Aukin harka um forsetastólinn 7. september 2004 00:01 Aukin harka færist í keppni þeirra George Bush og Johns Kerrys um forsetastólinn í Bandaríkjunum. Hins vegar er umdeilanlegt hvort umræðan sé málefnalegri fyrir vikið. Það kvað við nokkuð hvassari tón í ræðu Johns Kerrys í Vestur-Virginíu í gær. Nýir liðsmenn í kosningaliðinu, gömul brýni úr innsta hring Bills Clintons, höfðu greinilega ákveðið að kominn væri tími á örlítið meiri hörku en Kerry hefur sýnt hingað til. Kerry spurði áheyrendur í Virginíu hvort þeir vildu fjögur ár enn þar sem störf eru flutt úr landi og í staðinn komi störf sem séu verr launuð en núverandi störf landsmanna. „Viljið þið fjögur ár enn af einstrengingslegri utanríkisstefnu sem einangrar Bandaríkin? Þetta er mjög einfalt. Ef þið voruð hrifin af síðustu fjórum árum og viljið fjögur slík í viðbót, þá skuluð þið segja fólki að kjósa George W. Bush því þetta er það sem þið fáið,“ sagði Kerry. Kerry sagði þetta kristallast í einum bókstaf, „W“, og vísaði þar til nafns forsetans, George W. Bush. Hann sagði stafinn standa fyrir „rangt“ (wrong): rangt val, rangt mat, rangan forgang og ranga stefnu fyrir Bandaríkin. Kerry vill kalla bandarískar hersveitir frá Írak á fyrsta kjörtímabili sínu og segir fullyrðingar Bush-stjórnarinnar um bandalag margra þjóða í Írak tóma þvælu. Langflestir hermennirnir séu bandarískir og mannfallið sé mest á meðal þeirra. Bandarískir skattgreiðendur borgi auk þess brúsann. Svörin létu ekki á sér standa. George Bush sagði á kosningafundi að Kerry hefði vaknað í gærmorgun með nýja kosningaráðgjafa og enn eina afstöðuna. „Allt í einu er hann aftur á móti. Það er sama hve oft Kerry skiptir um skoðun, það var rétt fyrir Bandaríkin þá og það er rétt fyrir Bandaríkin núna að Saddam Hussein skuli ekki vera lengur við völd,“ sagði Bush. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Aukin harka færist í keppni þeirra George Bush og Johns Kerrys um forsetastólinn í Bandaríkjunum. Hins vegar er umdeilanlegt hvort umræðan sé málefnalegri fyrir vikið. Það kvað við nokkuð hvassari tón í ræðu Johns Kerrys í Vestur-Virginíu í gær. Nýir liðsmenn í kosningaliðinu, gömul brýni úr innsta hring Bills Clintons, höfðu greinilega ákveðið að kominn væri tími á örlítið meiri hörku en Kerry hefur sýnt hingað til. Kerry spurði áheyrendur í Virginíu hvort þeir vildu fjögur ár enn þar sem störf eru flutt úr landi og í staðinn komi störf sem séu verr launuð en núverandi störf landsmanna. „Viljið þið fjögur ár enn af einstrengingslegri utanríkisstefnu sem einangrar Bandaríkin? Þetta er mjög einfalt. Ef þið voruð hrifin af síðustu fjórum árum og viljið fjögur slík í viðbót, þá skuluð þið segja fólki að kjósa George W. Bush því þetta er það sem þið fáið,“ sagði Kerry. Kerry sagði þetta kristallast í einum bókstaf, „W“, og vísaði þar til nafns forsetans, George W. Bush. Hann sagði stafinn standa fyrir „rangt“ (wrong): rangt val, rangt mat, rangan forgang og ranga stefnu fyrir Bandaríkin. Kerry vill kalla bandarískar hersveitir frá Írak á fyrsta kjörtímabili sínu og segir fullyrðingar Bush-stjórnarinnar um bandalag margra þjóða í Írak tóma þvælu. Langflestir hermennirnir séu bandarískir og mannfallið sé mest á meðal þeirra. Bandarískir skattgreiðendur borgi auk þess brúsann. Svörin létu ekki á sér standa. George Bush sagði á kosningafundi að Kerry hefði vaknað í gærmorgun með nýja kosningaráðgjafa og enn eina afstöðuna. „Allt í einu er hann aftur á móti. Það er sama hve oft Kerry skiptir um skoðun, það var rétt fyrir Bandaríkin þá og það er rétt fyrir Bandaríkin núna að Saddam Hussein skuli ekki vera lengur við völd,“ sagði Bush.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira