Engin fjölmiðlalög 20. júlí 2004 00:01 MYND/Róbert Engin lög um takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla verða sett að þessu sinni. Davíð Oddsson forsætisráðherra mun kynna ríkisstjórninni í dag gjörbreytt fjölmiðlafrumvarp. Í því hafa öll takmarkandi ákvæði er varða fjölmiðlafyrirtæki verið tekin út. Eftir standa tvö ákvæði. Annars vegar að fjölmiðlalögin sem forseti synjaði 2. júní falli brott og hins vegar breytingu á skipan útvarpsráðs, samkvæmt heimildum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hluti af niðurstöðum viðræðna Halldórs og Davíðs er að stofnuð verði nefnd um málefni stjórnarskrárinnar. Stefnt verður að því að festa í stjórnarskrá þá framkvæmdahefð sem verið hefur á Íslandi frá stofnun lýðveldisins, það er að segja að forseti framkvæmi einungis vald ráðherra. Forsetinn yrði eftir því valdalaus og málskotsréttur hans til þjóðarinnar, eins og honum var beitt 2. júní , væntanlega afnuminn. Fjölmiðlanefndin mun taka til starfa að nýju í haust og eins og fram hefur komið mun stjórnarandstaðan taka þátt í starfi hennar. Búist er við því að stjórnarflokkarnir haldi þingflokksfundi strax að loknum ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður kl. 9.30, þar sem hið breytta frumvarp verður kynnt. Fundur allsherjarnefndar hefur verið boðaður klukkan 14. "Við erum algjörlega sammála um þá niðurstöðu sem liggur fyrir," sagði Davíð að loknum fundi hans og Halldórs í gær. Af sama tilefni tók Halldór fyrir það að Framsóknarflokkurinn hefði sett fram úrslitakosti í málinu. [email protected] Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Engin lög um takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla verða sett að þessu sinni. Davíð Oddsson forsætisráðherra mun kynna ríkisstjórninni í dag gjörbreytt fjölmiðlafrumvarp. Í því hafa öll takmarkandi ákvæði er varða fjölmiðlafyrirtæki verið tekin út. Eftir standa tvö ákvæði. Annars vegar að fjölmiðlalögin sem forseti synjaði 2. júní falli brott og hins vegar breytingu á skipan útvarpsráðs, samkvæmt heimildum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hluti af niðurstöðum viðræðna Halldórs og Davíðs er að stofnuð verði nefnd um málefni stjórnarskrárinnar. Stefnt verður að því að festa í stjórnarskrá þá framkvæmdahefð sem verið hefur á Íslandi frá stofnun lýðveldisins, það er að segja að forseti framkvæmi einungis vald ráðherra. Forsetinn yrði eftir því valdalaus og málskotsréttur hans til þjóðarinnar, eins og honum var beitt 2. júní , væntanlega afnuminn. Fjölmiðlanefndin mun taka til starfa að nýju í haust og eins og fram hefur komið mun stjórnarandstaðan taka þátt í starfi hennar. Búist er við því að stjórnarflokkarnir haldi þingflokksfundi strax að loknum ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður kl. 9.30, þar sem hið breytta frumvarp verður kynnt. Fundur allsherjarnefndar hefur verið boðaður klukkan 14. "Við erum algjörlega sammála um þá niðurstöðu sem liggur fyrir," sagði Davíð að loknum fundi hans og Halldórs í gær. Af sama tilefni tók Halldór fyrir það að Framsóknarflokkurinn hefði sett fram úrslitakosti í málinu. [email protected]
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira