Meirihluti vill að Siv hætti 13. október 2005 14:32 Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Það er tæpur mánuður þar til Framsóknarmenn láta stól umhverfisráðherra af hendi til Sjálfstæðismanna. Halldór Ásgrímsson, hefur haldið spilunum þétt að sér, en allt bendir nú til þess að það verði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra sem missi ráðherrastól. Fréttastofa hefur margar góðar heimildir fyrir því að mikill meirihluti 12 manna þingflokks Framsóknarflokksins sé þeirrar skoðunar að Siv þurfi að fara. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þykir hafa mjög sterka stöðu innan þingflokksins, og vaxið jafnt af störfum sínum sem hógværð, eins og einn þingmaður Framsóknar orðaði það. Athygli vakti í dag auglýsing 40 framsóknarkvenna sem skora á þingflokkinn að virða lög flokksins um jafnrétti. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þessa herferð afar gagnsæja, hún sé augljóslega til að berjast fyrir stöðu Sivjar, en auk þess er þar að finna dyggar stuðningskonur Jónínu Bjartmarz, sem fannst framhjá henni gengið í fyrra. Flestum ber þó saman um að Jónína sé ekki á leiðinni í ráðherrastól. Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna segir fulla ástæðu til að óttast stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hafi verið fyrstur til að semja jafnréttisáætlun á flokksþingi en nú líti út fyrir að framsóknarkonum muni fækka í ríkisstjórn og því hafi þær vissulega áhyggjur. Dagný Jónsdóttir, yngsta þingkona Framsóknarmanna er ekki hrifin af framtaki kynsystra sinna, eins og fram kemur á heimasíðu hennar í dag. Hún segir meðal annars í pistli sínum: "Ég tilheyri þessum hópi kvenna og karla sem vilja velja einstakling hverju sinni sem hentar best í það hlutverk sem velja á í. Það er minn skilningur á nútíma jafnréttisbaráttu,.." Í lögum Framsóknarflokksins og í jafnréttisáætlun hans er skýrt kveðið á um að það skuli stefnt að því, að að minnstka kosti 40 % af hvoru kyni gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er því eðlilegt að spurt sé hvort skoðanir Dagnýjar séu á skjön við stefnu framsóknarflokksins. Dagný segist þó hafa verið að lýsa sinni skoðun og hún standi fast við hana. Hún vilji nútímajafnrétti þar sem ekki þurfi að mismuna fólki eftir kyni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Það er tæpur mánuður þar til Framsóknarmenn láta stól umhverfisráðherra af hendi til Sjálfstæðismanna. Halldór Ásgrímsson, hefur haldið spilunum þétt að sér, en allt bendir nú til þess að það verði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra sem missi ráðherrastól. Fréttastofa hefur margar góðar heimildir fyrir því að mikill meirihluti 12 manna þingflokks Framsóknarflokksins sé þeirrar skoðunar að Siv þurfi að fara. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þykir hafa mjög sterka stöðu innan þingflokksins, og vaxið jafnt af störfum sínum sem hógværð, eins og einn þingmaður Framsóknar orðaði það. Athygli vakti í dag auglýsing 40 framsóknarkvenna sem skora á þingflokkinn að virða lög flokksins um jafnrétti. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þessa herferð afar gagnsæja, hún sé augljóslega til að berjast fyrir stöðu Sivjar, en auk þess er þar að finna dyggar stuðningskonur Jónínu Bjartmarz, sem fannst framhjá henni gengið í fyrra. Flestum ber þó saman um að Jónína sé ekki á leiðinni í ráðherrastól. Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna segir fulla ástæðu til að óttast stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hafi verið fyrstur til að semja jafnréttisáætlun á flokksþingi en nú líti út fyrir að framsóknarkonum muni fækka í ríkisstjórn og því hafi þær vissulega áhyggjur. Dagný Jónsdóttir, yngsta þingkona Framsóknarmanna er ekki hrifin af framtaki kynsystra sinna, eins og fram kemur á heimasíðu hennar í dag. Hún segir meðal annars í pistli sínum: "Ég tilheyri þessum hópi kvenna og karla sem vilja velja einstakling hverju sinni sem hentar best í það hlutverk sem velja á í. Það er minn skilningur á nútíma jafnréttisbaráttu,.." Í lögum Framsóknarflokksins og í jafnréttisáætlun hans er skýrt kveðið á um að það skuli stefnt að því, að að minnstka kosti 40 % af hvoru kyni gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er því eðlilegt að spurt sé hvort skoðanir Dagnýjar séu á skjön við stefnu framsóknarflokksins. Dagný segist þó hafa verið að lýsa sinni skoðun og hún standi fast við hana. Hún vilji nútímajafnrétti þar sem ekki þurfi að mismuna fólki eftir kyni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira