Veiðiheimildir enn skertar 13. ágúst 2004 00:01 "Þegar ákveðið var að gefa sóknardagabátum færi á að skipta yfir í kvótakerfið var sérstaklega tekið fram að ekki yrði tekinn kvóti frá öðrum aðilum í sjávarútvegi," segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um leyfilegar veiðar á næsta fiskveiðiári, sem hefst þann 1. september. Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að um sjö prósenta skerðingu sé að ræða á kostnað aflamarksskipa. Arthur segir marga smábátaeigendur nú bíða átekta hvort staðið verði við þau loforð sem gefin voru. "Það voru skýr loforð frá æðstu stöðum að kvóti smábátaeigenda yrði viðbót og ekki ætti að skerða heimildir annarra. Við erum enn óhressir með missi dagakerfisins en burtséð frá því verður fróðlega að sjá hvort gefin loforð verða látin standa." Landssamband íslenskra útvegsmanna reiknar út að skerðing aflamarksskipanna nemi 11 þúsund tonnum vegna línuívilnunar og veiðiheimilda sem færðar hafa verið smábátaeigendum. Sú skerðing nemi alls sjö prósentum að teknu tilliti til minni heildarafla á komandi fiskveiðiári. Heildarþorskaflinn verður 205 þúsund tonn, sem er fjögur þúsund tonnum minna en á núverandi fiskveiðiári. Friðrik J. Arngrímsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir lítið nýtt í reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins. "Flestar stærðir sem þarna koma fram voru þekktar og fátt nýtt í þessu sem við hér höfðum ekki gert okkur grein fyrir." Hjá Fiskistofu verður brátt lokið við að reikna úthlutun á hvern flokk skipa. Samkvæmt reglugerðinni verður einnig rúmlega þrjú þúsund þorskígildislestum ráðstafað til þeirra byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar eða skerðingar fiskveiðiheimilda undanfarin ár. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
"Þegar ákveðið var að gefa sóknardagabátum færi á að skipta yfir í kvótakerfið var sérstaklega tekið fram að ekki yrði tekinn kvóti frá öðrum aðilum í sjávarútvegi," segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um leyfilegar veiðar á næsta fiskveiðiári, sem hefst þann 1. september. Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að um sjö prósenta skerðingu sé að ræða á kostnað aflamarksskipa. Arthur segir marga smábátaeigendur nú bíða átekta hvort staðið verði við þau loforð sem gefin voru. "Það voru skýr loforð frá æðstu stöðum að kvóti smábátaeigenda yrði viðbót og ekki ætti að skerða heimildir annarra. Við erum enn óhressir með missi dagakerfisins en burtséð frá því verður fróðlega að sjá hvort gefin loforð verða látin standa." Landssamband íslenskra útvegsmanna reiknar út að skerðing aflamarksskipanna nemi 11 þúsund tonnum vegna línuívilnunar og veiðiheimilda sem færðar hafa verið smábátaeigendum. Sú skerðing nemi alls sjö prósentum að teknu tilliti til minni heildarafla á komandi fiskveiðiári. Heildarþorskaflinn verður 205 þúsund tonn, sem er fjögur þúsund tonnum minna en á núverandi fiskveiðiári. Friðrik J. Arngrímsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir lítið nýtt í reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins. "Flestar stærðir sem þarna koma fram voru þekktar og fátt nýtt í þessu sem við hér höfðum ekki gert okkur grein fyrir." Hjá Fiskistofu verður brátt lokið við að reikna úthlutun á hvern flokk skipa. Samkvæmt reglugerðinni verður einnig rúmlega þrjú þúsund þorskígildislestum ráðstafað til þeirra byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar eða skerðingar fiskveiðiheimilda undanfarin ár.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira