugga skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem staðsetur flokkinn sem minnsta flokk landsins. Í kjölfar hennar gagnrýndi Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, forystu flokksins sem hann segir fylgja Sjálfstæðisflokknum í blindni og hlusti ekki á almenna flokksmenn Framsóknar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir málfrelsi vera í flokknum og að forystan sé ekki alltaf ánægð með gagnrýni en hún verði að sjálfsögðu að þola hana. Halldór segir niðurstöðu skoðanakönnunarinnar og gagnrýni innan flokksins ekki endilega vera vísbendingu um að eitthvað sé bogið í flokknum.Hann segir neikvæða umræðu hafa t.d. verið um álverið á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum en reyndin sé önnur núna. Hafi flokkurinn látið stjórnast af skoðanakönnunum á sínum tíma hefði ekki neitt orðið úr neinu í því máli. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir það vekja athygli að á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á dögunum, þar sem hafi ríkt mikil eindrægni og einlægni, hafi Alfreð Þorsteinsson setið en ekki tekið til máls. Hann segir málið hins vegar reyna á flokkinn. Fleiri þingmenn Framsóknar bentu fréttamanni á þögn Alfreðs á miðstjórnarfundinum. Einn kom honum þó til varnar og sagði þögn Alfreðs þar hafa verið afar eðlilega. Á þeim tímapunkti hafi bæði formaður flokksins og varaformaður verið búnir að lýsa því yfir að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær raddir heyrast nú innan þingflokksins að mikill titringur sé í þeirra röðum vegna útreiðarinnar í skoðanakönnun helgarinnar og gagnrýni Alfreðs Þorsteinssonar og að á næstu dögum komi í ljós hvort gagnrýni fleiri áhrifamanna hafi áhrif á framvindu og örlög fjölmiðlafrumvarpsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins segir að fjölmiðlamálið reyni á flokkinn. Hún gefur ekki mikið fyrir gagnrýni oddvita flokksins í Reykjavíkurlistanum og formaður flokksins segir honum frjálst eins og öðrum að gagnrýna flokkinn. Slíkt sé þó ekki endilega vísbending um að eitthvað sé að í flokknum. Þingflokkur Framsóknar fundaði í dag í skugga skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem staðsetur flokkinn sem minnsta flokk landsins. Í kjölfar hennar gagnrýndi Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, forystu flokksins sem hann segir fylgja Sjálfstæðisflokknum í blindni og hlusti ekki á almenna flokksmenn Framsóknar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir málfrelsi vera í flokknum og að forystan sé ekki alltaf ánægð með gagnrýni en hún verði að sjálfsögðu að þola hana. Halldór segir niðurstöðu skoðanakönnunarinnar og gagnrýni innan flokksins ekki endilega vera vísbendingu um að eitthvað sé bogið í flokknum.Hann segir neikvæða umræðu hafa t.d. verið um álverið á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum en reyndin sé önnur núna. Hafi flokkurinn látið stjórnast af skoðanakönnunum á sínum tíma hefði ekki neitt orðið úr neinu í því máli. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir það vekja athygli að á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á dögunum, þar sem hafi ríkt mikil eindrægni og einlægni, hafi Alfreð Þorsteinsson setið en ekki tekið til máls. Hann segir málið hins vegar reyna á flokkinn. Fleiri þingmenn Framsóknar bentu fréttamanni á þögn Alfreðs á miðstjórnarfundinum. Einn kom honum þó til varnar og sagði þögn Alfreðs þar hafa verið afar eðlilega. Á þeim tímapunkti hafi bæði formaður flokksins og varaformaður verið búnir að lýsa því yfir að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær raddir heyrast nú innan þingflokksins að mikill titringur sé í þeirra röðum vegna útreiðarinnar í skoðanakönnun helgarinnar og gagnrýni Alfreðs Þorsteinssonar og að á næstu dögum komi í ljós hvort gagnrýni fleiri áhrifamanna hafi áhrif á framvindu og örlög fjölmiðlafrumvarpsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira