360 fallnir og þúsundir flúnar 12. ágúst 2004 00:01 Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna. Bandaríkjamenn réðust inn í Najaf ásamt írökskum öryggissveitum til þess að ganga á milli bols og höfuðs á sjítaklerkinum Muqtada al-Sadr og fylgismönnum hans. Í orrustunni hefur verið beitt bæði skriðdrekum og árásarþyrlum. Þótt uppreisnarmenn hafi skotið einhver býsn mun mannfall í liði innrásarsveitanna vera lítið sem ekki neitt. Uppreisnarmenn hafa hinsvegar fallið eins og hráviði. Ef þetta væri hefðbundið stríð væri borgin löngu hertekin. Najaf er hins vegar ein af helgustu borgum Íraka og þar er mikið af bænahúsum og öðrum helgum byggingum. Þar felur klerkurinn Muqtada sig ásamt fylgismönnum sínum og þangað geta Bandaríkjamenn ekki sótt þá vegna þeirrar mótmælaöldu sem myndi rísa í landinu. Bandarískir hermenn réðust inn á heimili Muqtadas í dag en, eins og við var búist, var hann sjálfur víðs fjarri. Bandarísku og íröksku hermennirnir eru nú að umkringja og einangra helgistaði þar sem uppreisnarmenn halda sig og það kemur svo líklega í hlut Írakanna að fara þar inn. Muqtada hefur sýnt að honum er ósárt um að helgistaðir skemmist og má því búast við að íröksku hermönnunum verði sýnd hörð mótspyrna. Einmitt sú óvirðing sem Muqtada sýnir helgum stöðum hefur vakið reiði og andúð margra hófsamari klerka í Írak sem hafa margsinnis beðið hann um að nota þá ekki sem skálkaskjól. Þrátt fyrir þetta nýtur Moqtada stuðnings langt út fyrir borgarmörk Najaf og í dag var farið í mótmælagöngur í mörgum borgum til þess að lýsa stuðningi við hann, og mótmæla innrás Bandaríkjamanna í borgina. Bandaríkjamenn ráða nú lögum og lofum í Najaf. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafi unnið. Þeir unnu Írak, fljótt og vel, í stríðinu en þeim hefur gengið herfilega að vinna friðinn. Ekki er ólíklegt að það sama verði upp á teningnum í Najaf. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna. Bandaríkjamenn réðust inn í Najaf ásamt írökskum öryggissveitum til þess að ganga á milli bols og höfuðs á sjítaklerkinum Muqtada al-Sadr og fylgismönnum hans. Í orrustunni hefur verið beitt bæði skriðdrekum og árásarþyrlum. Þótt uppreisnarmenn hafi skotið einhver býsn mun mannfall í liði innrásarsveitanna vera lítið sem ekki neitt. Uppreisnarmenn hafa hinsvegar fallið eins og hráviði. Ef þetta væri hefðbundið stríð væri borgin löngu hertekin. Najaf er hins vegar ein af helgustu borgum Íraka og þar er mikið af bænahúsum og öðrum helgum byggingum. Þar felur klerkurinn Muqtada sig ásamt fylgismönnum sínum og þangað geta Bandaríkjamenn ekki sótt þá vegna þeirrar mótmælaöldu sem myndi rísa í landinu. Bandarískir hermenn réðust inn á heimili Muqtadas í dag en, eins og við var búist, var hann sjálfur víðs fjarri. Bandarísku og íröksku hermennirnir eru nú að umkringja og einangra helgistaði þar sem uppreisnarmenn halda sig og það kemur svo líklega í hlut Írakanna að fara þar inn. Muqtada hefur sýnt að honum er ósárt um að helgistaðir skemmist og má því búast við að íröksku hermönnunum verði sýnd hörð mótspyrna. Einmitt sú óvirðing sem Muqtada sýnir helgum stöðum hefur vakið reiði og andúð margra hófsamari klerka í Írak sem hafa margsinnis beðið hann um að nota þá ekki sem skálkaskjól. Þrátt fyrir þetta nýtur Moqtada stuðnings langt út fyrir borgarmörk Najaf og í dag var farið í mótmælagöngur í mörgum borgum til þess að lýsa stuðningi við hann, og mótmæla innrás Bandaríkjamanna í borgina. Bandaríkjamenn ráða nú lögum og lofum í Najaf. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafi unnið. Þeir unnu Írak, fljótt og vel, í stríðinu en þeim hefur gengið herfilega að vinna friðinn. Ekki er ólíklegt að það sama verði upp á teningnum í Najaf.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira