Harka og ósvífni í kapphlaupinu 23. ágúst 2004 00:01 Harka og ósvífni er komin í forsetakapphlaupið í Bandaríkjunum. Hópar sem tengjast Bush forseta saka John Kerry um að ljúga til um hetjudáðir í Víetnamstríðinu og gefa í skyn að hann sé engin stríðshetja. Kerry segir þetta skítkast úr herbúðum forsetans. John Kerry byrjaði ræðu sína á flokksþingi demókrata í Boston í lok júlí á því að heilsa að hermannasið og síðan þá hefur herþjónusta hans í Víetnam - og heiðurorður sem hann hlaut fyrir framgang sinn þar - verið þungamiðja kosningaáróðurs hans. Tilgangurinn er að sannfæra Bandaríkjamenn um að John Kerry sé stríðshetja og sterkur leiðtogi í ólgusjó hryðjuverkaárása og stríðsreksturs í Írak. Það er því út af fyrir sig ekki skrítið að andstæðingar skuli reyna að spilla fyrir áróðursvélinni og hópur fyrrverandi hermanna í Víetnam hefur reynt það undanfarið, með fjárhagslegum stuðningi tveggja auðmanna frá Texas sem hafa löngum stutt rækilega við bakið á Bush-feðgunum. Í sjónvarpsauglýsingu hópsins er því haldið fram að Kerry ljúgi til um framgang sinn í Víetnam og hafi fengið heiðursmerki á fölskum forsendum. Í millitíðinni er ljóst að þær sakir eru rangar og að skýrslur hersins taka af allan vafa um það að John Kerry er stríðshetja. En eðli áróðurs er sá að hann hefur sín áhrif, hvort sem hann er byggður á sannleika, lygi eða einhverjum óljósum fullyrðingum á gráu svæði. Og því hefur Kerry nú snúist til varnar. Einn fulltrúa hans lét hafa eftir sér í gær að það væru sprengjubrot í lærinu á John Kerry eftir stríðið í Víetnam. Til samanburðar væru tvær fyllingar í tönnunum á George Bush sem var í þjóðvarðliðinu í Alabama á sama tíma. Þeim hefði líklega verið komið fyrir í eina skiptið sem Bush mætti. Bush hefur raunar löngum verið sakaður um að hafa látið föður sinn bjarga sér frá herþjónustu í Víetnam með því að koma honum inn í þjóðvarðliðið, og honum hefur ekki tekist að hrekja sögusagnir um að hann hafi skrópað stóran hluta þess tíma sem hann átti að vera þar. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Harka og ósvífni er komin í forsetakapphlaupið í Bandaríkjunum. Hópar sem tengjast Bush forseta saka John Kerry um að ljúga til um hetjudáðir í Víetnamstríðinu og gefa í skyn að hann sé engin stríðshetja. Kerry segir þetta skítkast úr herbúðum forsetans. John Kerry byrjaði ræðu sína á flokksþingi demókrata í Boston í lok júlí á því að heilsa að hermannasið og síðan þá hefur herþjónusta hans í Víetnam - og heiðurorður sem hann hlaut fyrir framgang sinn þar - verið þungamiðja kosningaáróðurs hans. Tilgangurinn er að sannfæra Bandaríkjamenn um að John Kerry sé stríðshetja og sterkur leiðtogi í ólgusjó hryðjuverkaárása og stríðsreksturs í Írak. Það er því út af fyrir sig ekki skrítið að andstæðingar skuli reyna að spilla fyrir áróðursvélinni og hópur fyrrverandi hermanna í Víetnam hefur reynt það undanfarið, með fjárhagslegum stuðningi tveggja auðmanna frá Texas sem hafa löngum stutt rækilega við bakið á Bush-feðgunum. Í sjónvarpsauglýsingu hópsins er því haldið fram að Kerry ljúgi til um framgang sinn í Víetnam og hafi fengið heiðursmerki á fölskum forsendum. Í millitíðinni er ljóst að þær sakir eru rangar og að skýrslur hersins taka af allan vafa um það að John Kerry er stríðshetja. En eðli áróðurs er sá að hann hefur sín áhrif, hvort sem hann er byggður á sannleika, lygi eða einhverjum óljósum fullyrðingum á gráu svæði. Og því hefur Kerry nú snúist til varnar. Einn fulltrúa hans lét hafa eftir sér í gær að það væru sprengjubrot í lærinu á John Kerry eftir stríðið í Víetnam. Til samanburðar væru tvær fyllingar í tönnunum á George Bush sem var í þjóðvarðliðinu í Alabama á sama tíma. Þeim hefði líklega verið komið fyrir í eina skiptið sem Bush mætti. Bush hefur raunar löngum verið sakaður um að hafa látið föður sinn bjarga sér frá herþjónustu í Víetnam með því að koma honum inn í þjóðvarðliðið, og honum hefur ekki tekist að hrekja sögusagnir um að hann hafi skrópað stóran hluta þess tíma sem hann átti að vera þar.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira