Breskur ráðherra til landsins 18. júlí 2004 00:01 MYND/Eggert Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands, mun flytja opinn fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin“ í Norræna húsinu nk. fimmtudag.. Auk þess mun hann ræða stuttlega varnarmálastefnu Evrópusambandsins, stöðu smærri Evrópulanda innan og utan ESB og hugsanlega aðild Íslands og Noregs að sambandinu. Aðalerindi MacShane hingað er að funda með íslenskum stjórnvöldum og mun hann eiga fund með Valgerði Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. MacShane er fyrsti ráðherra Bretlands sem kemur sérstaklega í heimsókn til Íslands síðan 1996. Fyrirlestur MacShanes er haldinn á vegum breska sendiráðsins í Reykjavík, utanríkisráðuneytisins og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Að loknu erindi hans munu þær Sólveig Pétursdóttir, formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz varaformaður Utanríkismálanefndar Alþingis og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, skiptast á skoðunum við MacShane um efni fyrirlestrarins. Fundarstjóri verður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. MacShane hefur verið þingmaður á breska þinginu frá árinu 1994. Hann skrifar reglulega í dagblöð og stjórnmálarit í Bretlandi, frönsk, þýsk og bandarísk dagblöð og er að auki höfundur nokkurra bóka um alþjóðastjórnmál. Hann nam við Merton College í Oxford og er með PhD gráðu í alþjóðahagfræði frá London University. Dagskrá fyrirlestrarins á fimmtudaginn er svohljóðandi: 12.05 Ávarp: Alp Mehmet, breski sendiherrann á Íslandi 12.10 „Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin“: Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands 12.50 Pallborðsumræður: Sólveig Pétursdóttir, formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz, varaformaður Utanríkismálanefndar Alþingis og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar 13.30 Fundi slitið. Vefur Háskóla Íslands greinir frá. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands, mun flytja opinn fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin“ í Norræna húsinu nk. fimmtudag.. Auk þess mun hann ræða stuttlega varnarmálastefnu Evrópusambandsins, stöðu smærri Evrópulanda innan og utan ESB og hugsanlega aðild Íslands og Noregs að sambandinu. Aðalerindi MacShane hingað er að funda með íslenskum stjórnvöldum og mun hann eiga fund með Valgerði Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. MacShane er fyrsti ráðherra Bretlands sem kemur sérstaklega í heimsókn til Íslands síðan 1996. Fyrirlestur MacShanes er haldinn á vegum breska sendiráðsins í Reykjavík, utanríkisráðuneytisins og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Að loknu erindi hans munu þær Sólveig Pétursdóttir, formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz varaformaður Utanríkismálanefndar Alþingis og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, skiptast á skoðunum við MacShane um efni fyrirlestrarins. Fundarstjóri verður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. MacShane hefur verið þingmaður á breska þinginu frá árinu 1994. Hann skrifar reglulega í dagblöð og stjórnmálarit í Bretlandi, frönsk, þýsk og bandarísk dagblöð og er að auki höfundur nokkurra bóka um alþjóðastjórnmál. Hann nam við Merton College í Oxford og er með PhD gráðu í alþjóðahagfræði frá London University. Dagskrá fyrirlestrarins á fimmtudaginn er svohljóðandi: 12.05 Ávarp: Alp Mehmet, breski sendiherrann á Íslandi 12.10 „Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin“: Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands 12.50 Pallborðsumræður: Sólveig Pétursdóttir, formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz, varaformaður Utanríkismálanefndar Alþingis og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar 13.30 Fundi slitið. Vefur Háskóla Íslands greinir frá.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira